Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Útskriftarnemar af garðyrkjubrautum við Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Hveragerði ásamt kennurum. Mynd / Auður Ósk Sigurþórsdóttir.
Útskriftarnemar af garðyrkjubrautum við Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Hveragerði ásamt kennurum. Mynd / Auður Ósk Sigurþórsdóttir.
Fréttir 14. júní 2018

Tuttugu og einn útskrifaðist af garðyrkjubrautum LbhÍ

Brautskráning nemenda af garðyrkjubrautum við Land­búnaðarháskóla Íslands fór fram í Hveragerðiskirkju 26. maí sl. Alls var 21 nemandi brautskráður. 
 
Sjö luku bóklegum hluta í garðyrkjuframleiðslu en námið er þannig upp sett að nemandi klárar tvö ár bókleg á Reykjum í Ölfusi og tekur svo verklegt nám innan greinarinnar. 
 
Fjórtán í skrúðgarðyrkju
 
Níu nemendur luku bóklegu námi í skrúðgarðyrkju og fimm útskrifuðust sem skrúðgarð­yrkjufræðingar en það nám er löggild iðngrein. 
 
Í garðyrkjuframleiðslu hlutu þrír nemendur viðurkenningu. 
 
Þröstur Þórsson hlaut viður­kenningu fyrir hæstu einkunn á garð- og skógarplöntulínu með 9,61. 
Íris Grétarsdóttir hlaut viður­kenningu fyrir hæstu einkunn af línu lífrænnar ræktunar matjurta með einkunnina 9,59. 
 
Í ylræktun var Ingvari Þorsteinssyni færð viðurkenning fyrir bestan árangur með einkunnina 9,20.
Jóhann Böðvar Skúlason fékk viðurkenningu fyrir hæstu meðaleinkunn útskrifaðra nema úr bóklegu og verklegu námi á skrúðgarðyrkjubraut en meðaleinkunn hans var 8,6. 
 
Helle Laks fékk viðurkenningu fyrir hæstu einkunn úr bóklegu skrúðgarðyrkjunámi eða 9,75. Hún var einnig dúx skólans að þessu sinni.
 
Sæmundur Sveinsson, rektor LbhÍ, og Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar og staðar­haldari á Reykjum, fluttu ávörp og óskuðu nemendum til hamingju með daginn. 
 
Við athöfnina söng Einar Clausen tvö lög við undirleik Jóns Kristófers Arnarsonar. 
Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.