Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sýndarveruleikaæði grípur kýr á bænum RusMoloko í Rússlandi
Fréttir 4. febrúar 2022

Sýndarveruleikaæði grípur kýr á bænum RusMoloko í Rússlandi

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nyt kúa hefur haldið lífi í þjóðum heimsins lengur en elstu menn muna og hafa hinar ýmsu rannsóknir farið fram varðandi hvernig best er að auka þær afurðir.

Aðbúnaður og þá aðrir vellíðunarþættir leika stóran þátt í mjólkurframleiðslu dýranna og hafa tilraunir með spilun

tónlistar á kúabúum notið mikilla vinsælda. Komið hefur í ljós að klassísk tónlist, eða róandi, þar sem takturinn er undir 100 slögum á mínútu, virðist vera þeirra yndi. Fyrir nokkru fréttist svo af uppátektarsömum kúabúseigendum í Rússlandi sem tóku hugmyndinni um aukna velferð kúnna, skrefinu lengra.

Rússnesku bændurnir á stórbúinu RusMoloko á Ramensky-svæði Moskvuborgar tóku sig til og keyptu sýndarveruleikagleraugu á alla hjörðina. Þar njóta kýrnar þess, á meðan þær matast, að upplifa græn og gróskumikil engi með aðstoð gleraugnanna og komið hefur í ljós að andleg líðan kúnna tók þó nokkurt stökk – auk þess sem nytjar þeirra jukust. Kaup sýndarveruleikagleraugnanna féllu undir könnun rússneska landbúnaðarráðuneytisins, en þar voru háttsettir ráðamenn í öngum sínum vegna minnkandi framleiðslu mjólkur. Á fundi þeirra varðandi framleiðsluna voru ýmis ráð rædd, tekið var fyrir hvernig Bandaríkjamenn bjóða upp á róterandi vélknúna bursta til að hygla dýrum sínum, íbúar meginlands Evrópu telja aukna hreyfingu gripanna vera bót allra mála og áður höfðu bændur Moskvu sett upp hljóðkerfi í fjósunum svo kýrnar gætu notið klassískrar tónlistar (með ágætis útkomu reyndar). Fundarmenn ráðuneytisins töldu þó að frekari aðgerða væri þörf og gripu því til hugmyndar bændanna um sýndarveruleikann og fengu útbúin gleraugu með aðstoð hönnuða sem tóku mið af sjón dýranna, sem meðal annars geta horft 330 gráður í kringum sig en skynja þó ekki liti sem greinilegast.

Í heildina var gríðarleg ánægja í landbúnaðarráðuneytinu vegna fyrstu niðurstaðna þessarar tilraunar en í dag er RusMoloko meðal þriggja stærstu mjólkurframleiðenda í Rússlandi.

Tilraunin stendur enn yfir og er þarlendum kúabúseigendum boðið að taka þátt, en hlekk á skráningu má finna hjá rússnesku vefsíðunni www.msh.mosreg.ru/

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f