Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hreinn Óskarsson frá Skógræktinni, Bjarni Finnsson, stjórnarformaður Pokasjóðs og Árni Bragason frá Landgræðslunni skrifa undir samstarfssamning Nýmarka.
Hreinn Óskarsson frá Skógræktinni, Bjarni Finnsson, stjórnarformaður Pokasjóðs og Árni Bragason frá Landgræðslunni skrifa undir samstarfssamning Nýmarka.
Mynd / Áskell Þórisson.
Fréttir 11. apríl 2023

Styrkir til að gróðursetja milljón plöntur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýverið var sett á laggirnar verkefni sem kallast Nýmörk og er markmið þess að styrkja gróðursetningu á um einni milljón trjáplantna víðs vegar um landið á næstu fimm árum.

Nýmörk er samstarfsverkefni Pokasjóðs, Landgræðslunnar og Skógræktarinnar.

Pokasjóður hefur lagt verkefninu til um 150 milljón krónur en Landgræðslan og Skógræktin munu annast utanumhald og faglega vinnu við það. Gert er ráð fyrir því að plönturnar muni þekja fjögur til fimm hundruð hektara.

Síðasta verkefni Pokasjóðs

Bjarni Finnsson, stjórnarformaður Pokasjóðs, segir að þar sem verið sé að leggja niður sjóðinn hafi verið ákveðið að styrkja skógrækt og landgræðslu með myndarlegum hætti og loka sjóðnum þannig.

„Stærstu aðilarnir sem staðið hafa að Pokasjóði eru Hagar, Samkaup og Vínbúðirnar en nú á að leggja sjóðinn niður eftir 27 ár. Sjóðurinn úthlutaði á þarsíðasta ári um hundrað milljónum og núna sem síðasta úthlutun var ákveðið að styðja einstaklinga og félagasamtök sem standa utan við bændaskóga og landshlutaverkefni í skógrækt til góðra verka.

Okkur sýnist að fjárhæðin sem stendur til boða dugi til að kaupa allt að því milljón skóg- eða bakkaplöntur til útplöntunar.“

Bjarni segir að styrkurinn sé á bilinu 80 til 100 krónur fyrir hverja plöntu og hann er greiddur eftir að búið er að kaupa plönturnar. „Við úthlutum því ekki plöntum. Heldur fer fólk sjálft og finnur og kaupir plönturnar.“

Nýmörk veitir félagasamtökum og einstaklingum tækifæri til að auka kolefnisbindingu þar sem lögð verður áhersla á ræktun skógarplantna sem eru vel til þess fallnar, eins og ösp, birki og furu.  Mynd / Myndasafn Bændablaðsins

Stærð lands

Einstaklingar og félagasamtök sem hafa yfir að ráða land sem fallið er til skógræktar geta sótt um styrk til plöntukaupa. Stærð lands eru um þrír hektarar til tuttugu hektarar, frístundalóðir eru ekki styrkhæfar, og þarf landið að vera girt og friðað fyrir beit.

Nýmörk mun styrkja plöntukaup þeirra sem hljóta styrki en viðkomandi munu sjálfir sjá um að planta þeim út í sínu landi.

Auka kolefnisbindingu

Með verkefninu gefst félagasamtökum og einstaklingum tækifæri á að auka kolefnisbindingu og lögð verður áhersla á ræktun skógarplantna sem eru vel til þess fallnar, eins og ösp, birki og furu.

Opið er fyrir umsóknir um styrki til plöntukaupa á vefsíðu verkefnisins www.nymork.is til 15.apríl næstkomandi.

Skylt efni: Skógrækt | Nýmörk

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...