Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Útskriftarhópur garðyrkjunema 2020.
Útskriftarhópur garðyrkjunema 2020.
Fréttir 18. júní 2020

Tuttugu og átta garðyrkjunemar útskrifuðust af sex brautum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Brautskráning 28 nemenda af garð­yrkjubrautum Landbúnaðar­háskóla Íslands fór fram í Hvera­gerðiskirkju laugardaginn 30. maí 2020. Stór hópur fagnaði tímamótunum þótt hafa þurfti takmörk á fjölda gesta og hugað var að sóttvörnum.

Björgvin Örn Eggertsson brautarstjóri stýrði athöfninni og fluttu Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor og Guðríður Helgadóttir starfsmenntanámsstjóri ávarp.

Vel menntað fagfólk

Nemendum er óskað góðs gengis og velfarnaðar og einkar ánægjulegt að sjá þennan glæsilega hóp sem á framtíðina fyrir sér í garðyrkju á Íslandi enda tækifærin mörg og rík þörf fyrir vel menntað fagfólk í greininni.

Við athöfnina söng Einar Clausen nokkur vel valin lög við undirleik Jóns Kristófers Arnarsonar kennara, á gítar og Ingólfs Guðnasonar brautarstjóra, á bassa.

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir, dúx, ásamt Guðríði Helgadóttur starfs­menntanámsstjóra.

Útskrift af sex brautum

Nemendur útskrifuðust af sex brautum og voru veitt verðlaun fyrir bestan árangur á hverri braut fyrir sig. Af blómaskreytingabraut hlaut Íris Hildur Eiríksdóttir verðlaun fyrir bestan árangur. Steinunn Gunnlaugsdóttir af garð- og skógarplöntuframleiðslubraut. Elínborg Erla Ásgeirsdóttir af braut lífrænnar ræktunar matjurta. Linda María Traustadóttir af ylræktarbraut. Níels Magnús Magnússon af skóg- og náttúrubraut og Benedikt Örvar Smárason af skrúðgarðyrkjubraut.

Dúx Garðyrkjuskólans að þessu sinni var Elínborg Erla Ásgeirsdóttir með einkunnina 9,64 og hlaut hún bókagjöf frá skólanum. 

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...