Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Tengsl milli framtíðar velskrar tungu og landbúnaðar
Fréttir 20. ágúst 2025

Tengsl milli framtíðar velskrar tungu og landbúnaðar

Höfundur: Þröstur Helgason

Landbúnaðarsýningar, kjötmarkaðir og fundir samvinnufélaga bænda eru á meðal fárra viðburða í almannarýminu þar sem velska er enn töluð. Framtíð tungumáls Veilsverja hangir því saman við viðgang landbúnaðar í landinu, að mati bænda og sérfræðinga sem tóku þátt í pallborðsumræðum á fundi velsku bændasamtakanna.

Skoðanakönnun frá 2021 leiddi í ljós að meira en 43% fólks í landbúnaði í Veils, skógrækt og fiskveiðum tali velsku, fleiri en í nokkrum öðrum atvinnugreinum. Þetta á sérstaklega við í sýslum þar sem landbúnaður er meginatvinnugrein, svo sem Ceredigion, Gwynedd og Anglesey. Framinguk.com segir frá.

Í umræðunum kom fram að bændafjölskyldur séu margar hverjar samsettar af fólki af nokkrum kynslóðum sem varðveita bæði tungumálið og landið með því að hinir eldri miðla þekkingunni til þeirra yngri, jafnt á búnaðarháttum sem á velskum málhefðum, málsháttum og örnefnum.

Einn úr forystusveit bændasamtaka landsins, Alun Owen, sagði að loknum fundinum að ekki væri hægt að líta fram hjá því að landbúnaður gegndi mikilvægu hlutverki við varðveislu velskrar tungu og menningarhefðar. „Ef vilji er til að varðveita tunguna þá er mikilvægt að stjórnvöld styðji betur við velskan landbúnað.“

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri
Fréttir 30. janúar 2026

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM)...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...