Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Przewalski-hestur
Przewalski-hestur
Mynd / Ludovic Hirlimann, Wikimedia Commons
Utan úr heimi 26. júní 2024

Endurkoma villtra hesta

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Nýlega var sjö hestum af Przewalski-kyni sleppt á hásléttum Kasakstans. Þeir komu úr dýragörðum í Berlín og Prag.

Przewalski-hesturinn, sem var á barmi útrýmingar á sjöunda áratugnum, er talinn síðasta villta tegund hesta sem eftir er. Tegundin hvarf frá Kasakstan fyrir 200 árum, en um 1.500 Przewalski-hestar eru í Mongólíu. Til samanburðar eiga villtu Mustang-hestarnir í Norður- Ameríku rætur sínar að rekja til taminna hrossa. Frá þessu er greint í The Guardian.

Áður var þessi tegund algeng á hásléttum Mið-Asíu. Talið er að maðurinn hafi fyrst tamið hest á þessum slóðum fyrir um 5.500 árum. Vitað er til þess að menn hafi byrjað að nytja hesta í Norður- Kasakstan tvö þúsund árum áður en elstu heimildir vitna um slíkt í Evrópu.

Eins og áður segir var nánast búið að þurrka út stofn Przewalski- hestsins um miðja síðustu öld. Það var meðal annars vegna þess að hann var veiddur til matar og hjarðirnar tvístruðust við uppbyggingu vegakerfis.

Dýragarðurinn í Prag hefur áður tekið þátt í sambærilegu verkefni, en árið 2011 voru Przewalski-hestar fluttir til Mongólíu. Eftir nokkur flug með hesta þangað á fimm árum er talið að stofninn hafi náð ákveðnum stöðugleika. Þá munu þýskir og tékkneskir dýragarðar fljúga með fjörutíu hross til Kasakstan á næstum fimm árum.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...