Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Skógareyðing á Fílabeinsströnd Afríku er gríðarleg og eru skógar aðallega felldir til að rækta kakóbaunir til súkkulaðiframleiðslu.
Skógareyðing á Fílabeinsströnd Afríku er gríðarleg og eru skógar aðallega felldir til að rækta kakóbaunir til súkkulaðiframleiðslu.
Fréttir 29. október 2019

Súkkulaði og skógareyðing

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ný lög sem búist er við að verði samþykkt á Fílabeinsströndinni gætu orðið til þess að þúsundir hektara af vernduðum frum­skógum verði felldir til að auka við súkkulaðiframleiðslu í landinu. Lögin gera ráð fyrir að verndun skóganna verði aflétt og þeir afhentir súkkulaðiframleiðendum til afnota að eigin vild í 24 ár.

Eyðing náttúrulegra skóga á Fílabeinsströnd Afríku er nú þegar gríðarleg og talið að allt að 85% frum- eða náttúrulegra skóga hafi þegar verið eytt. Samkvæmt nýju lögunum verða stór náttúruleg skógarsvæði rudd og í þeirra stað ræktaðir upp nytja- eða landbúnaðarskógar með kakótrjám til súkkulaðiframleiðslu.

Þeir sem harðast berjast gegn samþykkt laganna segja réttilega að nauðsynlegt sé að varðveita líffræðilega fjölbreytni og ekki sé réttlætanlegt að breyta náttúrulegum skógum ein einsleita nytjaskóga.

Fylgjendur laganna segja að stefna stjórnvalda sé að vernda náttúrulega skóga í landinu og það megi gera með þeim tekjum sem fáist verði lögin samþykkt.

Lögin miðast við að fyrirtækin geti nýtt skógana að vild í 24 ár. Kakó- og súkkulaðiframleiðsla á Fílabeinsströndinni er um 1/3 af súkkulaðiframleiðslu heimsins og er sögð skila tekjum upp á 100 milljarða á ári sem jafngildir rúmum 12,5 milljörðum íslenskra króna á sama tíma og meðallaun í landinu eru innan við einn bandaríkjadalur á dag, eða um hundrað krónur.

Fjögur fyrirtæki eru stærstu kaupendur kakóbauna í heiminum, Hershey, Mars, Nestle og Cadbury, sem framleiða meðal annars Hershey-súkkulaði og -kossa, Mars og Snickers. 

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...