Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hafberg Þórisson, garðyrkjubóndi í Lambhaga.
Hafberg Þórisson, garðyrkjubóndi í Lambhaga.
Mynd / HKr
Fréttir 26. febrúar 2021

Stefnt að fullri kolefnisjöfnun hjá Lambhaga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrstu niðurstöður úr mæl­ingu á kolefnisfótspori garðyrkju­stöðvarinnar Lambhaga sýna að það er 1.11 kíló af CO2 á hvert kíló af framleiddri vöru. Stefnt er að því að kolefnisjafna alla framleiðslu fyrirtækisins með því að planta skóg á 100 hekturum á næstu árum.

Kolefnissporið er reiknað samkvæmt reiknilíkani sem Samband garðyrkjubænda á Íslandi hefur haft í boði frá árslokum 2018. Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga, segist hafa stillt starfsemi Lambhaga upp í reiknivélina þar sem fundið er kolefnisspor salatsins alveg frá fræi þar til salatið er tilbúið til dreifinga. „Niðurstaða þess er að kolefnisspor Lambhaga var 1.11 kíló af koltvísýringi á hvert kíló af salati þann 2. febrúar síðastliðinn.“

Ný garðyrkjustöð sem Hafberg er að reisa í Mosfellsdal.

Unnið að sjálfbærni markmiðum SÞ

Hafberg segir að Lambhagi hafi undanfarið verið í ferli sem felst í því að máta starfsemi fyrirtækisins við 17 sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna.

„Við höfum verið í samvinnu við fyrirtæki í Lúxemborg sem vinnur verkefnið fyrir okkur og við erum komin með skýrslu frá þeim og okkur hefur tekist að finna farveg til að mæta þeim flestum markmiðum að öllu eða einhverju leyti.

Í framhaldi af niðurstöðu kolefnis­mælingarinnar er ætlunin hjá okkur að fara út í stóreflis skógrækt til að kolefnisjafna alla okkar starfsemi niður í núll á næstu árum. Við erum komin í samvinnu við Skógræktina og Kolvið og höfum fengið úthlutað 100 hekturum norður í Húnavatnssýslu og ætlum að byrja að planta út í vor.“

Kolefnissporið lægra undir gleri

Hafberg segir áhugavert hversu vel ræktun í hefðbundnum gróðurhúsum, þar sem sólar nýtur, hefur komið vel út í erlendum mælingum miðað við lóðrétta ræktun við rafmagnslýsingu.
„Miðað við þær rannsóknir sem ég hef séð er kolefnissporið við lóðrétta raflýsingu allt að hundrað sinnum hærra en við hefðbundna ræktun undir gleri.“

Merkingar á umbúðum

„Í haust ætlum við svo að vera búin að merkja allar okkar framleiðsluvörur með kolefnissporinu næsta haust og þá geta neytendur tekið upplýsta ákvörðun um neyslu salats með tilliti til loftslagmála. Lambhagi framleiddi á síðasta ári rúmlega fjórðung af salatneyslu landsmanna svo enn er umtalsvert rými til þess að auka innlenda framleiðslu fyrir innlendan markað,“ segir Hafberg Þórisson, garðyrkjubóndi í Lambhaga.“

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...