Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður Búgreinadeildar kúabænda, NautBÍ.
Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður Búgreinadeildar kúabænda, NautBÍ.
Mynd / ghp
Fréttir 29. mars 2022

Uppbygging og efling Bændasamtakanna megináhersla

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

„Nautgriparæktin stendur frammi fyrir fjölmörgum áskorunum. Líkt og aðrar búgreinar erum við uggandi yfir stöðu mála á tímum heimsfaraldurs og stríðsátaka í Evrópu. Búgreinin hefur nú þegar fundið fyrir hækkunum aðfanga og óvissu um hvað næstu mánuðir og ár bera í skauti sér. Það er því aðkallandi að við tryggjum sanngjarna afkomu bænda, förum af fullri alvöru að vinna að aukinni sjálfbærni landbúnaðarins og tryggjum greininni sanngjarnt starfsumhverfi með regluverki og tollasamningum,“ segir Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður Búgreinadeildar kúabænda, NautBÍ.

Deildin sendir nokkrar tillögur á Búnaðarþing sem samþykktar voru á Búgreinaþingi nautgripabænda. „Tillögurnar snúa að uppbyggingu Bændasamtakanna og öðrum málum sem snerta landbúnaðinn allan, þá einna helst fjármögnun hans og innviði,“ segir Herdís Magna. „Okkar megináherslur núna felast kannski helst í því að við náum að byggja upp og efla Bændasamtökin svo að þau geti sinnt því mikla og mikilvæga starfi sem felst í hagsmunagæslu landbúnaðarins.“

Herdís Magna segir að nauta­bændur séu þegar farnir að undirbúa næstu endurskoðun búvörusamninga en sú vinna mun vega þungt á þessu ári. „Nautgriparæktin stefnir að því að verða kolefnishlutlaus fyrir árið 2040. Við erum komin af stað í aðgerðum á búunum sjálfum með þátttöku kúabænda í verkefninu um loftslagsvænan landbúnað og stefnum á að vinna ótrauð áfram að þessu markmiði okkar,“ segir Herdís Magna.

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...