Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Styrkir úr Landbótasjóði runnu til vinnu á rétt tæpum sjö þúsund hekturum lands, sem er það mesta síðan sjóðurinn tók til starfa.
Styrkir úr Landbótasjóði runnu til vinnu á rétt tæpum sjö þúsund hekturum lands, sem er það mesta síðan sjóðurinn tók til starfa.
Fréttir 3. apríl 2018

Unnið á tæplega sjö þúsund hekturum

Höfundur: Vilmundur Hansen
Landbótasjóður Landgræðsl­unnar úthlutar árlega styrkjum til bænda og annarra umráðahafa lands til verkefna er snúa að stöðvun jarðvegsrofs, endurheimt gróðurs og jarðvegs. Unnið var á tæpum sjö þúsund hekturum á síðasta ári sem er það mesta frá því að sjóðurinn tók til starfa.
 
Árið 2017 bárust 90 umsóknir í sjóðinn en styrkur var veittur til 87 verkefna. Landbótasjóður var settur á fót árið 2003.
 
Á heimasíðu Landgræðslunnar segir að á vegum sjóðsins hafi á síðasta ári verið úthlutað 64,4 milljónum króna í formi beinna styrkja auk 9,3 milljóna króna í formi fræs sem var afhent styrkþegum. Heildarstyrkur reyndist því vera 74,8 milljónir króna. Landgræðslan, umhverfisráðuneytið og Framleiðnisjóður landbúnaðarins lögðu sjóðnum til fjármagn.
 
Ef verkefni eru umreiknuð í flatamál kemur í ljós að þau jukust verulega á árunum 2016 og 2017 samanborið við árin á undan, en framlög í sjóðinn hækkuðu á liðnu ári. Á árinu 2017 var unnið á 6.998 hekturum, sem er það mesta frá því að sjóðurinn tók til starfa. Á síðasta ári dreifðu styrkþegar tæplega 1.000 heyrúllum á land sitt og gróðursettu um 32.000 trjáplöntur. 
Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...