Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Finnsku bændasamtökin vilja koma í veg fyrir andlega vanlíðan bænda sem má oft rekja til þess að ekki hafi verið vandað til verka við kynslóðaskiptin.
Finnsku bændasamtökin vilja koma í veg fyrir andlega vanlíðan bænda sem má oft rekja til þess að ekki hafi verið vandað til verka við kynslóðaskiptin.
Mynd / Markus Säynevirta – Wikimedia Commons
Utan úr heimi 7. desember 2023

Mistök við kynslóðaskipti oft uppspretta vanlíðanar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Bændasamtökin í Finnlandi (MTK) þróa nú verkefni sem mun taka á andlegum hliðum kynslóðaskipta á bújörðum.

Meri Remes. Mynd / MTK

Upp úr 2016 byrjaði MTK á verkefni sem miðaði að því að bæta geðheilbrigði bænda. Meri Remes, aðalráðgjafi ungra bænda hjá MTK, segir að fljótlega hafi komið í ljós að andlegt álag bænda megi oft rekja til þess að hinar félagslegu hliðar hafi verið vanræktar við kynslóðaskiptin. Finnar búi við mjög gott kerfi þegar komi að hinum skattalegu og lagalegu hliðum við jarðakaup og vinnur MTK nú að því að koma upp neti ráðgjafa sem geti haldið utan um sálrænu hliðina.

Meri segir stöðu margra bænda vera slæma, bæði fjárhagslega og félagslega. Sjálfsmorð og andleg veikindi séu tíð og margir af þeim illa settu hugsi órökrétt, eins og að ef fjárfest sé í tilteknu tæki fyrir búið sé hægt að losa sig við eiginkonuna. Þetta sé ekki bara spurning um vanlíðan manneskjunnar, heldur uppbyggingu fyrirtækisins.

Meira en skattar og verð

Tæknilegir ráðgjafar sem aðstoði við kynslóðaskipti átti sig ekki endilega á mikilvægi þess að aðilar ræði um meira en skatta og verð. Þeir geti óafvitandi leitt fjölskyldur inn í aðstæður sem verði til þess að þau geti ekki setið saman yfir hátíðarkvöldverði. „Að taka við búi er svakaleg lífsstílsbreyting og ef þú ert illa undirbúinn ertu kannski að segja já við einhverju sem þú vilt ekki. Svo ertu að lifa við það tíu árum síðar og þá er vanlíðanin orðin hræðileg og of seint að fara aftur yfir það sem er búið að semja um,“ segir Meri.

Ekki sé sjálfsagt að bændur geti sleppt höndunum af ævistarfinu sem geti hindrað eðlilega uppbyggingu fyrirtækisins. „Við viljum koma í veg fyrir þessa árekstra með því að gera hlutina betur frá upphafi.“ Þetta snúist ekki bara um þá sem eru að selja eða kaupa, heldur þurfi öll fjölskyldan að hafa færi á að taka þátt. Oft séu lausir endar sem verði ekki að vandamáli fyrr en eitthvað kemur upp á, til dæmis þegar foreldrarnir falla frá. Með því að semja um alla hluti frá upphafi og halda öllum upplýstum sé hægt að fyrirbyggja illdeilur og kærur milli fjölskyldumeðlima.

Ójöfn valdastaða umsemjenda

Þeir sem eru að selja bújarðirnar eru oft búnir að undirbúa það í mörg ár. Síðan kemur afkomandinn sem ætlar að kaupa óundirbúinn að borðinu sem leiði af sér ójafna valdastöðu milli aðila.

Meri segir fátt fólk vera með meiri fordóma fyrir hvert öðru en fjölskyldumeðlimir. „Þú ert löngu búinn að ákveða hvað hinn ætlar að segja þrátt fyrir að þið séuð ekki búin að ræða þetta.“ Þetta geti skapað aðstæður þar sem fólk ætlar öðrum að gera eitthvað, án þess að vera búið að biðja viðkomandi um það.

Meri segir mikilvægt að taka fram í samningnum að aðilar setjist aftur að borðinu eftir fyrir fram ákveðinn tíma. Þá sé hægt að ávarpa ágreiningsatriði með formlegum hætti í staðinn fyrir að byggja upp gremju og ósætti.

Þá geti verið mikill fengur í því að fá utanaðkomandi aðila til að fylgjast með hvort staðið sé við öll ákvæði samninganna, en það sé eitthvað sem hafi ekki verið til áður.

Öðruvísi lausnir til

Sérfræðingar MTK sjái oft tilfelli þar sem fólk kaupir jarðir af foreldrum sínum til þess eins að gefa þeim kost á að fara á eftirlaun. Því berjist bændasamtökin fyrir því að innleiða svokallað „Land Mobility Service“ kerfi eins og tíðkast á Írlandi. Þar starfi þjónusta sem miðli landi og gefi landlitlum bændum möguleika á að auka sitt ræktarland án þess að fara í dýrar fjárfestingar. Landeigendur geti þá aflað tekna af jörðinni á sama tíma og þau minnki við sig í búskap.

Kerfið sé jafnframt farvegur til þess að ungt fólk geti leigt búrekstur af vandalausum eldri bændum sem vilji minnka við sig. Þetta minnki pressuna á að börn þurfi að taka við af foreldrum sínum og gefur þeim færi á að kaupa búreksturinn síðar þegar þau séu tilbúin.

Tvö finnsk bændasamtök

Í Finnlandi eru tvenn bændasamtök, annars vegar MTK og hins vegar SLC. Það fyrrnefnda sinnir finnskumælandi hluta landsins og eru níutíu prósent bænda félagsmenn í þeim, á meðan það síðarnefnda starfar í héruðum sænskumælandi minnihlutans. Þessi aðskilnaður hefur skapast vegna gamallar hefðar, en samtökin eiga í miklu samstarfi sín á milli og eru höfuðstöðvarnar steinsnar frá hvor annarri. MTK er skammstöfun fyrir Maa- ja metsätaloustuottajain Keskusliitto sem má þýða sem „Félag bænda og skógareigenda“.

Meri hefur sterk tengsl við Ísland, en hún var vinnukona í Keldudal í Skagafirði í tvö sumur og lærði reiprennandi íslensku á þeim tíma.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...