Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Tillaga að landbúnaðarstefnu kynnt í ríkisstjórn
Fréttir 14. september 2021

Tillaga að landbúnaðarstefnu kynnt í ríkisstjórn

Höfundur: smh

Tillaga að landbúnaðarstefnu var kynnt í ríkisstjórn í dag undir yfirskriftinni Ræktum Ísland. Þrír efnisflokkar liggja stefnunni til grundvallar; landnýting, loftslagsmál og umhverfisvernd auk tækni og nýsköpunar.

Í tilkynningu úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að undir efnisflokkunum þremur séu dregin fram tíu áhersluatriði; landnýting, landsskipulag og flokkun, fæðuöryggi, líffræðilegur fjölbreytileiki, umhverfisvernd, alþjóðleg markaðsmál, neytendur, fjórða iðnbyltingin, menntun, rannsóknir, þróun, og fjárhagsleg samskipti ríkis og bænda. Þá er í tillögunum kynnt 22 skref sem að mati verkefnisstjórnar er nauðsynlegt að stíga við gerð aðgerðaráætlunar.

Vinna við stefnumótunina hófst fyrir þremur árum í samráði við Bændasamtök Íslands, en um samstarfsverkefni stjórnvalda, bænda, neytenda og atvinnulífs var að ræða undir forystu samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga. „Í september 2020 skipaði ráðherra verkefnisstjórn um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland sem lagði í maí sl. fram Ræktum Ísland! umræðuskjal um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland. Skjalið var í kjölfarið birt á samráðsgátt stjórnvalda. Ráðherra, ásamt verkefnisstjórn, fór að því loknu í hringferð um landið og hélt tíu opna fundi þar sem hlustað var eftir viðhorfi fólks, hugmyndum og ábendingum um umræðuskjalið. Verkefnisstjórnin vann svo úr niðurstöðum þeirra ábendinga sem bárust. Áætlað er að stefnan verði lögð fyrir Alþingi sem þingsályktunartillaga á næsta þingi.

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, og Hlédís Sveinsdóttir, ráðgjafi og verkefnastjóri skipuðu verkefnisstjórn um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland. Með henni störfuðu Bryndís Eiríksdóttir, sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, og Sigurgeir Þorgeirsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.

 

Hér er hægt að nálgast stefnuna en sérstakur vefur hefur einnig verið stofnaður til kynningar á henni.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.