Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Útskriftarhópur garðyrkjunema 2020.
Útskriftarhópur garðyrkjunema 2020.
Fréttir 18. júní 2020

Tuttugu og átta garðyrkjunemar útskrifuðust af sex brautum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Brautskráning 28 nemenda af garð­yrkjubrautum Landbúnaðar­háskóla Íslands fór fram í Hvera­gerðiskirkju laugardaginn 30. maí 2020. Stór hópur fagnaði tímamótunum þótt hafa þurfti takmörk á fjölda gesta og hugað var að sóttvörnum.

Björgvin Örn Eggertsson brautarstjóri stýrði athöfninni og fluttu Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor og Guðríður Helgadóttir starfsmenntanámsstjóri ávarp.

Vel menntað fagfólk

Nemendum er óskað góðs gengis og velfarnaðar og einkar ánægjulegt að sjá þennan glæsilega hóp sem á framtíðina fyrir sér í garðyrkju á Íslandi enda tækifærin mörg og rík þörf fyrir vel menntað fagfólk í greininni.

Við athöfnina söng Einar Clausen nokkur vel valin lög við undirleik Jóns Kristófers Arnarsonar kennara, á gítar og Ingólfs Guðnasonar brautarstjóra, á bassa.

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir, dúx, ásamt Guðríði Helgadóttur starfs­menntanámsstjóra.

Útskrift af sex brautum

Nemendur útskrifuðust af sex brautum og voru veitt verðlaun fyrir bestan árangur á hverri braut fyrir sig. Af blómaskreytingabraut hlaut Íris Hildur Eiríksdóttir verðlaun fyrir bestan árangur. Steinunn Gunnlaugsdóttir af garð- og skógarplöntuframleiðslubraut. Elínborg Erla Ásgeirsdóttir af braut lífrænnar ræktunar matjurta. Linda María Traustadóttir af ylræktarbraut. Níels Magnús Magnússon af skóg- og náttúrubraut og Benedikt Örvar Smárason af skrúðgarðyrkjubraut.

Dúx Garðyrkjuskólans að þessu sinni var Elínborg Erla Ásgeirsdóttir með einkunnina 9,64 og hlaut hún bókagjöf frá skólanum. 

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...