Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þriðja uppboðið í röð sem verð lækkar
Fréttir 6. júlí 2018

Þriðja uppboðið í röð sem verð lækkar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skinnauppboð Kopenhagen Furs lauk síðastliðinn sunnudag. Um 70% þeirra skinna sem voru til sölu á uppboðinu seldust og er það dræm sala. Verð á skinnum lækkaði um 4% frá síðasta uppboði og er þetta þriðja uppboðið í röð sem verð lækkar.

Einar E. Einarsson, formaður Félags loðdýrabænda, segir að júníuppboð Kopenhagen Fur sé eitt af stærri skinnauppboðum ársins og að þessu sinni hafi verið boðin upp um 7,5 milljón skinn. „Um 70% af skinnunum sem voru í boði seldust, sem er lítið því að yfirleitt seljast þau 100%. Ég er ekki kominn með töluna fyrir íslensku skinnin en á von á að söluhlutfall þeirra sé svipað.

4% lækkun

Auk þess sem salan var dræm lækkaði verðið um 4% í erlendri mynt frá síðasta uppboði og er þetta þriðja uppboðið í röð þar sem verðið lækkar og lækkun í heild frá því fyrir ári um 10%.

Ég átti svo sem ekki von á miklum breytingum núna frá síðasta uppboði en að sjálfsögðu eru það vonbrigði að skinnin skuli ekki seljast og að verð sé enn að lækka.“

Einar segir að Íslendingar framleiði um 150 þúsund skinn á ári og líklegt að við höfum átt um 50 þúsund skinn á uppboðinu. „Meðalkostnaður við framleiðslu á hverju skinni er um 6.000 krónur íslenskar og við eru að fá um 3.400 krónur fyrir hvert skinn á uppboðinu núna.“

Verð undir framleiðslukostnaði

„Eins og gefur að skilja eru margir að bugast undan verðinu og ekki síst vegna þess að þetta er þriðja árið í röð þar sem verðið sem við fáum fyrir skinnin er undir framleiðslukostnaði. Auk þess sem núna fer saman lágt heimsmarkaðsverð og hátt gengi krónunnar. Dæmi um hversu illa hátt gengi krónunnar hefur leikið loðdýrabændur hér á landi er að á síðasta ári hækkaði heimsmarkaðsverð á skinnum um 11% milli ára í erlendri mynt en lækkaði um 3% í íslenskum krónum,“ segir Einar.

Ástæða lækkunarinnar á júníuppboðinu er að framleiðsla og framboð á skinnum undanfarin ár hefur verið mjög mikil. Verð fyrir skinn var mjög hátt 2010 til 2013 og í kjölfarið jókst framleiðslan mikið í Kína og mörgum löndum Evrópu og það sprengdi markaðinn.

Loðdýrabændum á Íslandi hefur fækkað undanfarin ár og þeir eru 18 í dag og segir Einar að hljóðið í mörgum þeirra sé orðið þungt og líklegt að sumir þeirra muni bregða búi fljótlega fari ekki að rofa til á markaðinum.
    

Skylt efni: Loðdýr | skinnauppboð

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...