Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hafberg Þórisson, garðyrkjubóndi í Lambhaga.
Hafberg Þórisson, garðyrkjubóndi í Lambhaga.
Mynd / HKr
Fréttir 26. febrúar 2021

Stefnt að fullri kolefnisjöfnun hjá Lambhaga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrstu niðurstöður úr mæl­ingu á kolefnisfótspori garðyrkju­stöðvarinnar Lambhaga sýna að það er 1.11 kíló af CO2 á hvert kíló af framleiddri vöru. Stefnt er að því að kolefnisjafna alla framleiðslu fyrirtækisins með því að planta skóg á 100 hekturum á næstu árum.

Kolefnissporið er reiknað samkvæmt reiknilíkani sem Samband garðyrkjubænda á Íslandi hefur haft í boði frá árslokum 2018. Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga, segist hafa stillt starfsemi Lambhaga upp í reiknivélina þar sem fundið er kolefnisspor salatsins alveg frá fræi þar til salatið er tilbúið til dreifinga. „Niðurstaða þess er að kolefnisspor Lambhaga var 1.11 kíló af koltvísýringi á hvert kíló af salati þann 2. febrúar síðastliðinn.“

Ný garðyrkjustöð sem Hafberg er að reisa í Mosfellsdal.

Unnið að sjálfbærni markmiðum SÞ

Hafberg segir að Lambhagi hafi undanfarið verið í ferli sem felst í því að máta starfsemi fyrirtækisins við 17 sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna.

„Við höfum verið í samvinnu við fyrirtæki í Lúxemborg sem vinnur verkefnið fyrir okkur og við erum komin með skýrslu frá þeim og okkur hefur tekist að finna farveg til að mæta þeim flestum markmiðum að öllu eða einhverju leyti.

Í framhaldi af niðurstöðu kolefnis­mælingarinnar er ætlunin hjá okkur að fara út í stóreflis skógrækt til að kolefnisjafna alla okkar starfsemi niður í núll á næstu árum. Við erum komin í samvinnu við Skógræktina og Kolvið og höfum fengið úthlutað 100 hekturum norður í Húnavatnssýslu og ætlum að byrja að planta út í vor.“

Kolefnissporið lægra undir gleri

Hafberg segir áhugavert hversu vel ræktun í hefðbundnum gróðurhúsum, þar sem sólar nýtur, hefur komið vel út í erlendum mælingum miðað við lóðrétta ræktun við rafmagnslýsingu.
„Miðað við þær rannsóknir sem ég hef séð er kolefnissporið við lóðrétta raflýsingu allt að hundrað sinnum hærra en við hefðbundna ræktun undir gleri.“

Merkingar á umbúðum

„Í haust ætlum við svo að vera búin að merkja allar okkar framleiðsluvörur með kolefnissporinu næsta haust og þá geta neytendur tekið upplýsta ákvörðun um neyslu salats með tilliti til loftslagmála. Lambhagi framleiddi á síðasta ári rúmlega fjórðung af salatneyslu landsmanna svo enn er umtalsvert rými til þess að auka innlenda framleiðslu fyrir innlendan markað,“ segir Hafberg Þórisson, garðyrkjubóndi í Lambhaga.“

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...

Landnámsegg í Hrísey þurfa að aflífa allar hænur
Fréttir 5. nóvember 2025

Landnámsegg í Hrísey þurfa að aflífa allar hænur

Mikið áfall hefur dunið yfir hjónin og bændurna hjá Landnámseggjum ehf. í Hrísey...

Harðasti nagli norðursins í vanda
Fréttir 31. október 2025

Harðasti nagli norðursins í vanda

Snjótittlingi hefur fækkað á bilinu tvö til fimm prósent árlega á sunnanverðu há...

Hjartað varð eftir
Fréttir 31. október 2025

Hjartað varð eftir

Út er komin ljóðabók eftir Ásu Þorsteinsdóttur frá Unaósi.