Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mikið magn af rusli var hreinsað úr fjörum í Héðinsfirði nýverið.
Mikið magn af rusli var hreinsað úr fjörum í Héðinsfirði nýverið.
Mynd / Fjallabyggð
Fréttir 13. september 2021

Telja að um 90% af plasti úr Héðinsfirði hafi verið hreinsað úr fjörum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Níu stórir sekkir voru fylltir af alls kyns rusli eftir fjöruhreinsun í Héðinsfirði á dögunum, alls um 12 til 15 rúmmetrar.

Mikið var af plasti, einkum leifar veiðarfæra, fiskikassar og ker og virðist sem sumt hafi legið þarna um áratugi og var gróið ofan í jörðina. Heilmikill leiðangur var gerður í fyrrahaust til að hreinsa til í Héðinsfirði og að viðbætt þeim sem farinn var nýlega er áætlað að um 90% af plastrusli þar hafi verið hreinsað og flutt á brott.

Gunnar Júlíusson lagði til skip sitt, Örkina hans Gunna í þágu hins góða málefnis. Alls voru 15 manns á öllum aldri um borð, tilbúnir að leggja á sig mikla vinnu þegar í land var komið. Landeigendur tóku einnig þátt í hreinsunni og Fjallabyggð veitti sömuleiðis aðstoð. Hreinsun Héðinsfjarðar hófst fyrir nokkrum árum, en mest var unnið við verkefnið í fyrrahaust að frumvæði og atorku Ragnars Ragnarsson og Lísu Dombrowe. Þetta kemur fram á vefsíðu Fjallabyggðar.

Fjöldi sjálfboðaliða á öllum aldri tóku þátt í fjöruhreinsuninni ásamt áhöfn Arkarinnar hans Gunna og landeiganda.

Örkin hans Gunna var notuð í verkefnið.

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...