Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Matvælaskortur horfir við íbúum Norður-Kóreu.
Matvælaskortur horfir við íbúum Norður-Kóreu.
Mynd / AP
Fréttir 23. ágúst 2017

Uppskerubrestur í Norður-Kóreu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Langvarandi þurrkur í Norður-Kóreu er að valda uppskerubresti á undirstöðu fæðutegundum á meginuppskerutíma ársins.
 
Hrísgrjón, maís, kartöflur og sojabaunir liggja undir skemmdum og horfir því í versnandi matvælaöryggi.
 
Árstíðarbundin úrkoma frá aprílmánuði fram í júní hefur verið langt undir landsmeðaltölum, og ívið lægri en árið 2001 þegar kornframleiðsla hrundi sem olli því að stór hluti þjóðarinnar upplifði fæðuskort. 
 
Mikill þurrkur í byrjun árs hafði einnig áhrif á fyrri uppskeru ársins en samkvæmt tölum Matvælastofnunnar sameinuðu þjóðanna (FAO) var hveiti, bygg og kartöfluuppskera 30% minni en árið 2016.
 
Skjótra viðbragða er þörf samkvæmt frétt Matvælastofnunnarinnar og mikilvægt að bændur fái viðeigandi aðstoð í tíma en nauðsynlegt þykir m.a. að uppfæra áveitukerfi landbúnaðarsvæða til að auka aðgengi vatns að þeim. 
 
Þó verður ekki hjá því komist að landið þurfi að flytja inn meiri matvæli til að tryggja nægt framboð. Mun þetta aðeins vera ein af mörgum ástæðu þess að efla þurfi ræktun tegunda sem þola betur þurrk og efla viðnám við breyttum umhverfisaðstæðum.
Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn
Fréttir 6. desember 2021

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða h...

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...