Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Uppskeruhorfur góðar fyrir rótargrænmeti
Mynd / smh
Fréttir 28. ágúst 2023

Uppskeruhorfur góðar fyrir rótargrænmeti

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Axel Sæland, formaður deildar garðyrkjubænda hjá Bænda­samtökum Íslands, telur að upp­skera rótargrænmetis verði yfir meðallagi en segir að ræktendur blaðgrænmetis hafi mætt ýmsum vandamálum.

Axel segir að íslenskt grænmeti sé vinsæl vara hjá landsmönnum og nefnir því til stuðnings að uppskera síðasta árs stoppaði aldrei hjá birgjum heldur rann varan beint úr búðum, þó svo að framleiðslan hafi aukist lítillega milli ára.

„Uppskeruhorfur eru ásættanlegar, útlitið er þó bjartara hjá ræktendum rótargrænmetis - kartöflur, gulrætur og rófur - heldur en hjá ræktendum blaðgrænmetis – salat, kál og matjurta.“

Rótargrænmeti yfir meðallagi

Axel telur að uppskera á kartöflum, rófum og gulrótum verði yfir meðal- lagi í ár. „Bændur sunnanlands fengu hlýjan og sólríkan júlímánuð eftir rigningar í maí og júní. Það gerði því mönnum erfitt fyrir að setja niður í vor en kom svo að góðum notum, hve blautur jarðvegurinn var, í þurrkunum í júlí og garðarnir sveltu ekki. Þessu var öfugt farið á norður- og austurlandi þar sem vorið var gott en júlímánuður dræmari, en þeir bera sig líka vel.“

Útlitið er því gott hvað varðar uppskeru rótargrænmetis en Axel bendir á að aðaluppskerutíminn sé ekki fyrr en í september og mesti áhættutíminn sé framundan. „Það skiptir miklu máli, sérstaklega fyrir kartöflur, að ekki komi næturfrost fram að uppskeru, né miklar rigningar vegna hættu á myglu.“

Vandamál við ræktun blaðgrænmetis

Ræktendur blaðgrænmetis, þá helst káltegunda, hafa hinsvegar átt við ýmis vandamál að etja.

„Hér sunnanlands var vorið blautt eftir miklar rigningar sem gerir það að verkum að skilyrðin voru ekki góð þegar byrjað var að setja niður.

Í byrjun júlí fór svo sólin að skína, sem allir voru ánægðir með til að byrja með, en svo fór að bera á þurrkum í lok júlí. Ræktendur voru misvel í stakk búnir til að takast á við þurrkana, sumir höfðu vökvunarbúnað en aðrir ekki og uppskeran verður eftir því.“

Útlit er því fyrir að uppskera blaðgrænmetis verði undir meðallagi en bændur eru þó ekki búnir að gefa upp alla von ennþá þar sem aðeins er farið að bera á vætu.

Í heildina telur Axel því að uppskeruhorfur séu ásættanlegar og vonar að íslenskir neytendur taki uppskerunni fagnandi líkt og áður.

Skylt efni: uppskera | rótargrænmeti

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...