Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þungar áhyggjur af lágu afurðaverði til sauðfjárbænda
Mynd / MÞÞ
Fréttir 12. október 2020

Þungar áhyggjur af lágu afurðaverði til sauðfjárbænda

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Í heimsfaraldri vegna COVID-19 fengu Íslendingar áminningu um mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu,“ segir í bókun frá Byggðarráði Húnaþings vestra og sveitarstjórnum Dalabyggðar, Strandabyggðar og Reykhólahrepps sem lýst hafa yfir þungum áhyggjum af lágu afurðaverði til sauðfjárbænda. Þá átelja sveitarstjórnir einnig seinagang við birtingu afurðastöðvaverðs nú í haust.

Sauðfjárrækt er mikilvæg búgrein í öllum sveitarfélögunum fjórum og ein af forsendum búsetu í dreifbýli. Rúmlega 21% af framleiðslu kindakjöts í landinu árið 2019 fór fram í þessum sveitarfélögum.

Vilja sjá afurðaverð fyrir 2021 gefið út um áramót

„Á undanförnum árum hafa orðið ábúendaskipti á þónokkrum bújörðum í sveitarfélögunum og yngra fólk með fjölskyldur tekið við. Þessar fjölskyldur efla samfélagið, styðja við þjónustu ásamt því að halda uppi atvinnustigi. Líkt og í öðrum rekstri er mikilvægt að sauðfjárbændur fái viðunandi verð fyrir sína vöru og hafi þannig forsendur til áætlanagerðar og ákvarðanatöku“, segir í bókuninni og er skorað á afurðastöðvar að gefa út afurðaverð 2021 fyrir komandi áramót.

Bent er á að samkvæmt samantekt Landssamtaka sauðfjárbænda var afurðaverð til íslenskra sauðfjárbænda á síðasta ári það lægsta sem finnst í Evrópu og miðað við nýbirtrar verðskrár 2020 er vegið meðalverð 502 krónur fyrir kílóið. Hefði afurðaverð fylgt almennri verðlagsþróun frá 2014 ætti það að vera 690 krónur. Því vantar enn tæpar 200 krónur upp á afurðastöðvaverð fylgi verðlagsþróun. 

„Skapa þarf greininni stöðugleika í rekstri til lengri tíma og styðja á öflugan hátt við innlenda matvælaframleiðslu.“

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...