Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Um 1.200 til 1.400 tonn af svína- og kjúklingakjöti hafa safnast upp
Fréttir 13. maí 2015

Um 1.200 til 1.400 tonn af svína- og kjúklingakjöti hafa safnast upp

Höfundur: Vilmundur Hansen

Miklar birgðir af kjúklinga- og svínakjöti safnast upp í landinu vegna verkfalla BHM. Gera má ráð fyrir að magnið verði milli 1.200 og 1.400 tonn í lok vikunnar. Verkfall dýralækna hófst 20. apríl og stendur enn.

„Svínabændur fengu undanþágu til að slátra í frost í síðustu viku og sú undanþága hefur náð fram í þessa viku. Eftir undanþáguna sem nú er í gildi á ég ekki von á að það verði slátrað meira í frost. Vandi svínabænda er orðinn það mikill að áframhaldandi undanþága til að slátra og frysta kjötið hefur orðið lítið að segja. Framleiðendur eru ekki að fá neinar tekjur og velferð dýranna er í húfi,“ segir Hörður Harðarson hjá Félagi svínabænda.

Dregur lögmæti skilmála á undanþágum í efa

Frystigeta framleiðenda svínakjöts er á þrotum og svo ber að hafa í huga að eignarhald á afurðunum er með mismunandi hætti eftir að dýrið fer í sláturhús. Sumir framleiðendur eiga kjötið alveg þangað til það fer á markað en í öðrum tilfellum verða eigendaskipti um leið og slátrun hefur farið fram.

Hörður dregur í efa lögmæti þess að leyfa undanþágur til slátrunar með því skilyrði að kjötið fari í frost og segir það mál í skoðun.

„Samkvæmt samantekt hafa safnast upp rúm 630 tonn af svínakjöti í landinu hvort sem við erum að tala um dýr á fæti eða kjöt í frystigeymslum,“ segir Hörður.

Jón Magnús Jónsson, bústjóri hjá Ísfugli, segir að kjúklinga­framleiðendur hafi fengið undanþágu til að slátra viku eftir að verkfall dýralækna hófst.

„Slátrunin er í takti og kjötið fer allt í frost og framleiðendur farnir að leigja frystipláss til að koma kjötinu fyrir.

Árleg framleiðsla á kjúklingakjöti er um 7.000 tonn, eða 135 tonn á viku. Verkfall dýralækna hefur staðið í á fjórðu viku en undanþága til slátrunar í frost fengist í um þrjár vikur. Því má gera ráð fyrir að 300 tonn af kjúklingakjöti hafi safnast í frystigeymslur vegna verkfallsins.

Höfum engar tekjur

„Magnið sem fer í frost eykst með hverjum deginum sem líður og á meðan höfum við engar tekjur og erum eins og steinar í vatni og getum ekkert gert. Ef verkfallið leysist ekki fljótlega liggur ekkert annað fyrir en að framleiðendur fari á hliðina með allar geymslur fullar af afurðum sem hægt væri að selja.

Hefðum skrifað undir hvað sem er

Í mínum huga eru verkfallsaðgerðir dýralækna að bitna þyngst á matvælaframleiðendum sem eru þriðji aðili og hafa í raun ekkert með deiluna að gera og enga aðkomu að samningunum. Undanþágan til að slátra er skilyrt því að afurðirnar fari í frost og satt best að segja hefðum við skrifað undir hvað sem er og jafnvel farið berrassaðir niður Laugaveginn til að geta haldið framleiðslunni áfram.“

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.