Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Brúin yfir Jökulsá, en þar er fyrirhugað að setja tví­breiða brú.
Brúin yfir Jökulsá, en þar er fyrirhugað að setja tví­breiða brú.
Mynd / HKr.
Fréttir 16. apríl 2020

Stórátak í að eyða einbreiðum brúm um allt land

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra hefur ákveðið með sínu fólki í ríkisstjórn að á þessu ári muni hefjast verulegt átak í að skipta út einbreiðum brúm.

Ætlunin er að verja aukalega 3.300 m. kr. til að breikka einbreiðar brýr, alls um 5.200 milljónum á næstu tveimur árum. Alls verða til um 140 ársverk vegna átaksins.

Elsta einbreiða brúin á hringveginum er brúin yfir Jökulsá á Fjöllum, byggð 1947, er orðin 73 ára gömul og komin af léttasta skeiðinu. Sú yngsta er yfir Selá í Álftafirði en hún var byggð 1985 og er því 35 ára gömul.

Áætlað er að breikka brýr yfir Köldukvíslargil á Norðaustur­vegi, Gilsá á Völlum á Skriðdals- og Breiðdalsvegi, Botnsá í Tálkna­firði, Bjarnadalsá í Önundarfirði, Núps­vötn, Stóru-Laxá á Skeiða- og Hruna­manna­vegi, og Skjálfanda­fljót á Hringvegi hjá Fosshóli við Goða­foss. Auk þessa er unnið eftir samgönguáætlun en þar eru brýr yfir Jökulsá, Sólheimasandi, Hattardalsá og Steinavötn, Brunná austan við Kirkjubæjarklaustur, Kvíá í Öræfa­sveit og Fellsá í Suðursveit sem fá að víkja fyrir nýrri kynslóð. 

Skylt efni: einbreiðar brýr | brýr

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...