Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Útlit fyrir góða kartöfluuppskeru sunnanlands
Mynd / smh
Fréttir 16. ágúst 2019

Útlit fyrir góða kartöfluuppskeru sunnanlands

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Útlitið er gott, það er ekki hægt að orða það neitt öðruvísi,“ segir Sigurbjartur Pálsson, kart­öflubóndi í Skarði í Þykkvabæ. 
 
Þar hefur verið kalt og blautt bróðurpartinn af ágústmánuði en öll nótt þó ekki úti enn að ná meðallaginu ef vel viðrar síðari hlutann í mánuðinum.
 
Sumarið einstaklega gott syðra
 
Sigurbjartur segir að kartöflur hafi um skeið verið teknar upp og þær sendar beint í verslanir. Gera megi ráð fyrir að hefðbundin upptökustörf, þar sem varan fer í geymslu til vetrarins, hefjist með fyrra fallinu þetta árið. Vanalega byrji menn þau störf í byrjun september en góð tíð gerir að verkum að hægt verði að hefjast handa fyrr. 
 
Sigurbjartur Pálsson.
„Sumarið hefur verið einstaklega gott á Suður-landi, það kólnaði hér fyrr í vikunni og lét nærri að kæmi frostnótt en það slapp til. Almennt hefur sumarið verið mjög gott og uppskeran verður ljóm­andi góð, yfir meðallagi og það sem best er mér sýnist að kartöflurnar verði mjög góðar. Öll skilyrði voru til þess í sumar að kartöflur yrðu heilbrigðar og góðar, hlýtt í veðri og þurrt, en samt nægur raki líka, sem sagt allt eins og best verður á kosið. Það er ekki hægt að biðja um meira,“ segir Sigurbjartur.
 
Stöðva vöxt með því að slá grösin
 
Kartöflubændur í Þykkvabæ eru byrjaðir að slá ofan af grösum til að stöðva vöxt og segir Sigurbjartur að það sé gert þegar veður sé gott líkt og raunin hefur verið. „Þetta er ekki alltaf hægt, en við nýtum okkur það þegar færið gefst,“ segir hann. Ekki er mikill markaður fyrir stórar kartöflur, en það sem skiptir líka máli er að varan verði betri, hýðið á kartöflunum verður sterkara og betra og þær fá fallegra útlit með því að liggja einhverja stund í jörð. 
 
Harla fáir framleiðendur eftir
 
Sigurbjartur segir að framleiðendur séu harla fáir og sú staða að offramboð sé á kartöflum skapist seint. Hann bætir við að sá fjöldi ferðamanna sem heimsótt hefur landið hin síðari ár hafi stækkað markaðinn töluvert.
 
Ágæt uppskera þar sem garðar eru í skjóli
 
Helgi Örlygsson.
Helgi Örlygsson hjá Kartöflusölunni Þórustöðum í Eyjafirði sagði í byrjun vikunnar að garðinum hjá sér mætti líkja við sundlaug, svo mikil rigning var á þeim slóðum á mánudag. Þórustaða-bændur hafa tekið töluvert upp og fer það beint í sölu í búðum á svæðinu. „Uppskeran er ágæt þar sem garðar eru í skjóli, en minni annars staðar. Veðrið í ágúst skiptir miklu máli þegar kemur að kartöfluuppskeru og fyrri helmingurinn var ekkert sérstakur hér á norðanverðu landinu. Þá er bara að halda í vonina um að seinni hlutinn verði betri og útkoman verði þokkaleg þegar upp er staðið. Við vonum auðvitað að við náum meðallaginu, en um það veit maður ekki neitt á þessari stundu,“ segir Helgi.
Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...