Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Matvælaskortur horfir við íbúum Norður-Kóreu.
Matvælaskortur horfir við íbúum Norður-Kóreu.
Mynd / AP
Fréttir 23. ágúst 2017

Uppskerubrestur í Norður-Kóreu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Langvarandi þurrkur í Norður-Kóreu er að valda uppskerubresti á undirstöðu fæðutegundum á meginuppskerutíma ársins.
 
Hrísgrjón, maís, kartöflur og sojabaunir liggja undir skemmdum og horfir því í versnandi matvælaöryggi.
 
Árstíðarbundin úrkoma frá aprílmánuði fram í júní hefur verið langt undir landsmeðaltölum, og ívið lægri en árið 2001 þegar kornframleiðsla hrundi sem olli því að stór hluti þjóðarinnar upplifði fæðuskort. 
 
Mikill þurrkur í byrjun árs hafði einnig áhrif á fyrri uppskeru ársins en samkvæmt tölum Matvælastofnunnar sameinuðu þjóðanna (FAO) var hveiti, bygg og kartöfluuppskera 30% minni en árið 2016.
 
Skjótra viðbragða er þörf samkvæmt frétt Matvælastofnunnarinnar og mikilvægt að bændur fái viðeigandi aðstoð í tíma en nauðsynlegt þykir m.a. að uppfæra áveitukerfi landbúnaðarsvæða til að auka aðgengi vatns að þeim. 
 
Þó verður ekki hjá því komist að landið þurfi að flytja inn meiri matvæli til að tryggja nægt framboð. Mun þetta aðeins vera ein af mörgum ástæðu þess að efla þurfi ræktun tegunda sem þola betur þurrk og efla viðnám við breyttum umhverfisaðstæðum.
Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...

Áburðareftirlit Mast árið 2021
Fréttir 18. janúar 2022

Áburðareftirlit Mast árið 2021

Á árinu 2021 fluttu 24 fyrirtæki inn áburð og jarðvegsbætandi efni alls 368 tegu...

Endurnýja starfsleyfi Ísteka
Fréttir 18. janúar 2022

Endurnýja starfsleyfi Ísteka

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á starfsleyfi Ísteka ehf. Í star...

Stórátak í riðuarfgerðagreiningum
Fréttir 18. janúar 2022

Stórátak í riðuarfgerðagreiningum

Mikil gerjun hefur átt sér stað á síðustu misserum í málum tengdum rannsóknum á ...

Mikil aukning í ræktun á vínviði og vínframleiðslu
Fréttir 18. janúar 2022

Mikil aukning í ræktun á vínviði og vínframleiðslu

Ræktun á vínviði og vínframleiðsla á Bretlandseyjum hefur aukist mikið undanfari...

Stjórnlaus skógareyðing
Fréttir 17. janúar 2022

Stjórnlaus skógareyðing

Þrátt fyrir allt tal stjórnvalda í Brasilíu um verndun skóga sýna loftmyndir að ...

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum
Fréttir 17. janúar 2022

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum

Sex einstaklingar fundust fyrir skemmstu með tiltekna verndandi arfgerð (ARR) ge...