Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hreinn Óskarsson frá Skógræktinni, Bjarni Finnsson, stjórnarformaður Pokasjóðs og Árni Bragason frá Landgræðslunni skrifa undir samstarfssamning Nýmarka.
Hreinn Óskarsson frá Skógræktinni, Bjarni Finnsson, stjórnarformaður Pokasjóðs og Árni Bragason frá Landgræðslunni skrifa undir samstarfssamning Nýmarka.
Mynd / Áskell Þórisson.
Fréttir 11. apríl 2023

Styrkir til að gróðursetja milljón plöntur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýverið var sett á laggirnar verkefni sem kallast Nýmörk og er markmið þess að styrkja gróðursetningu á um einni milljón trjáplantna víðs vegar um landið á næstu fimm árum.

Nýmörk er samstarfsverkefni Pokasjóðs, Landgræðslunnar og Skógræktarinnar.

Pokasjóður hefur lagt verkefninu til um 150 milljón krónur en Landgræðslan og Skógræktin munu annast utanumhald og faglega vinnu við það. Gert er ráð fyrir því að plönturnar muni þekja fjögur til fimm hundruð hektara.

Síðasta verkefni Pokasjóðs

Bjarni Finnsson, stjórnarformaður Pokasjóðs, segir að þar sem verið sé að leggja niður sjóðinn hafi verið ákveðið að styrkja skógrækt og landgræðslu með myndarlegum hætti og loka sjóðnum þannig.

„Stærstu aðilarnir sem staðið hafa að Pokasjóði eru Hagar, Samkaup og Vínbúðirnar en nú á að leggja sjóðinn niður eftir 27 ár. Sjóðurinn úthlutaði á þarsíðasta ári um hundrað milljónum og núna sem síðasta úthlutun var ákveðið að styðja einstaklinga og félagasamtök sem standa utan við bændaskóga og landshlutaverkefni í skógrækt til góðra verka.

Okkur sýnist að fjárhæðin sem stendur til boða dugi til að kaupa allt að því milljón skóg- eða bakkaplöntur til útplöntunar.“

Bjarni segir að styrkurinn sé á bilinu 80 til 100 krónur fyrir hverja plöntu og hann er greiddur eftir að búið er að kaupa plönturnar. „Við úthlutum því ekki plöntum. Heldur fer fólk sjálft og finnur og kaupir plönturnar.“

Nýmörk veitir félagasamtökum og einstaklingum tækifæri til að auka kolefnisbindingu þar sem lögð verður áhersla á ræktun skógarplantna sem eru vel til þess fallnar, eins og ösp, birki og furu.  Mynd / Myndasafn Bændablaðsins

Stærð lands

Einstaklingar og félagasamtök sem hafa yfir að ráða land sem fallið er til skógræktar geta sótt um styrk til plöntukaupa. Stærð lands eru um þrír hektarar til tuttugu hektarar, frístundalóðir eru ekki styrkhæfar, og þarf landið að vera girt og friðað fyrir beit.

Nýmörk mun styrkja plöntukaup þeirra sem hljóta styrki en viðkomandi munu sjálfir sjá um að planta þeim út í sínu landi.

Auka kolefnisbindingu

Með verkefninu gefst félagasamtökum og einstaklingum tækifæri á að auka kolefnisbindingu og lögð verður áhersla á ræktun skógarplantna sem eru vel til þess fallnar, eins og ösp, birki og furu.

Opið er fyrir umsóknir um styrki til plöntukaupa á vefsíðu verkefnisins www.nymork.is til 15.apríl næstkomandi.

Skylt efni: Skógrækt | Nýmörk

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...