Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Trump vill refsitolla
Mynd / Sunday Express
Fréttir 16. ágúst 2018

Trump vill refsitolla

Höfundur: ehg / Bondebladet
Donald Trump, forseti Banda­ríkjanna, vill setja refsitolla á spænska ólífubændur vegna þess að þeir þiggja styrki frá Evrópusambandinu. Evrópusambandið bregst harðlega við þessum aðgerðum og segir ákvörðunina vera óásættanlega. 
 
Ameríska verslunarráðuneytið hefur samþykkt að setja á refsitolla á spænskar ólífur vegna þess að spænskir ólífubændur fá stuðning og selja ólífurnar á lægra verði en sanngjarnt er að mati bandarískra stjórnvalda. Refsitollurinn verður á bilinu 7–27 % og hefur spænski landbúnaðarráðherrann, Luis Planas, sagt fyrirætlanirnar mjög ósanngjarnar. Aðgerðirnar eru hluti af stefnu Trump í að auka útflutning á vörum frá Bandaríkjunum og á sama tíma minnka innflutning vara. 
 
Hin þverpólitíska alþjóðlega verslunarnefnd Bandaríkjanna (ITC) mun taka lokaákvörðun í málinu þann 24. júlí næstkomandi og ef það staðfestir að innflutningur frá Spáni skaði eða ógni framleiðslu í heimalandinu mun refsitollurinn verða settur á. Virði ólífuinnflutnings frá Spáni til Bandaríkjanna á síðasta ári voru rúmir 7 milljarðar íslenskra króna. Evrópusambandið segir aðgerðirnar ekki brjóta í bága við reglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), en samt sem áður hefur Trump ekki leyfi til að leggja á aukarefsitolla út frá alþjóðlegum reglugerðum. Þegar Trump ásakar Evrópusambandið fyrir að styðja sína bændur verður hann að gera sér grein fyrir því að það er einnig gert í Bandaríkjunum og að amerískir bændur eru margir hverjir stórir útflytjendur. Fram til 24. júlí ríkir þó alger óvissa í málinu og geta spænskir bændur lítið aðhafst í málinu fram að þeim tíma. 
 
Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands
Fréttir 16. júní 2025

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands

Raunhæfir kostir til lífgasframleiðslu gætu skilað á bilinu 3-5% af markmiðum Ís...

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa
Fréttir 16. júní 2025

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Samherja fiskeldi ehf....

Úthlutað úr Matvælasjóði
Fréttir 16. júní 2025

Úthlutað úr Matvælasjóði

Fjörutíu verkefni hlutu styrk úr Matvælasjóði á dögunum. Hanna Katrín Friðriksso...

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...