Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nýja hverfið mun byggja á þjónustu við ferðamenn með frístundahúsum, hóteli og fjöruböðum.
Nýja hverfið mun byggja á þjónustu við ferðamenn með frístundahúsum, hóteli og fjöruböðum.
Mynd / Aðsend
Fréttir 10. júní 2024

Uppbygging á Hauganesi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýlega undirrituðu sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar og forsvarsmenn einkahlutafyrirtækisins Ektabaða viljayfirlýsingu um uppbyggingu á Hauganesi í Eyjafirði.

Byggja á þrjátíu ný frístundahús í mismunandi stærðum, fjörutíu herbergja hótel og baðaðstöðu í fjörunni. Einnig verður tjaldsvæðið uppfært.

Nú þegar eru nokkrir heitir pottar á Hauganesi en nýju fjöruböðin munu rísa vestan við núverandi aðstöðu. Hönnun svæðisins mun áfram vísa til sjósóknar og siglingamenningar. Svæðið er um 10 hektara upp af Sandvíkurfjöru á Hauganesi. Undirbúningur og skipulagsvinna vegna framkvæmdanna eru nú þegar hafin og gera áætlanir ráð fyrir að megnið af þeim mannvirkjum sem áformuð eru verði risin árið 2029. Kostnaður við verkefnið er ekki gefinn upp.

„Mér líst mjög vel á verkefnið. Á Hauganesi hefur ferðaþjónusta verið mjög vaxandi. Því er það einstaklega ánægjulegt að sjá þessa uppbyggingu fara af stað, fyrir samfélagið, sveitarfélagið og Eyjafjörð allan. Nú þegar heimsækir fjöldi ferðamanna Hauganes heim, m.a. til að stunda sjósund og fara í heitu pottana, og er að mínu mati mjög tímabært að fara í uppbyggingu sem þessa til þess að stýra aðgangi að svæðinu. Þetta er einstakur áfangastaður og hefur sérstöðu hvað varðar baðflóru okkar Íslendinga. Sandvíkin er mjög skjólsæl og veður alltaf gott,“ segir Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar.

Hún er sannfærð um að nýja uppbyggingin muni auka aðdráttarafl Hauganess enda í fallegu umhverfi með mikið útsýni.

Skylt efni: Hauganes

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...