Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Skógareyðing á Fílabeinsströnd Afríku er gríðarleg og eru skógar aðallega felldir til að rækta kakóbaunir til súkkulaðiframleiðslu.
Skógareyðing á Fílabeinsströnd Afríku er gríðarleg og eru skógar aðallega felldir til að rækta kakóbaunir til súkkulaðiframleiðslu.
Fréttir 29. október 2019

Súkkulaði og skógareyðing

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ný lög sem búist er við að verði samþykkt á Fílabeinsströndinni gætu orðið til þess að þúsundir hektara af vernduðum frum­skógum verði felldir til að auka við súkkulaðiframleiðslu í landinu. Lögin gera ráð fyrir að verndun skóganna verði aflétt og þeir afhentir súkkulaðiframleiðendum til afnota að eigin vild í 24 ár.

Eyðing náttúrulegra skóga á Fílabeinsströnd Afríku er nú þegar gríðarleg og talið að allt að 85% frum- eða náttúrulegra skóga hafi þegar verið eytt. Samkvæmt nýju lögunum verða stór náttúruleg skógarsvæði rudd og í þeirra stað ræktaðir upp nytja- eða landbúnaðarskógar með kakótrjám til súkkulaðiframleiðslu.

Þeir sem harðast berjast gegn samþykkt laganna segja réttilega að nauðsynlegt sé að varðveita líffræðilega fjölbreytni og ekki sé réttlætanlegt að breyta náttúrulegum skógum ein einsleita nytjaskóga.

Fylgjendur laganna segja að stefna stjórnvalda sé að vernda náttúrulega skóga í landinu og það megi gera með þeim tekjum sem fáist verði lögin samþykkt.

Lögin miðast við að fyrirtækin geti nýtt skógana að vild í 24 ár. Kakó- og súkkulaðiframleiðsla á Fílabeinsströndinni er um 1/3 af súkkulaðiframleiðslu heimsins og er sögð skila tekjum upp á 100 milljarða á ári sem jafngildir rúmum 12,5 milljörðum íslenskra króna á sama tíma og meðallaun í landinu eru innan við einn bandaríkjadalur á dag, eða um hundrað krónur.

Fjögur fyrirtæki eru stærstu kaupendur kakóbauna í heiminum, Hershey, Mars, Nestle og Cadbury, sem framleiða meðal annars Hershey-súkkulaði og -kossa, Mars og Snickers. 

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...