Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Um 773 þúsund kjúklingar framleiddir á 27 búum
Mynd / Jón Eiríksson
Fréttir 2. september 2015

Um 773 þúsund kjúklingar framleiddir á 27 búum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Samkvæmt tölum MAST voru alifuglar taldir vera 1.205.212  á árinu 2014 miðað við nýjar reikniforsendur stofnunarinnar. Er það gjörbreytt tala frá árinu 2013 þegar alifuglar voru einungis taldir vera 220.518.

Nýjustu tölur um fjölda alifugla á árinu 2014 eru því með allt öðrum og að því er virðist raunsærri hætti en fyrri tölur og er talan um 1.205.212 fugla útskýrð sem talning á fjölda fuglastæða. 

773.200 kjúklingar

Á árinu voru aldir kjúklingar í samtals 85 húsum á 27 búum. Voru 773.200 kjúklingar ræktaðir í þessum búum. Kjúklingaframleiðsla jókst á árinu, kjúklingaeldi hófst á einu nýju kjúklingabúi með tveimur eldishúsum og bætt var við tveimur nýjum eldishúsum á öðru búi. Í fyrsta skipti í mörg ár voru aldir kjúklingar með aðgang að útisvæði í tveimur eldishúsum á liðnu ári.

Kjúklingaræktin er umfangsmest í Suðurumdæmi, eða sem nemur 292.000 fuglum. Suðvesturumdæmi kemur þar fast á eftir með 219.300 fugla, en síðan kemur Vesturumdæmi með 172.800 kjúklinga. 

12 þúsund kalkúnar

Kalkúnar eru aldir hjá einum framleiðanda á 5 búum í 9 eldishúsum í Suðvestur- og Suðurumdæmi. Kalkúnar töldust 12.000 samkvæmt upplýsingum MAST og stofnfuglar samtals 800. 

220 þúsund varphænur

Á árinu voru framleidd neysluegg til dreifingar á 13 varphænsnabúum í samtals 44 varphúsum með húsplássi fyrir alls 220.000 varphænur. Í 20 þessara húsa eru hænurnar haldnar á gólfi, eða 28% allra varphæna. 72% varphæna á landinu eru því haldnar í hefðbundnum búrum. 

Suðvesturumdæmi ber höfuð og herðar yfir önnur umdæmi í eggjaframleiðslunni með 179.500 varphænur. Þar á eftir kemur Suðurumdæmi með 21.500 varphænur. 

Leyfum fjölgar

Á árinu var einu nýju varphænsnabúi með einu varphúsi veitt leyfi til frumframleiðslu eggja, auk þess fengu tvö ný varphús á öðru varphænsnabúi leyfi til frumframleiðslu eggja. 

Ekki er búið að skilgreina í reglugerð á síðasta ári hvaða starfsemi krefst úttektar áður en starfsemin hefst skv. lögum nr. 55/2014 um velferð dýra. Þess vegna getur MAST ekki upplýst um úttektir á fyrirhugaðri starfsemi með alifuglum skv. lögum um velferð dýra. Í henni koma ekki fram ákvæði um lágmarkskröfur fyrir fullorðnar varphænur sem eru haldnar á gólfi. Matvælastofnun hefur þó gert kröfur um hámarksþéttleika og aðra velferðarþætti skv. tilskipun 1999/74/EC um vernd varphænsna, en tilskipunin er ekki innleidd hérlendis. 

Fjöldi fuglastæða í lausagönguhúsum varphæna miða við fyrrgreinda tilskipun.

Á árinu voru starfræktar 12 eggjapökkunarstöðvar á jafnmörgum varphænsnabúum. Eitt fyrirtæki er að auki með leyfi til vinnslu á eggjum.

Gjörbreytt mynd

Í starfsskýrslu MAST fyrir árið 2014 er dregin upp talsvert önnur mynd af alifuglaræktinni en fram komu í tölum stofnunarinnar í fyrra. Þá kom fram að alifuglum hafði þá fækkað um þriðjung milli ára eða úr 322.021 fugli frá árinu 2012 í 220.518 eins og áður segir. Þar skipti mestu máli mikil fækkun varphænsna og holdahænsna. Þá kom einnig fram í tölum MAST í fyrra að andaeldi hafði snarminnkað, gæsaeldi var ekki svipur hjá sjón á meðan kalkúnaeldi jókst aðeins.

Íslendingar kenna Bretum að verjast kampýlóbakter

Breska matvælastofnunin FSA hefur sett á laggirnar vinnuhóp með það að markmiði að lækka tíðni kampýlóbaktersmits í kjúklingum í Bretlandi. Þar hefur ekki tekist að lækka tíðni smitaðra hópa með bættum smitvörnum á búum þrátt fyrir margra ára tilraunir til þess. Dýralækni alifuglasjúkdóma á Íslandi var boðið til London í febrúar  til að halda erindi um stöðuna á Íslandi. Fræddi hann fundarmenn um íslenskar aðferðir til varnar því að kjúklingahópar smitist af kampýlóbakter. Árangurinn sem hefur náðst hér á landi vekur verðskuldaða athygli erlendis.

Skylt efni: kjúklingar og egg

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi
Fréttir 8. júní 2023

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi

Fjárveitingar til viðhalds á tveimur varnarlínum sauðfjársjúkdóma milli Miðfjarð...

Nýr lausapenni
Fréttir 8. júní 2023

Nýr lausapenni

Umfangsmeira Bændablað kallar á mannafla og er Þórdís Anna Gylfadóttir nýr liðsf...

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts
Fréttir 8. júní 2023

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts

Samdráttur í nautakjötsframleiðslu nú er afleiðing lægra afurðaverðs árið 2021 a...

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá
Fréttir 8. júní 2023

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá

Nú er ljóst að eina staðfesta riðuveikitilfellið á Urriðaá í Miðfirði var í kind...

Ályktað um innflutning og upprunamerkingar
Fréttir 8. júní 2023

Ályktað um innflutning og upprunamerkingar

Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga, sem haldinn var á Sauðárkróki þann 6. júní s...

Eftirmál riðuveiki
Fréttir 8. júní 2023

Eftirmál riðuveiki

Sauðfjárbændurnir á Urriðaá og Bergsstöðum í Miðfirði standa saman í erfiðum sam...

Óvissa um starfsemi BÍL
Fréttir 7. júní 2023

Óvissa um starfsemi BÍL

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga (BÍL) lýsir yfir vonbrigðum með drátt ...

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...