Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt hjá Hellu.

Torfærukeppnin, í umsjón Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu, er stærsti torfæruviðburður ársins en búist er við að um 5-6 þúsund manns mæti til að berja tryllitækin augum. Annar eins fjöldi horfir svo á í beinni útsendingu á Youtube.

„Sindratorfæran er aðalfjáröflun Flugbjörgunarsveitarinnar og hefur verið það frá árinu 1973 og er því gríðarlega mikilvæg fyrir okkur. Margir félagar sveitarinnar hafa komið að keppnishaldinu í 30 til 50 ár og eru alltaf jafnspenntir fyrir þessum viðburði okkar, en um 100 sjálfboðaliðar koma að keppninni á einn eða annan hátt,“ segir Helga Þóra Steinsdóttir hjá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu.

Keppendur í torfærunni verði um þrjátíu talsins í ár. Keppt verður í sérútbúnum flokki og sérútbúnum götubílaflokki, sem eru aðeins minna breyttir bílar á dekkjum sem hafa ekki eins mikið grip og þau sem notuð eru í sérútbúna flokknum. Keppnin hefst klukkan 11.

En hver verður hápunktur keppninnar? „Það er alltaf áin og mýrin en það eru tvær síðustu brautirnar þar sem bílarnir reyna við tæplega 200 metra fleytingu og reyna svo fyrir sér í mýrinni þar sem auðvelt er að gera mistök og sitja fastur,“ segir Helga Þóra, um leið og hún hvetur fólk til að finna viðburðinn á Facebook, „Sindratorfæran 11.maí 2024“. Þar eru allar upplýsingar en aðgöngumiðar fást á vefnum www.midix.is.

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur
Fréttir 30. janúar 2026

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur

Evrópusambandið og Indland hafa lokið tuttugu ára samningaviðræðum um víðtækan f...

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri
Fréttir 30. janúar 2026

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM)...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...