Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Ábúðarfullt fólk að undirrita samning, pennarnir sem notaðir voru til verksins voru unnir úr eyfirsku lerki og eik. Á myndinni eru frá vinstri: Pétur Halldórsson, Finnur Yngvi Kristinsson, Sigríður Hrefna Pálsdóttir og Ingólfur Jóhannsson.
Ábúðarfullt fólk að undirrita samning, pennarnir sem notaðir voru til verksins voru unnir úr eyfirsku lerki og eik. Á myndinni eru frá vinstri: Pétur Halldórsson, Finnur Yngvi Kristinsson, Sigríður Hrefna Pálsdóttir og Ingólfur Jóhannsson.
Fréttir 24. maí 2022

Styrktarsamningur Eyjafjarðarsveitar og Skógræktarfélags Eyfirðinga markar tímamót

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Skrifað hefur verið undir styrktar­samning til tveggja ára milli Skógræktarfélags Eyfirðinga og Eyjafjarðarsveitar.

„Þessi styrktarsamningur við Eyjafjarðarsveit markar viss tímamót í starfi Skógræktarfélags Eyfirðinga. Hann styrkir stoðir elsta starfandi skógræktarfélags landsins og gerir því kleift að sinna betur skógarreitum í umsjón félagsins sem eru í Eyjafjarðarsveit,“ segir Sigríður Hrefna Pálsdóttir, formaður Skógræktarfélags Eyfirðinga.

Sameiginlega munu skógræktar­félagið og sveitarfélagið vinna saman að góðum verkum sem tengjast umhirðu og bættu aðgengi skóglenda, lýðheilsu, kolefnisjöfnunar, fræðslu og náttúruskoðunar svo eitthvað sé nefnt. Sigríður Hrefna segir Skóg­ræktar­félagið vera með 6 misstóra reiti í Eyjafjarðarsveit í sinni umsjón.

„Þessi tveggja ára samningur gerir allt okkar starf markvissara og styrkir samtalið og samvinnuna við íbúa sveitarfélagsins. Við í stjórn Skógræktarfélags Eyfirðinga erum mjög ánægð með þessa þróun og hlökkum til frekara samstarfs við Eyjafjarðarsveit,“ segir hún.

Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur ræktað sína reiti í yfir 90 ár og eftir því sem skógarnir stækka og trén hækka eykst skjólið og jarðvegurinn dýpkar og magnast. Margir af þeim 11 skógarreitum í umsjón félagsins henta vel til útivistar, um þá er hægt að rölta í skjóli trjánna við fuglasöng og lækjarnið. Í flestum er hægt að finna falleg rjóður þar sem hægt er að hvílast og borða nesti.

Skógræktarfélagið hefur í áratugi verið með þjónustusamning við Akureyrarbæ sem nýttur hefur verið við vinnu í Kjarnaskógi þar sem skógarhjarta félagsins slær. En fulltrúar í stjórn Skógræktarfélags Eyfirðinga vilja gera betur og hafa því í vetur unnið með fulltrúum þeirra sveitarfélaga þar sem skógarreitir félagsins eru í því skyni að finna flöt á samstarfi.

Kjötskortur, hvað?
Fréttir 24. mars 2023

Kjötskortur, hvað?

Sé horft til ásetningsfjölda gripa á landinu er fyrirsjáanlegt að framboð á kjöt...

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum
Fréttir 24. mars 2023

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum

Aðalfundur deildar svínabænda Bændasamtaka Íslands var haldinn í Saltvík 16. mar...

Um 5% fækkun sauðfjár
Fréttir 24. mars 2023

Um 5% fækkun sauðfjár

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum úr matvælaráðuneytinu hefur orðið um fimm prósen...

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa
Fréttir 24. mars 2023

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa

Tvö eggjabú munu hætta framleiðslu í júní nk. Formaður deildar eggjabænda segir ...

Áburðarframleiðsla á döfinni
Fréttir 23. mars 2023

Áburðarframleiðsla á döfinni

Á Búnaðarþingi mun Þorvaldur Arnarsson, verkefnastjóri hjá Landeldi hf., kynna v...

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra
Fréttir 23. mars 2023

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra

Matvælaráðherra fundaði með eyfirskum bændum síðastliðið sunnudagskvöld í mötune...

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin
Fréttir 23. mars 2023

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin

Á mánudaginn var hið íslenska Næra fiskinasl frá Responsible Foods útnefnt besta...

Ekki féhirðir annarra
Fréttir 23. mars 2023

Ekki féhirðir annarra

Þórarinn Skúlason og Guðfinna Guðnadóttir, bændur á Steindórsstöðum, eru á meðal...