Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður Búgreinadeildar kúabænda, NautBÍ.
Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður Búgreinadeildar kúabænda, NautBÍ.
Mynd / ghp
Fréttir 29. mars 2022

Uppbygging og efling Bændasamtakanna megináhersla

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

„Nautgriparæktin stendur frammi fyrir fjölmörgum áskorunum. Líkt og aðrar búgreinar erum við uggandi yfir stöðu mála á tímum heimsfaraldurs og stríðsátaka í Evrópu. Búgreinin hefur nú þegar fundið fyrir hækkunum aðfanga og óvissu um hvað næstu mánuðir og ár bera í skauti sér. Það er því aðkallandi að við tryggjum sanngjarna afkomu bænda, förum af fullri alvöru að vinna að aukinni sjálfbærni landbúnaðarins og tryggjum greininni sanngjarnt starfsumhverfi með regluverki og tollasamningum,“ segir Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður Búgreinadeildar kúabænda, NautBÍ.

Deildin sendir nokkrar tillögur á Búnaðarþing sem samþykktar voru á Búgreinaþingi nautgripabænda. „Tillögurnar snúa að uppbyggingu Bændasamtakanna og öðrum málum sem snerta landbúnaðinn allan, þá einna helst fjármögnun hans og innviði,“ segir Herdís Magna. „Okkar megináherslur núna felast kannski helst í því að við náum að byggja upp og efla Bændasamtökin svo að þau geti sinnt því mikla og mikilvæga starfi sem felst í hagsmunagæslu landbúnaðarins.“

Herdís Magna segir að nauta­bændur séu þegar farnir að undirbúa næstu endurskoðun búvörusamninga en sú vinna mun vega þungt á þessu ári. „Nautgriparæktin stefnir að því að verða kolefnishlutlaus fyrir árið 2040. Við erum komin af stað í aðgerðum á búunum sjálfum með þátttöku kúabænda í verkefninu um loftslagsvænan landbúnað og stefnum á að vinna ótrauð áfram að þessu markmiði okkar,“ segir Herdís Magna.

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...