Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Mikið magn af rusli var hreinsað úr fjörum í Héðinsfirði nýverið.
Mikið magn af rusli var hreinsað úr fjörum í Héðinsfirði nýverið.
Mynd / Fjallabyggð
Fréttir 13. september 2021

Telja að um 90% af plasti úr Héðinsfirði hafi verið hreinsað úr fjörum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Níu stórir sekkir voru fylltir af alls kyns rusli eftir fjöruhreinsun í Héðinsfirði á dögunum, alls um 12 til 15 rúmmetrar.

Mikið var af plasti, einkum leifar veiðarfæra, fiskikassar og ker og virðist sem sumt hafi legið þarna um áratugi og var gróið ofan í jörðina. Heilmikill leiðangur var gerður í fyrrahaust til að hreinsa til í Héðinsfirði og að viðbætt þeim sem farinn var nýlega er áætlað að um 90% af plastrusli þar hafi verið hreinsað og flutt á brott.

Gunnar Júlíusson lagði til skip sitt, Örkina hans Gunna í þágu hins góða málefnis. Alls voru 15 manns á öllum aldri um borð, tilbúnir að leggja á sig mikla vinnu þegar í land var komið. Landeigendur tóku einnig þátt í hreinsunni og Fjallabyggð veitti sömuleiðis aðstoð. Hreinsun Héðinsfjarðar hófst fyrir nokkrum árum, en mest var unnið við verkefnið í fyrrahaust að frumvæði og atorku Ragnars Ragnarsson og Lísu Dombrowe. Þetta kemur fram á vefsíðu Fjallabyggðar.

Fjöldi sjálfboðaliða á öllum aldri tóku þátt í fjöruhreinsuninni ásamt áhöfn Arkarinnar hans Gunna og landeiganda.

Örkin hans Gunna var notuð í verkefnið.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...