Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Stöngulryðsveppur herjar á hveiti í Evrópu
Fréttir 13. febrúar 2017

Stöngulryðsveppur herjar á hveiti í Evrópu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á síðasta ári kom upp á Sikiley sýking af völdum nýs stofns af stöngulryðsvepp. Talin er hætta á að sýkingin geti haft alvarlegar afleiðingar á hveitirækt í Evrópu á þessu ári.

Plöntusjúkdómafræðingar við Cambridge-háskóla segja að fram til þessa hafi þeir farið varlega í yfirlýsingum sínum um hættu á útbreiðslu sýkingar af völdum sveppsins og hrópa úlfur úlfur. „Í dag bendir samt margt til að sýking af völdum stöngulryðsveppsins geti orðið sú alvarlegasta sem dunið hefur yfir hveitirækt í Evrópu í herra háans tíð.“

Hætta á útbreiðslu

Bæði Alþjóðlega ryðsveppsvar­nar­miðstöðin í Danmörku og Alþjóðlega maís- og hveitiræktunarmiðstöðin í Mexíkó hafa sent frá sér viðvaranir vegna hættu á útbreiðslu sýkingarinnar og mögulegum afleiðingum hennar.

Sýking af völdum stöngulryð­sveppsins lýsir sér í að brúnleitir eða ryðleitir blettir koma á stöngul og blöð hveitiplantnanna. Bletturinn er í raun sveppasýking sem drepur plöntuna á stuttum tíma. Gró sveppanna berast auðveldlega um langar vegalengdir með vindi.

Á síðasta ári voru skemmdir af völdum sýkingarinnar aðallega bundnar við Sikiley þar sem sýkingin eyðilagði uppskeru á þúsundum hektara af hveiti.

Sýking af völdum stöngul­ryðsvepps fór um hveitiakra í Evrópu eins og eldur í sinu um miðja síðustu öld. Í framhaldi af þeim sýkingum var unnið mikið kynbótastarf sem leiddi til þess að til urðu hveitiafbrigði sem voru að mestu ónæm fyrir stöngulryðsvepp. Síðan hefur Evrópa að mestu verið laus við sýkingar stöngulryðsveppi.

Á níunda áratug síðustu aldar kom upp afbrigði af stöngulryðsveppi sem kallaðist Ug99 og olli uppskerubresti víða í Afríku og í Mið-Austurlöndum.

Ein af ástæðum mikillar hræðslu á útbreiðslu sveppsins núna er að hann getur sýkt fjölda hveitiafbrigða sem hafa verið kynbætt til að þola sýkingar af völdum margra ólíkra stofna af stöngulryðsveppi.

Gulryð breiðist út

Auk stöngulryðsvepps hafa komið upp sýkingar af völdum tveggja stofna af gulryði í hveiti. Sýkingar af völdum gulryðs hafa í fyrsta sinn komið upp á stórum svæðum í Evrópu, Norður- og Austur-Afríku og Mið-Evrópu.

Fyrir nokkrum árum olli sýking af völdum gulryðs miklum skaða og uppskerubresti á stórum svæðum í Afganistan og Norður-Ameríku.

Matvælaverð gæti hækkað

Afleiðing sýkinga í hveiti af völdum stöngulryðs og gulryðs gæti verið uppskerubrestur á stórum svæðum sem mundi leiða til hækkandi verðs á hveiti og öðrum matvælum.

Önnur afleiðing aukinnar útbreiðslu sveppasýkingarinnar er aukin notkun á sveppaeitri í landbúnaði.

Illgresinu sagt stríð á hendur með umhverfisvænum leiðum
Fréttir 3. október 2023

Illgresinu sagt stríð á hendur með umhverfisvænum leiðum

Öflun nýrrar þekkingar á baráttunni við illgresi í ræktun er meginmarkmið nýs sa...

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...