Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Bolli gerður úr erfðaefnisplasti.
Bolli gerður úr erfðaefnisplasti.
Fréttir 5. janúar 2022

Umhverfisvænt plast úr sæði laxa

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Kínverskir vísinda­menn hófu á dögunum fram­leiðslu niðurbrjótanlegs plastefnis gerðu úr sæði laxa og sjá fyrir sér áframhaldandi vinnslu þess er gæti leyst óþarfa plastúrgang af hólmi.

Með því að blanda saman vatni, jurtaolíu og hluta erfðaefnis laxins tókst þeim að mynda gel-líkt plast (hydrogel) sem notar 97% minni kolefnislosun við framleiðslu en plast sem unnið er úr jarðolíu. Plastið er hægt að móta á ýmsa vegu áður en það er frostþurrkað í endanlegt form sitt. Plastið býður þó eins og er upp á frekar takmarkaða notkun, má hvorki blotna né er hægt að húða það vatnsheldu efni því það gerir endurvinnslu erfitt fyrir. Þeir sem að rannsókninni standa sjá fyrir sér að hægt væri að nýta plastið í smáhluti rafeindatækja þar sem þau þurfa að haldast þurr fremur en annað. Einnig gæti það mögulega verið notað sem umbúðaefni.

Rannsóknin sýnir að þarna er notast við efni endurnýjanlegra auðlinda sem framleitt er á umhverfisvænan hátt, hefur langan líftíma ef rétt er með farið og auðvelt í endurvinnslu, sögðu vísindamennirnir í samtali við Journal of American Chemical Society. Reyndar tóku þeir fram að þó þarna væri um að ræða jákvæða vinnslu efnis væri fjöldaframleiðsla DNA í þeim mælikvarða sem þyrfti til að DNA plast yrði raunhæfur valkostur afar krefjandi – en þó ekki ómögulegt. Það sem meira er, plastið þarf ekki að vera eingöngu úr laxasæði. Önnur náttúruleg efni eins og ávextir og þörungar myndu virka alveg eins vel.

Eins og er framleiðir mannkynið um 400 milljónir tonna af plasti árlega þar sem aðeins um 9% af plastúrganginum fara í endurvinnslu. Hluti plastsins er óniðurbrjótanlegur og síast inn í bæði drykkjarvatn og mat auk þess að menga náttúruna þar sem það er ábyrgt fyrir dauða einni milljón fugla og 100.000 sjávarspendýra árlega.

Vísindamennirnir eru því vongóðir um að vinnsla umhverfisvæns plasts geti hugsanlega leyst okkar alþjóðlega vandamál. Þangað til mun plastneysla um allan heim halda áfram að skaða umhverfið, drepa dýr og leka út í matvæli og vatn.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...