Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hestarnir á myndinni tengjast ekki efni fréttarinnar.
Hestarnir á myndinni tengjast ekki efni fréttarinnar.
Fréttir 11. janúar 2021

Útflutningur hrossa til Belgíu stöðvaður í kjölfar slyss

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Útflutningur á hrossum til stærstu dreifimiðstöðvar Icelandair Cargo fyrir Evrópu, Liege í Belgíu, hefur verið stöðvaður um óákveðinn tíma í kjölfar slyss sem varð vegna mannlegra mistaka starfsmanns á flugvellinum í Liege rétt fyrir jólin. Slysið varð þegar gámur með hestum féll af palli með þeim afleiðingum að hestar slösuðust og aflífa þurfti tvo þeirra.

„Við höfum flutt hesta í sérútbúnum gámum frá árinu 1995 með sambærilegum búnaði og það hefur gengið afar vel. Við erum með ákveðna verkferla sem við fylgjum og okkar undirverktakar eiga einnig að fylgja. Síðan gerist það að starfsmaður í Belgíu fylgir ekki verkferlum, hann festir ekki gáminn nægilega svo hann fellur um 50 sentímetra af palli og því verður þetta slys. Þetta eru mannleg mistök og við þurftum að fella tvo hesta í samstarfi við dýralækni á svæðinu og eigendur þeirra. Einn hestur til viðbótar var með minni áverka en ekki þurfti að fella hann. Yfirvöld í Belgíu hafa í framhaldinu stöðvað innflutning á hestum frá okkur þar til við erum búin að aðlaga okkur að nýjum og breyttum reglum yfirvalda þar í landi. Við þurfum að átta okkur betur á hvernig við náum að uppfylla þær og höfum meðal annars fundað með MAST hér heima til að fara yfir verkferla. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir hrossabændur og við tökum svona slysi mjög alvarlega en öryggi og velferð er alltaf í fyrsta sæti hjá okkur,“ útskýrir Mikael Tal Grétarsson, framkvæmdastjóri útflutnings hjá Icelandair Cargo

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara