Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Trump vill refsitolla
Mynd / Sunday Express
Fréttir 16. ágúst 2018

Trump vill refsitolla

Höfundur: ehg / Bondebladet
Donald Trump, forseti Banda­ríkjanna, vill setja refsitolla á spænska ólífubændur vegna þess að þeir þiggja styrki frá Evrópusambandinu. Evrópusambandið bregst harðlega við þessum aðgerðum og segir ákvörðunina vera óásættanlega. 
 
Ameríska verslunarráðuneytið hefur samþykkt að setja á refsitolla á spænskar ólífur vegna þess að spænskir ólífubændur fá stuðning og selja ólífurnar á lægra verði en sanngjarnt er að mati bandarískra stjórnvalda. Refsitollurinn verður á bilinu 7–27 % og hefur spænski landbúnaðarráðherrann, Luis Planas, sagt fyrirætlanirnar mjög ósanngjarnar. Aðgerðirnar eru hluti af stefnu Trump í að auka útflutning á vörum frá Bandaríkjunum og á sama tíma minnka innflutning vara. 
 
Hin þverpólitíska alþjóðlega verslunarnefnd Bandaríkjanna (ITC) mun taka lokaákvörðun í málinu þann 24. júlí næstkomandi og ef það staðfestir að innflutningur frá Spáni skaði eða ógni framleiðslu í heimalandinu mun refsitollurinn verða settur á. Virði ólífuinnflutnings frá Spáni til Bandaríkjanna á síðasta ári voru rúmir 7 milljarðar íslenskra króna. Evrópusambandið segir aðgerðirnar ekki brjóta í bága við reglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), en samt sem áður hefur Trump ekki leyfi til að leggja á aukarefsitolla út frá alþjóðlegum reglugerðum. Þegar Trump ásakar Evrópusambandið fyrir að styðja sína bændur verður hann að gera sér grein fyrir því að það er einnig gert í Bandaríkjunum og að amerískir bændur eru margir hverjir stórir útflytjendur. Fram til 24. júlí ríkir þó alger óvissa í málinu og geta spænskir bændur lítið aðhafst í málinu fram að þeim tíma. 
 
Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...