Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sveinn Margeirsson í skýrslutöku hjá lögreglunni
Mynd / Matís
Fréttir 15. ágúst 2019

Sveinn Margeirsson í skýrslutöku hjá lögreglunni

Höfundur: smh

Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís, var á dögunum kallaður á skrifstofur lögreglunnar á Blönduósi til skýrslutöku vegna mála frá því í október í fyrra. Þá stýrði hann nýrri aðferð við heimaslátrun á lambi (svokallaðri örslátrun) á bænum Birkihlíð í Skagafirði – og seldi afurðir þess síðan í kjölfarið á bændamarkaði á Hofsósi.

Í nóvember fór  Matvælastofnun fram á opinbera rannsókn á málinu vegna sölunnar á þessum afurðum.

„Já, ég var í skýrslutöku hjá lögreglunni þar sem ég var spurður út í framkvæmdina á þessari tilraun fyrir tæpu ári síðan. Ég var auðvitað ábyrgur fyrir þessu en ég taldi mig bara vera að sinna hlutverki félagsins, sem er að auka verðmæti landbúnaðarafurða og bæta matvælaöryggi,“ segir Sveinn. Meint brot mun felast í því að hann hafi tekið sauðfé til slátrunar utan löggilts sláturhúss og sett kjötafurðir af því á markað án þess að þær hafi verið heilbrigðisskoðaðar í samræmi við lög.

Fyrirkomulag heimaslátrunar víða vandamál

Sveinn Margeirsson.

Sveinn segir að flestir viti að heimaslátrun tíðkist mjög víða. „Vandamálið við þá slátrun alla alla er m.a. meðhöndlunin á lífrænum úrgangi. Á meðan heimaslátrun grasserar undir yfirborðinu er verið að skapa slík vandamál en ekki leysa. Tillögur okkar hljóðuðu á þá lund að bændur gætu komið sér upp aðstöðu til að slátra sjálfir og stunda bein viðskipti með sínar afurðir. Í þeim voru verklagsstaðlar sem gera ráð fyrir eðlilegu innra eftirliti og þeim fylgdum við í hvívetna í tilrauninni í Birkihlíð. Til dæmis voru öll sýni örverumæld og reyndust langt innan þeirra marka sem miðað er við - og þegar það lá fyrir ákvað ég að setja kjötið á markað. Þá tók við næsti hluti tilraunarinnar; að athuga hvort áhugi væri á slíkum afurðum á markaði og það kom á daginn að það reyndist svo sannarlega vera. 

Ég hef farið víða á undanförnum misserum og skoðað svipað fyrir—komulag í ýmsum löndum þar sem þetta virkar vel, til dæmis í Sviss. Þar er litið á þetta sem eðlilega verðmætasköpun til sveita. Með slíku fyrirkomulagi gætu bændur líka stýrt betur sláturtíma sinna gripa og haft margvíslegt hagræði af því að auki.“

Rangar áherslur

„Mér finnst skjóta skökku við að eltast við svona mál í stað þess að einbeita sér að því að búa bændum betra umhverfi til þess að skapa sér verðmæti úr sínum afurðum, ekki síst vegna þess hvernig lögin hljóma sem ég er kærður fyrir brot á [lög um slátrun og sláturafurðir], þar sem segir að tilgangur laganna sé að tryggja svo sem kostur sé gæði, heilnæmi og hollustu sláturafurða,“ segir Sveinn. 

„Þarna virðist gleymast stundum þáttur gæðanna í þessu öllu saman. Einn aðaltilgangurinn okkar í þessari tilraun var til að mynda að hámarka gæði kjötsins og meyrni þess.

Sveinn segir að í stóra samhenginu skipti það hann ekki aðalmáli hverjar málalyktir verða í þessu, heldur hvað gerist varðandi afkomumöguleika sauðfjárbænda á næstu misserum. „Þetta snýst dálítið um pólitískan vilja til að breyta regluverkinu þannig að bændum séu gefin eðlileg tækifæri til að stunda atvinnurekstur eins og þeir vilja gera það.“ 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...