Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ráðgjöf ICES byggir á mælingum á stærð ókynþroska hluta loðnustofnsins, eins og tveggja ára.
Ráðgjöf ICES byggir á mælingum á stærð ókynþroska hluta loðnustofnsins, eins og tveggja ára.
Fréttir 31. janúar 2022

Upphafsráðgjöf ICES loðnuveiða er 400.000 tonn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur birt upphafsráðgjöf um veiðar á loðnu á vertíðinni 2022/23. Ráðgjöfin hljóðar upp á 400 þúsund tonn, sem er í samræmi við gildandi aflareglu strandríkja að stofninum.

Á vef Hafrannsóknastofnunar segir að ráðgjöfin byggist á mæl­ingum á stærð ókynþroska hluta loðnustofnsins, eins og tveggja ára, í september síðastliðnum í leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar og systurstofnunar hennar á Grænlandi. Samtals mældust um 130 mill­jarðar af ókynþroska eins og tveggja ára loðnu sem er nægjanlegt magn til að gefa hámarks upphafsráðgjöf sem aflareglan leyfir, eða 400 þúsund tonn. Þetta er sama upphafsráðgjöf og ICES gaf fyrir ári síðan fyrir núverandi vertíð en þá var vísitalan 146 milljarðar.

Ráðgjöf verður endurskoðuð að loknum mælingum á þessum hluta stofnsins sem fyrirhugaðar eru í september 2022.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...