Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mikið magn af rusli var hreinsað úr fjörum í Héðinsfirði nýverið.
Mikið magn af rusli var hreinsað úr fjörum í Héðinsfirði nýverið.
Mynd / Fjallabyggð
Fréttir 13. september 2021

Telja að um 90% af plasti úr Héðinsfirði hafi verið hreinsað úr fjörum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Níu stórir sekkir voru fylltir af alls kyns rusli eftir fjöruhreinsun í Héðinsfirði á dögunum, alls um 12 til 15 rúmmetrar.

Mikið var af plasti, einkum leifar veiðarfæra, fiskikassar og ker og virðist sem sumt hafi legið þarna um áratugi og var gróið ofan í jörðina. Heilmikill leiðangur var gerður í fyrrahaust til að hreinsa til í Héðinsfirði og að viðbætt þeim sem farinn var nýlega er áætlað að um 90% af plastrusli þar hafi verið hreinsað og flutt á brott.

Gunnar Júlíusson lagði til skip sitt, Örkina hans Gunna í þágu hins góða málefnis. Alls voru 15 manns á öllum aldri um borð, tilbúnir að leggja á sig mikla vinnu þegar í land var komið. Landeigendur tóku einnig þátt í hreinsunni og Fjallabyggð veitti sömuleiðis aðstoð. Hreinsun Héðinsfjarðar hófst fyrir nokkrum árum, en mest var unnið við verkefnið í fyrrahaust að frumvæði og atorku Ragnars Ragnarsson og Lísu Dombrowe. Þetta kemur fram á vefsíðu Fjallabyggðar.

Fjöldi sjálfboðaliða á öllum aldri tóku þátt í fjöruhreinsuninni ásamt áhöfn Arkarinnar hans Gunna og landeiganda.

Örkin hans Gunna var notuð í verkefnið.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...