Tímarit Bændablaðsins aðgengilegt á vefnum
Þann 1. mars síðastliðinn var 1. tölublað af Tímariti Bændablaðsins gefið út. Því var dreift við setningu Búnaðarþings í Hörpu og í kjölfarið var það sent áskrifendum Bændablaðsins. Nú er veflæg útgafa tímaritsins aðgengileg hér í gegnum Bændablaðsvefinn.
Tímarit Bændablaðsins er gefið út í tilefni af 20 ára útgáfuafmælis Bændablaðsins undir merkjum Bændasamtaka Íslands. Ætlunin er að það komi út einu sinni á ári.
Neðst á forsíðu bbl.is er auglýsingaborði fyrir Tímarit Bændablaðsin og með því að smella á hann opnast veflægt viðmót fyrir tímaritið. Það má líka smella á tengilinn hér að neðan: