Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ábúðarfullt fólk að undirrita samning, pennarnir sem notaðir voru til verksins voru unnir úr eyfirsku lerki og eik. Á myndinni eru frá vinstri: Pétur Halldórsson, Finnur Yngvi Kristinsson, Sigríður Hrefna Pálsdóttir og Ingólfur Jóhannsson.
Ábúðarfullt fólk að undirrita samning, pennarnir sem notaðir voru til verksins voru unnir úr eyfirsku lerki og eik. Á myndinni eru frá vinstri: Pétur Halldórsson, Finnur Yngvi Kristinsson, Sigríður Hrefna Pálsdóttir og Ingólfur Jóhannsson.
Fréttir 24. maí 2022

Styrktarsamningur Eyjafjarðarsveitar og Skógræktarfélags Eyfirðinga markar tímamót

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Skrifað hefur verið undir styrktar­samning til tveggja ára milli Skógræktarfélags Eyfirðinga og Eyjafjarðarsveitar.

„Þessi styrktarsamningur við Eyjafjarðarsveit markar viss tímamót í starfi Skógræktarfélags Eyfirðinga. Hann styrkir stoðir elsta starfandi skógræktarfélags landsins og gerir því kleift að sinna betur skógarreitum í umsjón félagsins sem eru í Eyjafjarðarsveit,“ segir Sigríður Hrefna Pálsdóttir, formaður Skógræktarfélags Eyfirðinga.

Sameiginlega munu skógræktar­félagið og sveitarfélagið vinna saman að góðum verkum sem tengjast umhirðu og bættu aðgengi skóglenda, lýðheilsu, kolefnisjöfnunar, fræðslu og náttúruskoðunar svo eitthvað sé nefnt. Sigríður Hrefna segir Skóg­ræktar­félagið vera með 6 misstóra reiti í Eyjafjarðarsveit í sinni umsjón.

„Þessi tveggja ára samningur gerir allt okkar starf markvissara og styrkir samtalið og samvinnuna við íbúa sveitarfélagsins. Við í stjórn Skógræktarfélags Eyfirðinga erum mjög ánægð með þessa þróun og hlökkum til frekara samstarfs við Eyjafjarðarsveit,“ segir hún.

Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur ræktað sína reiti í yfir 90 ár og eftir því sem skógarnir stækka og trén hækka eykst skjólið og jarðvegurinn dýpkar og magnast. Margir af þeim 11 skógarreitum í umsjón félagsins henta vel til útivistar, um þá er hægt að rölta í skjóli trjánna við fuglasöng og lækjarnið. Í flestum er hægt að finna falleg rjóður þar sem hægt er að hvílast og borða nesti.

Skógræktarfélagið hefur í áratugi verið með þjónustusamning við Akureyrarbæ sem nýttur hefur verið við vinnu í Kjarnaskógi þar sem skógarhjarta félagsins slær. En fulltrúar í stjórn Skógræktarfélags Eyfirðinga vilja gera betur og hafa því í vetur unnið með fulltrúum þeirra sveitarfélaga þar sem skógarreitir félagsins eru í því skyni að finna flöt á samstarfi.

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...

Kjúklingar aftur í Grindavík
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...