Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Bolli gerður úr erfðaefnisplasti.
Bolli gerður úr erfðaefnisplasti.
Fréttir 5. janúar 2022

Umhverfisvænt plast úr sæði laxa

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Kínverskir vísinda­menn hófu á dögunum fram­leiðslu niðurbrjótanlegs plastefnis gerðu úr sæði laxa og sjá fyrir sér áframhaldandi vinnslu þess er gæti leyst óþarfa plastúrgang af hólmi.

Með því að blanda saman vatni, jurtaolíu og hluta erfðaefnis laxins tókst þeim að mynda gel-líkt plast (hydrogel) sem notar 97% minni kolefnislosun við framleiðslu en plast sem unnið er úr jarðolíu. Plastið er hægt að móta á ýmsa vegu áður en það er frostþurrkað í endanlegt form sitt. Plastið býður þó eins og er upp á frekar takmarkaða notkun, má hvorki blotna né er hægt að húða það vatnsheldu efni því það gerir endurvinnslu erfitt fyrir. Þeir sem að rannsókninni standa sjá fyrir sér að hægt væri að nýta plastið í smáhluti rafeindatækja þar sem þau þurfa að haldast þurr fremur en annað. Einnig gæti það mögulega verið notað sem umbúðaefni.

Rannsóknin sýnir að þarna er notast við efni endurnýjanlegra auðlinda sem framleitt er á umhverfisvænan hátt, hefur langan líftíma ef rétt er með farið og auðvelt í endurvinnslu, sögðu vísindamennirnir í samtali við Journal of American Chemical Society. Reyndar tóku þeir fram að þó þarna væri um að ræða jákvæða vinnslu efnis væri fjöldaframleiðsla DNA í þeim mælikvarða sem þyrfti til að DNA plast yrði raunhæfur valkostur afar krefjandi – en þó ekki ómögulegt. Það sem meira er, plastið þarf ekki að vera eingöngu úr laxasæði. Önnur náttúruleg efni eins og ávextir og þörungar myndu virka alveg eins vel.

Eins og er framleiðir mannkynið um 400 milljónir tonna af plasti árlega þar sem aðeins um 9% af plastúrganginum fara í endurvinnslu. Hluti plastsins er óniðurbrjótanlegur og síast inn í bæði drykkjarvatn og mat auk þess að menga náttúruna þar sem það er ábyrgt fyrir dauða einni milljón fugla og 100.000 sjávarspendýra árlega.

Vísindamennirnir eru því vongóðir um að vinnsla umhverfisvæns plasts geti hugsanlega leyst okkar alþjóðlega vandamál. Þangað til mun plastneysla um allan heim halda áfram að skaða umhverfið, drepa dýr og leka út í matvæli og vatn.

Stjórnvaldssekt staðfest
Fréttir 20. maí 2024

Stjórnvaldssekt staðfest

Bændur á Vesturlandi telja jafnræðis ekki hafa verið gætt þegar Matvælastofnun (...

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...