Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þungar áhyggjur af lágu afurðaverði til sauðfjárbænda
Mynd / MÞÞ
Fréttir 12. október 2020

Þungar áhyggjur af lágu afurðaverði til sauðfjárbænda

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Í heimsfaraldri vegna COVID-19 fengu Íslendingar áminningu um mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu,“ segir í bókun frá Byggðarráði Húnaþings vestra og sveitarstjórnum Dalabyggðar, Strandabyggðar og Reykhólahrepps sem lýst hafa yfir þungum áhyggjum af lágu afurðaverði til sauðfjárbænda. Þá átelja sveitarstjórnir einnig seinagang við birtingu afurðastöðvaverðs nú í haust.

Sauðfjárrækt er mikilvæg búgrein í öllum sveitarfélögunum fjórum og ein af forsendum búsetu í dreifbýli. Rúmlega 21% af framleiðslu kindakjöts í landinu árið 2019 fór fram í þessum sveitarfélögum.

Vilja sjá afurðaverð fyrir 2021 gefið út um áramót

„Á undanförnum árum hafa orðið ábúendaskipti á þónokkrum bújörðum í sveitarfélögunum og yngra fólk með fjölskyldur tekið við. Þessar fjölskyldur efla samfélagið, styðja við þjónustu ásamt því að halda uppi atvinnustigi. Líkt og í öðrum rekstri er mikilvægt að sauðfjárbændur fái viðunandi verð fyrir sína vöru og hafi þannig forsendur til áætlanagerðar og ákvarðanatöku“, segir í bókuninni og er skorað á afurðastöðvar að gefa út afurðaverð 2021 fyrir komandi áramót.

Bent er á að samkvæmt samantekt Landssamtaka sauðfjárbænda var afurðaverð til íslenskra sauðfjárbænda á síðasta ári það lægsta sem finnst í Evrópu og miðað við nýbirtrar verðskrár 2020 er vegið meðalverð 502 krónur fyrir kílóið. Hefði afurðaverð fylgt almennri verðlagsþróun frá 2014 ætti það að vera 690 krónur. Því vantar enn tæpar 200 krónur upp á afurðastöðvaverð fylgi verðlagsþróun. 

„Skapa þarf greininni stöðugleika í rekstri til lengri tíma og styðja á öflugan hátt við innlenda matvælaframleiðslu.“

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...