Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
MAST verður nú að taka aftur til meðferðar heimild til innflutnings á trjábolum.
MAST verður nú að taka aftur til meðferðar heimild til innflutnings á trjábolum.
Mynd / Mathias Reding
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðvað innflutning á trjábolum.

Málavöxtu má rekja til þess er MAST hafnaði beðni PCC BakkaSilicon hf. um heimild fyrir innflutningi á trjábolum með berki, frá Póllandi, með þeim rökum að varningurinn samanstæði af villtum plöntum sem safnað væri á víðavangi.

Stofnunin hélt því fram að nytjaskógur teldist ekki sem ræktun við sýrðar aðstæður og því fengist ekki fullkomin vitneskja um möguleg sníkjudýr, veirur, sveppi og bakteríur sem gætu fylgt sendingunum.

PCC BakkiSilicon hf. kærði túlkun MAST til matvælaráðuneytisins þar sem heilbrigðisvottorð fylgdu sendingunni og að ekki væri hægt að skilgreina trjábolina sem „villtar plöntur sem safnað væri á víðavangi“.

Ráðuneytið felldi úr gildi úrskurð MAST og hefur falið stofnuninni að taka málið til meðferðar að nýju þar sem heilbrigðisvottorð væru til staðar og að ekkert hafi komið fram sem gæti bent til að þau uppfylli ekki kröfur.

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...