Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Iðunn Sigurðardóttir, Snædís Xyza Mae Jónsdóttir Ocampo, Kolbrún Hólm Þorleifsdóttir, Sigurjón Bragi Geirsson og Rúnar Pierre Heriveaux.
Iðunn Sigurðardóttir, Snædís Xyza Mae Jónsdóttir Ocampo, Kolbrún Hólm Þorleifsdóttir, Sigurjón Bragi Geirsson og Rúnar Pierre Heriveaux.
Mynd / Facebook-síða Kokkur ársins
Fréttir 7. mars 2019

Þrjár konur í fimm manna úrslitahópi Kokkur ársins 2019

Höfundur: smh

Úrslitakeppnin Kokkur ársins 2019 verður haldin í Hörpu laugardaginn 23. mars næstkomandi. Athygli vekur að þrjár konur voru meðal þátttakenda í forkeppninni, sem var haldin í gær, en það telst met í þessari keppni. Þær komust allar áfram til þátttöku í úrslitunum.

Í tilkynningu frá Klúbbi matreiðslumeistara, sem stendur að skipulagningu keppninnar, er þessi keppni einn af hápunktunum í viðburðardagatali matreiðslumanna. Nokkrir af allra bestu matreiðslumeisturum Íslands keppa um hinn eftirsótta titil. Forkeppnin fór sem fyrr segir í gær þar sem tíu kokkar kepptu um fimm pláss í lokakeppninni sjálfri.

Haft er eftir Birni Braga Bragasyni, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, að það sé mikið fagnaðarefni að sjá aukningu skráðra kvenna í keppninni. „Það er okkur metnaðarmál að ná hlutfalli þeirra til jafns við karla. Ylfa Helgadóttir var meðal annars þjálfari Kokkalandsliðsins í Lúxemborg þar sem liðið vann til gullverðlaunan sem ég held að sé okkur góð hvatning. Stéttin hefur verið mjög karllæg og öll skref í átt að meira jafnvægi eru góð skref í átt að tryggja öfluga og fjölbreytta stétt fagfólks.“

Þeir sem keppa til úrslita um titilinn í ár eru:

  • Snædís Xyza Mae Jónsdóttir Ocampo, Hótel Saga Mímir Restaurant
  • Iðunn Sigurðardóttir, Íslenski Matarkjallarinn
  • Kolbrún Hólm Þorleifsdóttir, Deplar Farm
  • Rúnar Pierre Heriveaux, Grillið Hótel Sögu
  • Sigurjón Bragi Geirsson, Garri

Á síðasta ári bar Garðar Kári Garðarsson sigur úr býtum í þessari keppni og er því Kokkur ársins 2018.  

Sigurvegarinn fær þátttökurétt í Nordic Chef of the Year 2020 fyrir Íslands hönd.
 

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...