Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Frá Gjógv á Eysturoy í Færeyjum. Umtalsvert minni mjólk er framleidd á hvern íbúa í Færeyjum en á Íslandi. Hver kýr framleiðir hins vegar meiri mjólk.
Frá Gjógv á Eysturoy í Færeyjum. Umtalsvert minni mjólk er framleidd á hvern íbúa í Færeyjum en á Íslandi. Hver kýr framleiðir hins vegar meiri mjólk.
Mynd / Annie Spratt
Utan úr heimi 18. ágúst 2025

Stóraukin meðalnyt í Færeyjum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Hver mjólkurkýr í Færeyjum framleiðir að meðaltali 9.359 lítra af mjólk á ári. Er það talsverð aukning frá árinu 1995 þegar meðaltalið var 5.102 lítrar.

Heildarinnlegg bænda til mjólkursamsölunnar MBM í Færeyjum voru 7.243.500 lítrar af mjólk á síðasta ári. Er það 213.800 lítrum meira en árið 2023. Frá þessu greinir Dimmalætting.

Árið 2016 var slegið met í mjólkurinnleggi hjá MBM þegar bændur skiluðu inn 7.742.900 lítrum af mjólk. Árið 1990 tók mjólkurbúið á móti 5.849.000 lítrum, sem er 1.394.500 lítrum minna en í fyrra. Árið 1995 voru 1.206 mjólkurkýr í Færeyjum, en í dag eru ekki nema 774 eftir. Til samanburðar má nefna að á síðasta ári voru 25.104 árskýr á Íslandi sem skiluðu 6.523 kílógramma nyt að meðaltali.

Færeyingar eru 55.000 og þýðir þetta því að þarlendar mjólkurkýr framleiða tæplega 132 lítra á hvern íbúa á ári. Íslendingar eru tæplega 392 þúsund og heildarinnlegg mjólkur á Íslandi var 152,4 milljónir lítra árið 2024, sem þýða 389 lítrar á hvert íslenskt mannsbarn.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...