Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Merkingar á slysdegi er mótorhjólamaður lést sumarið 2019.
Merkingar á slysdegi er mótorhjólamaður lést sumarið 2019.
Fréttir 10. nóvember 2020

Stundum sárnar manni hvert eldsneytisskattpeningarnir fara

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum umræðan um hættulegt malbik síðan í sumar eftir að banaslys var rakið til malbiks sem ekki stóðst kröfur. Það sem færri vita er að þessar kvartanir bifhjólafólks hafa verið árlegar síðan á síðustu öld, en ég sem mótorhjólamaður síðastliðin rúm fjörutíu ár kannast vel við kvartanir um lélegt malbik fyrir okkur mótorhjólafólk. 

Við höfum bent á hættur ítrekað nánast á hverju ári síðan ég byrjaði mína mótorhjólamennsku fyrir 1980. Allir sem kaupa eldsneyti borga af því skatt til vegagerðar og vegabóta, en oft finnst manni þessi peningur fara annað en þangað sem hann á að fara.

Blæðingar í malbiki gera vetrardekk gagnslaus í hálku og snjó

Fyrir rúmri viku síðan átti ég erindi norður í land og þar sem að veðurspáin virtist vera að hætta væri á snjókomu og hálku á þeim fjallvegum, þá setti ég nagladekkin mín undir bílinn minn. Eftir að hafa keyrt yfir Holtavörðuheiði tók ég eftir að töluverð tjara hafði safnast á dekkin þegar ég stoppaði í Staðaskála, það var lítið við þessu að gera annað en að halda áfram. Á Blönduósi voru komnir tjörukleprar á öll dekk og eftir var Öxnadalsheiðin. Áfram var haldið og uppi á heiðinni var búið að snjóa það mikið að ekki sást í malbik og ekki enn byrjað að skafa. Gripið í nýju negldu dekkjunum mínum var nánast ekkert, sérhannað vetrarmunstrið var fullt af tjöru og ef ekki hefðu verið naglar í dekkjunum hefði ég verið í slæmum málum. Þarna kom vel í ljós nauðsyn nagla við þessar aðstæður, en þrátt fyrir naglana var bíllinn mjög laus á veginum því að vetrardekkjaeiginleikar dekkjanna voru ekki neinir vegna tjöru. 

Svona blæðingar eru of algengar víða um land og þarf að bæta úr ef ekki á að verða slys, en fólk verður að geta treyst á að ekki safnist tjara í munstrið á dekkjunum á láglendi áður en haldið er á hærri vegi sem á er snjór og hálka.

Ljótar myndir á spjallsíðum atvinnubílstjóra og áhugasamra um bættar samgöngur

Í verði af hverjum lítra af eldsneyti fer samkvæmt lögum viss upphæð til vegagerðar og vegabóta og okkur sem notum vegi landsins sárnar alltaf hvað lítið er hlustað á vegfarendur þegar kvartað er út af slæmu ástandi vega. 

Síðustu árin hafa reglulega verið birtar myndir frá bílstjórum sem hafa lent í miklum blæðingum úr malbiki á veturna. Að fara með svona dekk á hálar heiðar er einfaldlega stórhættulegt og er ekki spurning um hvort heldur bara hvenær að það verður svo alvarlegt slys af völdum þess að öll landsbyggðin verður í áfalli. Það verður að hlusta á þessar kvartanir og vinna bót á þessu sem fyrst því að þetta ástand er ekki boðlegt, það er einfaldlega grátlegt að vera búinn að fjárfesta í bestu fáanlegu vetrardekkjunum og svo virka þau ekki vegna tjörublæðinga.

Ábendingar hunsaðar og ekkert gert fyrr en að umræðan er í öllum fjölmiðlum

Oft hefur maður hlustað á Ólaf Guðmundsson umferðarsérfræðing í fjölmiðlum kvarta undan hörmulegu ástandi vega, en það er eins og ekkert sé hlustað á Ólaf og hans ráðleggingar. Oftar en ekki finnst manni að orð hans séu túlkuð á þann veg að hann viti ekkert hvað hann er að segja. Ekkert gert til að bæta og laga þær ábendingar sem hann gefur. 

Fyrir nokkru síðan hóf mótorhjólaklúbburinn Sturlungar í Hafnarfirði söfnun til að bæta vegmerkingu á þeim stað sem félagi þeirra lést í slysi sumarið 2019. Afskaplega dapurt fyrir ríkisfyrirtæki að lítill mótorhjólaklúbbur þurfi að taka af skarið og safna fé upp á eigin spýtur til að bæta vegmerkingar svo að ekki verði annað slys á staðnum þar sem þeir misstu félaga sinn. Það var ekki fyrr en söfnunin var komin í fjölmiðla að Vegagerðin merkti hættuna þrátt fyrir að í bráðabirgðaskýrslu rannsóknarnefndar umferðarslysa hafi strax verið bent á þessa hættu 2019, en nú haustið 2020 er búið að merkja hættuna, meira en ári eftir fyrstu ábendingar. Söfnunarfé Sturlunga verður gefið á Grensásdeild þar sem Vegagerðin er búin að merkja hættuna, en mikið vildi ég sjá Vegagerðina gefa sömu upphæð á Grensásdeildina, bara svona til að laga aðeins neikvæða umræðu í þeirra garð. Í áframhaldi vona ég að Vegagerðin skoði alvarlega blæðingavandamál þjóðvega á landsbyggðinni áður en rekja má slys til blæðinga.

Núverandi merking Vegagerðarinnar rúmu ári eftir slys og mikla baráttu félaga hins látna.

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...