Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Nýja hverfið mun byggja á þjónustu við ferðamenn með frístundahúsum, hóteli og fjöruböðum.
Nýja hverfið mun byggja á þjónustu við ferðamenn með frístundahúsum, hóteli og fjöruböðum.
Mynd / Aðsend
Fréttir 10. júní 2024

Uppbygging á Hauganesi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýlega undirrituðu sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar og forsvarsmenn einkahlutafyrirtækisins Ektabaða viljayfirlýsingu um uppbyggingu á Hauganesi í Eyjafirði.

Byggja á þrjátíu ný frístundahús í mismunandi stærðum, fjörutíu herbergja hótel og baðaðstöðu í fjörunni. Einnig verður tjaldsvæðið uppfært.

Nú þegar eru nokkrir heitir pottar á Hauganesi en nýju fjöruböðin munu rísa vestan við núverandi aðstöðu. Hönnun svæðisins mun áfram vísa til sjósóknar og siglingamenningar. Svæðið er um 10 hektara upp af Sandvíkurfjöru á Hauganesi. Undirbúningur og skipulagsvinna vegna framkvæmdanna eru nú þegar hafin og gera áætlanir ráð fyrir að megnið af þeim mannvirkjum sem áformuð eru verði risin árið 2029. Kostnaður við verkefnið er ekki gefinn upp.

„Mér líst mjög vel á verkefnið. Á Hauganesi hefur ferðaþjónusta verið mjög vaxandi. Því er það einstaklega ánægjulegt að sjá þessa uppbyggingu fara af stað, fyrir samfélagið, sveitarfélagið og Eyjafjörð allan. Nú þegar heimsækir fjöldi ferðamanna Hauganes heim, m.a. til að stunda sjósund og fara í heitu pottana, og er að mínu mati mjög tímabært að fara í uppbyggingu sem þessa til þess að stýra aðgangi að svæðinu. Þetta er einstakur áfangastaður og hefur sérstöðu hvað varðar baðflóru okkar Íslendinga. Sandvíkin er mjög skjólsæl og veður alltaf gott,“ segir Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar.

Hún er sannfærð um að nýja uppbyggingin muni auka aðdráttarafl Hauganess enda í fallegu umhverfi með mikið útsýni.

Skylt efni: Hauganes

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...