Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Tjónið metið á 250 milljónir kr.
Mynd / Landhelgisgæslan - Lögreglan á Norðurlandi eystra
Fréttir 15. júlí 2022

Tjónið metið á 250 milljónir kr.

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Tjón sem varð af völdum aurskriða í Útkinn í október á liðnu ári er talið nema um 250 milljónum króna.

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á síðasta vetri sérstök fjárframlög vegna tjóns af völdum aur­ skriðanna og áttu þau að greiðast úr Bjargráðasjóði. Samþykktir sjóðsins gera ekki ráð fyrir slíkum sérstökum bótagreiðslum, enda um einstakan atburð að ræða, að sögn Gerðar Sigtryggsdóttur, oddvita Þingeyjarsveitar.

„Um er að ræða í þessu tilviki óhefðbundna bótagreiðslu úr sjóðnum og hefur hann í kjölfarið þurft að gera breytingar á sínu regluverki.“Gerður segir sveitarstjórn eiga gott samstarf við Bjargráðasjóð og Náttúruhamfaratryggingar, sem upplýsi heimamenn reglulega um stöðu mála. Líkur eru á að hægt verði að greiða út bætur á grundvelli þeirra framlaga sem ríkisstjórn samþykkti síðastliðinn vetur nú á næstunni, eftir því sem endurbótaverkinu vindur fram. Landeigendur hafa þegar lagt fram mikla vinnu vegna skriðufallanna, en tjón varð einkum á túnum og landi en mannvirki sluppu. Aur var hreinsaður í miklu magni af túnum og eins var heilmikið mokað upp úr skurðum.

„Vélar og tæki og mannskapur voru á ferðinni þarna við hreinsunar­ störfin, sem allt kostar umtalsverða fjármuni,“ segir hún.
Þá þurfti að laga vegi, en kostnaður við vegagerð er talinn nema um 30 milljónum króna einn og sér. Loks má nefna að það á eftir að rækta upp flest túnin sem lentu undir skriðunum og endurnýja girðingar.

Ljótt sár í hlíðinni

Verkefnastjórn hefur verið skipuð til að vinna að framgangi þessa verkefnis og segir Gerður að Þingeyjarsveit muni greiða þann kostnað sem hlýst af þeirri vinnu. Heilmikið verkefni sé eftir við uppgræðslu, m.a. séu enn ljót sár í hlíðinni ofan bæjanna sem eftir er að græða upp, auk þess sem uppræktun túna er eftir.

„Það mun koma í ljós síðar hvernig að því verkefni verður staðið,“ segir hún og kveðst vona að tjónið verði að fullu bætt, en nú liggur fyrir loforð frá ríkinu um bætur upp á 130 milljónir króna.

Skylt efni: aurskriða

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f