Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Ábúðarfullt fólk að undirrita samning, pennarnir sem notaðir voru til verksins voru unnir úr eyfirsku lerki og eik. Á myndinni eru frá vinstri: Pétur Halldórsson, Finnur Yngvi Kristinsson, Sigríður Hrefna Pálsdóttir og Ingólfur Jóhannsson.
Ábúðarfullt fólk að undirrita samning, pennarnir sem notaðir voru til verksins voru unnir úr eyfirsku lerki og eik. Á myndinni eru frá vinstri: Pétur Halldórsson, Finnur Yngvi Kristinsson, Sigríður Hrefna Pálsdóttir og Ingólfur Jóhannsson.
Fréttir 24. maí 2022

Styrktarsamningur Eyjafjarðarsveitar og Skógræktarfélags Eyfirðinga markar tímamót

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Skrifað hefur verið undir styrktar­samning til tveggja ára milli Skógræktarfélags Eyfirðinga og Eyjafjarðarsveitar.

„Þessi styrktarsamningur við Eyjafjarðarsveit markar viss tímamót í starfi Skógræktarfélags Eyfirðinga. Hann styrkir stoðir elsta starfandi skógræktarfélags landsins og gerir því kleift að sinna betur skógarreitum í umsjón félagsins sem eru í Eyjafjarðarsveit,“ segir Sigríður Hrefna Pálsdóttir, formaður Skógræktarfélags Eyfirðinga.

Sameiginlega munu skógræktar­félagið og sveitarfélagið vinna saman að góðum verkum sem tengjast umhirðu og bættu aðgengi skóglenda, lýðheilsu, kolefnisjöfnunar, fræðslu og náttúruskoðunar svo eitthvað sé nefnt. Sigríður Hrefna segir Skóg­ræktar­félagið vera með 6 misstóra reiti í Eyjafjarðarsveit í sinni umsjón.

„Þessi tveggja ára samningur gerir allt okkar starf markvissara og styrkir samtalið og samvinnuna við íbúa sveitarfélagsins. Við í stjórn Skógræktarfélags Eyfirðinga erum mjög ánægð með þessa þróun og hlökkum til frekara samstarfs við Eyjafjarðarsveit,“ segir hún.

Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur ræktað sína reiti í yfir 90 ár og eftir því sem skógarnir stækka og trén hækka eykst skjólið og jarðvegurinn dýpkar og magnast. Margir af þeim 11 skógarreitum í umsjón félagsins henta vel til útivistar, um þá er hægt að rölta í skjóli trjánna við fuglasöng og lækjarnið. Í flestum er hægt að finna falleg rjóður þar sem hægt er að hvílast og borða nesti.

Skógræktarfélagið hefur í áratugi verið með þjónustusamning við Akureyrarbæ sem nýttur hefur verið við vinnu í Kjarnaskógi þar sem skógarhjarta félagsins slær. En fulltrúar í stjórn Skógræktarfélags Eyfirðinga vilja gera betur og hafa því í vetur unnið með fulltrúum þeirra sveitarfélaga þar sem skógarreitir félagsins eru í því skyni að finna flöt á samstarfi.

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...

Spretthópur skipaður til að bregðast við afkomuvanda bænda
Fréttir 3. júní 2022

Spretthópur skipaður til að bregðast við afkomuvanda bænda

Tilkynnt var um það á vef matvælaráðuneytisins í morgun að Svandís Svavarsdóttir...

Orkuframleiðsla með kolum jókst um 18%
Fréttir 2. júní 2022

Orkuframleiðsla með kolum jókst um 18%

Þrátt fyrir allt tal um að draga verði úr losun koltvísýrings (CO2) þá jókst not...