Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
MAST verður nú að taka aftur til meðferðar heimild til innflutnings á trjábolum.
MAST verður nú að taka aftur til meðferðar heimild til innflutnings á trjábolum.
Mynd / Mathias Reding
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðvað innflutning á trjábolum.

Málavöxtu má rekja til þess er MAST hafnaði beðni PCC BakkaSilicon hf. um heimild fyrir innflutningi á trjábolum með berki, frá Póllandi, með þeim rökum að varningurinn samanstæði af villtum plöntum sem safnað væri á víðavangi.

Stofnunin hélt því fram að nytjaskógur teldist ekki sem ræktun við sýrðar aðstæður og því fengist ekki fullkomin vitneskja um möguleg sníkjudýr, veirur, sveppi og bakteríur sem gætu fylgt sendingunum.

PCC BakkiSilicon hf. kærði túlkun MAST til matvælaráðuneytisins þar sem heilbrigðisvottorð fylgdu sendingunni og að ekki væri hægt að skilgreina trjábolina sem „villtar plöntur sem safnað væri á víðavangi“.

Ráðuneytið felldi úr gildi úrskurð MAST og hefur falið stofnuninni að taka málið til meðferðar að nýju þar sem heilbrigðisvottorð væru til staðar og að ekkert hafi komið fram sem gæti bent til að þau uppfylli ekki kröfur.

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram
Fréttir 29. mars 2023

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram

Fimm þingmenn úr fjórum þingflokkum lögðu á dögunum fram frumvarp til laga um br...

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti
Fréttir 29. mars 2023

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti

Í heimsókn sinni til Íraks á dögunum færði Birgir Þórarinsson alþingismaður land...

Endurheimt vistkerfa
Fréttir 29. mars 2023

Endurheimt vistkerfa

Mossy earth er alþjóðleg hreyfing um endurreisn vistkerfa sem er fjármögnuð með ...

Tillaga um dýravelferðarstofu
Fréttir 29. mars 2023

Tillaga um dýravelferðarstofu

Þann 14. mars stóð Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) fyrir málþingi um stöðu dýra...

Landbúnaðarklasinn lagstur í dvala
Fréttir 28. mars 2023

Landbúnaðarklasinn lagstur í dvala

Á aðalfundi Landbúnaðarklasans 9. mars var samþykkt að starfsemi hans yrði lögð ...

Blóðsjúgandi mítill fannst á villtum fugli
Fréttir 27. mars 2023

Blóðsjúgandi mítill fannst á villtum fugli

Fyrir skömmu greindist blóðsjúgandi mítill á smyrli sem fannst nær dauða en lífi...

Páskaútgáfa Bændablaðsins
Fréttir 27. mars 2023

Páskaútgáfa Bændablaðsins

Næsta tölublað Bændablaðsins kemur út 4. apríl, á þriðjudegi.

„Íslenskt lambakjöt“ fær upprunavottun
Fréttir 27. mars 2023

„Íslenskt lambakjöt“ fær upprunavottun

Evrópusambandið hefur nýlega samþykkt umsókn Icelandic lamb um að vörumerkið „Ís...