Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Egg og dúnn í æðarhreiðri.
Egg og dúnn í æðarhreiðri.
Mynd / TB
Fréttir 16. ágúst 2019

Sveiflur í æðardúnstekju yfir landið

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Í síðasta tölublaði Bændablaðsins var rætt við nokkra æðarbændur á Vestur­landi og Vestfjörðunum sem voru sammála um að draumaár hefði verið hjá þeim á sínu svæði. Sömu sögu er ekki hægt að segja af æðarbændum annars staðar á landinu en á Norðurlandi og Norðausturlandi eru æðarbændur ekki jafn ánægðir með útkomu ársins og getur verið nokkrum þáttum um að kenna. 
 
„Þetta var mjög skrýtið vor hérna en fínt, fuglinn kom seint og það var minna af honum en venjulega. Sennilega var það vegna ætisskorts, það var loðna í firðinum en hún var sennilega of djúpt svo fuglinn náði henni ekki. Ég myndi áætla að það hafi verið um 70 prósent af þeim fjölda sem er í venjulegu ári en um 40 prósent minna af dún. Við sluppum við rigningu og dúnninn er þokkalegur. Fuglinn var farinn að græja hreiðrin í kringum 20. maí en það fór lítið fyrir þeim og þær svona smá komu inn. Þetta er frekar lélegt ár en ekkert í líkingu við 2006 þegar kom slæmt maíhret svo þær drápust á hreiðrum og stór hluti varpsins fór í eyði og kom ekki aftur,“ segir Kristinn Ásmundsson á Höfða í Grýtubakkahreppi, formaður Félags æðarbænda í Eyjafirði og Skjálfanda. 
 
Um 900 fuglar drepist
 
„Þetta gekk ekki vel í vor og það drapst mikið af fugli bæði núna og í fyrra. Við vitum ekki af hverju þetta stafar en okkur var sagt af dýralækni að sennilega væri þetta fuglakólera. Hér voru tekin sýni úr vatni og drullukeldu en við eigum eftir að fá niðurstöður úr því. Í ár og síðasta hafa sennilega drepist hátt í 900 fuglar hjá okkur sem er mjög mikið. Það er ekki veðurfari um að kenna og þó að það hafi verið lítil loðna á Norðurlandi var varpið óvenju langt eða sem sagt yfir óvenju langan tíma. Það er allt í lagi með dúninn, það á eftir að hreinsa hann en hann lítur vel út,“ útskýrir Guðlaug Jóhannsdóttir, bóndi á Hrauni á Skaga. 
 
Kuldakafli fyrir norðan
 
Margrét Rögnvaldsdóttir er í forsvari fyrir stórfjölskyldu sína sem sinnir æðarvarpi á ættaróðali fjölskyldunnar á Harðbak á Melrakkasléttu. Þar að auki er Margrét í stjórn Æðarræktarfélags Íslands. 
„Það var mjög gott veður í lok apríl en síðan kom kuldakafli. Það var eitthvað byrjað í byrjun maí en síðan kom stopp eða réttara sagt þær hættu að skríða upp. Þetta er um 60–70 prósent af því sem við sjáum í venjulegu ári. Þetta hef ég líka heyrt hjá fleiri bændum á Norðausturlandi, eða frá Tjörnesi að Vopnafirði en einnig eru bændur sem sjá svipað varp og venjulega hjá sér í ár. Það hefur verið talað um veðrið og ætið en þær voru greinilega seinni í varpið því þær voru ekki nógu feitar. Við fengum mink í varpið hjá okkur og er það auðvitað einn þáttur sem hefur áhrif. Síðasta sumar var ofsalega gott á þessu svæði og var meira þá en í meðalári svo þetta getur alltaf sveiflast.“ 
 

Skylt efni: æðarbændur | æðardúnn

Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu
Fréttir 9. desember 2022

Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggur til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á b...

Jólaskógarnir opnir á aðventunni
Fréttir 9. desember 2022

Jólaskógarnir opnir á aðventunni

Á aðventunni opna jólaskógar skógræktarfélaganna í landinu fyrir þeim sem vilja ...

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri
Fréttir 8. desember 2022

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri

Auðhumla hefur ráðið Jóhannes Hreiðar Símonarson framkvæmdastjóra Auðhumlu svf.

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum
Fréttir 8. desember 2022

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum

Matvælastofnun hefur lagt stjórn­valdssekt á Arnarlax ehf. upp á 120 milljón kró...

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn
Fréttir 7. desember 2022

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn

Talsverðar breytingar urðu á stjórn samtakanna Slow Food Reykjavík á aðalfundi þ...

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti
Fréttir 7. desember 2022

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið HorseDay rekur samnefnt smáforrit um flest allt se...

Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...