Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Á þessari tölvugerðu mynd frá Vegagerðinni má sjá nýju tvíbreiðu brúna og gömlu brúna, sem verður notuð sem reiðstígur yfir Stóru-Laxá.
Á þessari tölvugerðu mynd frá Vegagerðinni má sjá nýju tvíbreiðu brúna og gömlu brúna, sem verður notuð sem reiðstígur yfir Stóru-Laxá.
Fréttir 14. október 2021

Tvíbreið brú byggð yfir Stóru-Laxá

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Bergþóra Þorkels­dóttir, for­stjóri Vega­gerðarinnar, og Karl Andreassen, fram­kvæmda­stjóri Ístaks, skrifuðu nýlega undir verksamning um smíði brúar yfir Stóru-Laxá í Hruna­mannahreppi og Skeiða- og Gnúpverja­hreppi.

Verkið felst í byggingu tvíbreiðrar brúar yfir Stóru-Laxá, gerð nýs vegarkafla Skeiða- og Hrunamannavegar beggja vegna, breikkun vegamóta við Skarðsveg og við Auðsholtsveg og gerð reiðstígs.
Nýja brúin verður til hliðar við núverandi brú, staðsteypt, eftirspennt bitabrú, 145 m löng í fjórum höfum.

Lengd vegkafla er rúmlega 1.000 metrar og lengd reiðstígs rúmir 300 metrar.

Ístak bauð rúma 791 milljón króna í verkið sem var tæplega 82 prósent af áætluðum verktakakostnaði.

Tilgangur framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi m.a. með fækkun einbreiðra brúa, greiða fyrir umferð af hliðarvegum og auka öryggi hestamanna. Áætluð verklok eru fyrirhuguð 30. september 2022.

Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, og Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, sem skrifuðu undir og handsöluðu samninginn um nýju brúna yfir Stóru-Laxá. Mynd / Vegagerðin

Skylt efni: brýr | Stóra-Laxá

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...