Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Á þessari tölvugerðu mynd frá Vegagerðinni má sjá nýju tvíbreiðu brúna og gömlu brúna, sem verður notuð sem reiðstígur yfir Stóru-Laxá.
Á þessari tölvugerðu mynd frá Vegagerðinni má sjá nýju tvíbreiðu brúna og gömlu brúna, sem verður notuð sem reiðstígur yfir Stóru-Laxá.
Fréttir 14. október 2021

Tvíbreið brú byggð yfir Stóru-Laxá

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Bergþóra Þorkels­dóttir, for­stjóri Vega­gerðarinnar, og Karl Andreassen, fram­kvæmda­stjóri Ístaks, skrifuðu nýlega undir verksamning um smíði brúar yfir Stóru-Laxá í Hruna­mannahreppi og Skeiða- og Gnúpverja­hreppi.

Verkið felst í byggingu tvíbreiðrar brúar yfir Stóru-Laxá, gerð nýs vegarkafla Skeiða- og Hrunamannavegar beggja vegna, breikkun vegamóta við Skarðsveg og við Auðsholtsveg og gerð reiðstígs.
Nýja brúin verður til hliðar við núverandi brú, staðsteypt, eftirspennt bitabrú, 145 m löng í fjórum höfum.

Lengd vegkafla er rúmlega 1.000 metrar og lengd reiðstígs rúmir 300 metrar.

Ístak bauð rúma 791 milljón króna í verkið sem var tæplega 82 prósent af áætluðum verktakakostnaði.

Tilgangur framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi m.a. með fækkun einbreiðra brúa, greiða fyrir umferð af hliðarvegum og auka öryggi hestamanna. Áætluð verklok eru fyrirhuguð 30. september 2022.

Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, og Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, sem skrifuðu undir og handsöluðu samninginn um nýju brúna yfir Stóru-Laxá. Mynd / Vegagerðin

Skylt efni: brýr | Stóra-Laxá

Ný og endurbætt vorbók
Fréttir 18. mars 2024

Ný og endurbætt vorbók

Á vordögum tökum við í notkun endurbætta útgáfu að hinni góðu gulu vorbók sem er...

Fræðasamfélag í uppbyggingu
Fréttir 18. mars 2024

Fræðasamfélag í uppbyggingu

Í Mývatnssveit er verið að byggja upp svokallaða vettvangsakademíu fyrir kennslu...

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora
Fréttir 18. mars 2024

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora

Magne Kvam hefur tekið upp á sitt einsdæmi að leggja spor fyrir skíðagöngu á höf...

Íbúum utan borgarinnar fjölgar
Fréttir 15. mars 2024

Íbúum utan borgarinnar fjölgar

Yfirlit yfir þróun byggðar hérlendis er eitt verkefna Byggðastofnunar, en nýveri...

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum
Fréttir 15. mars 2024

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum

Oddný Steina Valsdóttir og Ágúst Jensson, bændur á Butru í Fljótshlíð, eru fyrst...

Fimm tegundir teknar af skrá
Fréttir 15. mars 2024

Fimm tegundir teknar af skrá

Samkvæmt niðurstöðum áburðareftirlits Matvælastofnunar fyrir innfluttan tilbúinn...

Loftslag
Fréttir 15. mars 2024

Loftslag

Gagnvirkur loftslagsatlas sýnir fortíð og spáir fyrir um framtíð.

Bændavakt á Búnaðarþingi
Fréttir 14. mars 2024

Bændavakt á Búnaðarþingi

Búnaðarþing er nú haldið á Hótel Reykjavík Natura. Á Bændavakt á vef Bændasamtak...