Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þriðja uppboðið í röð sem verð lækkar
Fréttir 6. júlí 2018

Þriðja uppboðið í röð sem verð lækkar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skinnauppboð Kopenhagen Furs lauk síðastliðinn sunnudag. Um 70% þeirra skinna sem voru til sölu á uppboðinu seldust og er það dræm sala. Verð á skinnum lækkaði um 4% frá síðasta uppboði og er þetta þriðja uppboðið í röð sem verð lækkar.

Einar E. Einarsson, formaður Félags loðdýrabænda, segir að júníuppboð Kopenhagen Fur sé eitt af stærri skinnauppboðum ársins og að þessu sinni hafi verið boðin upp um 7,5 milljón skinn. „Um 70% af skinnunum sem voru í boði seldust, sem er lítið því að yfirleitt seljast þau 100%. Ég er ekki kominn með töluna fyrir íslensku skinnin en á von á að söluhlutfall þeirra sé svipað.

4% lækkun

Auk þess sem salan var dræm lækkaði verðið um 4% í erlendri mynt frá síðasta uppboði og er þetta þriðja uppboðið í röð þar sem verðið lækkar og lækkun í heild frá því fyrir ári um 10%.

Ég átti svo sem ekki von á miklum breytingum núna frá síðasta uppboði en að sjálfsögðu eru það vonbrigði að skinnin skuli ekki seljast og að verð sé enn að lækka.“

Einar segir að Íslendingar framleiði um 150 þúsund skinn á ári og líklegt að við höfum átt um 50 þúsund skinn á uppboðinu. „Meðalkostnaður við framleiðslu á hverju skinni er um 6.000 krónur íslenskar og við eru að fá um 3.400 krónur fyrir hvert skinn á uppboðinu núna.“

Verð undir framleiðslukostnaði

„Eins og gefur að skilja eru margir að bugast undan verðinu og ekki síst vegna þess að þetta er þriðja árið í röð þar sem verðið sem við fáum fyrir skinnin er undir framleiðslukostnaði. Auk þess sem núna fer saman lágt heimsmarkaðsverð og hátt gengi krónunnar. Dæmi um hversu illa hátt gengi krónunnar hefur leikið loðdýrabændur hér á landi er að á síðasta ári hækkaði heimsmarkaðsverð á skinnum um 11% milli ára í erlendri mynt en lækkaði um 3% í íslenskum krónum,“ segir Einar.

Ástæða lækkunarinnar á júníuppboðinu er að framleiðsla og framboð á skinnum undanfarin ár hefur verið mjög mikil. Verð fyrir skinn var mjög hátt 2010 til 2013 og í kjölfarið jókst framleiðslan mikið í Kína og mörgum löndum Evrópu og það sprengdi markaðinn.

Loðdýrabændum á Íslandi hefur fækkað undanfarin ár og þeir eru 18 í dag og segir Einar að hljóðið í mörgum þeirra sé orðið þungt og líklegt að sumir þeirra muni bregða búi fljótlega fari ekki að rofa til á markaðinum.
    

Skylt efni: Loðdýr | skinnauppboð

Opið fyrir umsóknir
Fréttir 21. febrúar 2024

Opið fyrir umsóknir

Opnað var fyrir umsóknir í Matvælasjóð þann 1. febrúar síðastliðinn.

Esther hættir eftir tólf ára starf
Fréttir 21. febrúar 2024

Esther hættir eftir tólf ára starf

Esther Sigfúsdóttir, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Sauðfjársetursins á...

Hvítlaukssalt úr Dölunum
Fréttir 21. febrúar 2024

Hvítlaukssalt úr Dölunum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölunum búast við sex til átta tonna uppsker...

Hámarksgildi heimilaðs kadmíums aukið
Fréttir 21. febrúar 2024

Hámarksgildi heimilaðs kadmíums aukið

Matvælaráðherra hefur með breytingu á reglugerð um ólífrænan áburð gefið bráðabi...

Fuglum fækkar í talningu
Fréttir 19. febrúar 2024

Fuglum fækkar í talningu

Vetrartalning á fuglum dróst út janúar, en hefð er fyrir því að telja í upphafi ...

Gúrkuuppskera aldrei meiri
Fréttir 19. febrúar 2024

Gúrkuuppskera aldrei meiri

Metuppskera var í gúrkuræktun á síðasta ári, eða 2.096 tonn. Stöðugur vöxtur hef...

Samdráttur í leyfðum kvóta ársins
Fréttir 16. febrúar 2024

Samdráttur í leyfðum kvóta ársins

Leyft verður að veiða alls 800 hreindýr á þessu ári, 403 tarfa og 397 kýr. Þessi...

Skyrdrykkur komst í gegnum nálarauga smakkhóps
Fréttir 16. febrúar 2024

Skyrdrykkur komst í gegnum nálarauga smakkhóps

Hreppa skyrdrykkur kemur á markaðinn í apríl. Í honum eru, að sögn framleiðanda,...