Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Guðríður Helgadóttir er fyrrverandi staðarhaldari Garðyrkjuskólans á Reykjum. Hún er nú í kennarahópi skólans.
Guðríður Helgadóttir er fyrrverandi staðarhaldari Garðyrkjuskólans á Reykjum. Hún er nú í kennarahópi skólans.
Mynd / smh
Fréttir 20. ágúst 2020

Telja að Garðyrkjuskóli Íslands gæti verið lausn á aðsteðjandi vanda

Höfundur: smh

Starfsmenn Garðyrkjuskólans á Reykjum líta ekki á stofnun nýs garðyrkjuskóla sem vantraust á þeirra störf. Guðríður Helgadóttir, fyrrverandi staðarhaldari á Reykjum, segir að starfsmenn þar hafi átt mjög gott samstarf við atvinnulífið í garðyrkju í gegnum tíðina.

„Hins vegar hefur atvinnulífið haft verulegar áhyggjur af nýrri stefnu og skipulagi skólans hvað garðyrkjunámið varðar og þeir starfsmenn sem sinna kennslu í garðyrkjugreinum hér á Reykjum verið sammála atvinnulífinu í öllum aðalatriðum,“ segir Guðríður, sem er garðyrkjufræðingur og í kennarahópi skólans.

Garðyrkjunám á Reykjum í uppnámi

„Við starfsmenn teljum að garð­yrkju­­­n­ámið verði aldrei rekið nema í góðu samstarfi við atvinnulífið í garðyrkju og þar sem atvinnulífið hefur lýst því yfir að það sjái ekki samstarfsgrundvöll við núverandi stjórn Land­búnaðar­háskóla Íslands að þá sé garðyrkjunámið hér við skólann í miklu uppnámi.

Við höfum verulegar áhyggjur af stöðu námsins en vonum að stjórnvöld og atvinnulífið finni góða og farsæla lausn á framtíð garðyrkjumenntunar á framhalds­skólastigi í landinu, það bráðvantar fólk með þessa menntun til starfa. Stofnun Garðyrkjuskóla Íslands gæti verið lausnin á þeim vanda sem steðjar að garðyrkjunáminu við núverandi aðstæður,“ segir Guðríður og bætir við að þetta sé almenn skoðun starfsmanna á Reykjum.

Stofnun nýja skólans til marks um vaxandi áhuga

Ragnheiður I. Þórarinsdóttir er rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. Mynd / Aðsend

Í svari Ragnheiðar I. Þórar­ins­­dóttur, rektors Landbúnaðar­háskóla Íslands (LbhÍ), við fyrirspurn um viðbrögð hennar við stofnun hins nýja garðyrkjuskóla, kemur fram að LbhÍ telji að stofnun þessa félags sé merki um það hversu vaxandi atvinnugrein garðyrkja er.

„Það sýnir að það starf sem Landbúnaðarháskólinn hefur innt af hendi er að skila sér í auknum áhuga á garðyrkjunni,“ segir í svari Ragnheiðar.

„Landbúnaðar­háskólinn vonast til að stofnun félagsins efli aðsókn í námið enn frekar. Það þarf að efla nýliðun í greininni og þörf á því að ná til unga fólksins sérstaklega. Metaðsókn er í garðyrkjunám Landbúnaðar­háskólans á Reykjum þetta árið, alls bárust 144 umsóknir og hafa þær aldrei verið jafn margar í sögu skólans,“ bætir hún við.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...