Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
/Mynd VH.
/Mynd VH.
Fréttir 26. júní 2020

Stofnvísitala þorsks lækkaði frá 2013

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hafrannsóknastofnun hefur sent frá sér skýrslu um stofnmælingar hrygningarþorsks með þorsknetum frá 1996 til 2018. Í skýrslunni eru sýndar lífmassavísitölur helstu fisk­tegunda sem fást í netaralli, ásamt útbreiðslu háfiska, krabba, sjófugla og sjávarspendýra.

Í skýrslunni er meðal annars farið yfir framkvæmd og helstu niðurstöður stofnmælingar hrygningarþorsks með þorskanetum, netarall, sem fór fram í 25. sinn dagana 25. mars til 24. apríl síðastliðinn.

Stofnvísitala þorsks lækkar

Stofnvísitala þorsks er um 6% lægri en síðastliðin þrjú ár, en hún hefur verið há frá árinu 2011 eftir að hafa verið í lágmarki árin 2002–2006. Rekja má lækkun stofnvísitölunnar til að árgangur 2013, 7 ára fiskur, er lítill og minna fékkst af 8 ára fiski. Stofnvísitala þorsks lækkar á milli ára á flestum svæðum.

Samkvæmt skýrslunni var stofnvísitala þorsks í Fjörunni við Suðvesturland óvenju lág í fyrra og hækkar talsvert milli ára en er lægri en árin þar á undan.

Kanturinn fyrir austan Eyjar sker sig áfram úr og lítið fæst nú af þorski þar.

Síðastliðinn áratug hefur vægi hrygningarsvæðanna í Faxaflóa og Breiðafirði í stofnvísitölu hrygningarþorsks aukist, en hækkun hennar frá 2011 má að stórum hluta rekja til þessara svæða.

Undanfarin ár hefur orðið aukning á hrygningu þorsks fyrir suðaustan og norðan land. Ágætt samræmi er á þróun stofn­vísitalna þorsks úr stofn­mælingum hrygningarþorsks með þorska­netum og stofnmælingum með botnvörpu.

Ástand þorsks, hér metið sem slægð þyngd og þyngd lifrar miðað við lengd, er um eða undir meðaltali tímabilsins.

Breytileiki milli svæða

Talsverður breytileiki er á ástandi á milli svæða, aldurs og lengdarflokka. Verulegar breytingar hafa orðið á vaxtarhraða þorsks, þyngd miðað við aldur, á rannsóknartímanum. Vaxtarhraði hefur aukist við vestanvert landið og við Norðurland, en dregið hefur aftur úr honum síðustu ár.

Vaxtarhraði þorsks við Suðausturland var hár í byrjun, fór síðan lækkandi en hefur aukist lítillega aftur.

Kynþroskahlutfall eftir aldri breytist ekki mikið hjá algengustu aldurshópum milli ára. Hlutfall þorskhrygna á kynþroskastigi 2, kynþroska en ekki rennandi, hefur verið í hærra lagi síðastliðin tvö ár á flestum svæðum sem gæti bent til þess að hrygning hafi verið heldur seinna á ferðinni.

Stofnvísitala ufsa í netaralli mældist há líkt og verið hefur frá árinu 2016. Vísitalan lækkar frá því í fyrra, en þá var hún sú hæsta frá árinu 2002 þegar byrjað var að mæla ufsa.

Hækkun stofnvísitölu 2019 var vegna mikillar aukningar á ufsa í Fjörunni og á Bankanum, en minni breytingar voru á öðrum svæðum. Mest mælist af 7 til 11 ára ufsa í netaralli.

Stofnvísitala lúðu lækkar

Af breytingum á stofnvísitölum annarra fisktegunda í netaralli má helst nefna að vísitala lúðu í Faxaflóa og Breiðafirði hefur hækkað hratt síðustu ár og vísitölur hrognkelsis og skarkola mældust með þeim hærri frá 1996, einkum vegna mikils afla í Breiðafirði.

Skötuselur hefur nánast horfið úr Breiðafirði og Faxaflóa en þar var hann algengur á tímabilinu 1999 til 2012.

Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...