Hafberg Þórisson, garðyrkjubóndi í Lambhaga.
Hafberg Þórisson, garðyrkjubóndi í Lambhaga.
Mynd / HKr
Fréttir 26. febrúar 2021

Stefnt að fullri kolefnisjöfnun hjá Lambhaga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrstu niðurstöður úr mæl­ingu á kolefnisfótspori garðyrkju­stöðvarinnar Lambhaga sýna að það er 1.11 kíló af CO2 á hvert kíló af framleiddri vöru. Stefnt er að því að kolefnisjafna alla framleiðslu fyrirtækisins með því að planta skóg á 100 hekturum á næstu árum.

Kolefnissporið er reiknað samkvæmt reiknilíkani sem Samband garðyrkjubænda á Íslandi hefur haft í boði frá árslokum 2018. Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga, segist hafa stillt starfsemi Lambhaga upp í reiknivélina þar sem fundið er kolefnisspor salatsins alveg frá fræi þar til salatið er tilbúið til dreifinga. „Niðurstaða þess er að kolefnisspor Lambhaga var 1.11 kíló af koltvísýringi á hvert kíló af salati þann 2. febrúar síðastliðinn.“

Ný garðyrkjustöð sem Hafberg er að reisa í Mosfellsdal.

Unnið að sjálfbærni markmiðum SÞ

Hafberg segir að Lambhagi hafi undanfarið verið í ferli sem felst í því að máta starfsemi fyrirtækisins við 17 sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna.

„Við höfum verið í samvinnu við fyrirtæki í Lúxemborg sem vinnur verkefnið fyrir okkur og við erum komin með skýrslu frá þeim og okkur hefur tekist að finna farveg til að mæta þeim flestum markmiðum að öllu eða einhverju leyti.

Í framhaldi af niðurstöðu kolefnis­mælingarinnar er ætlunin hjá okkur að fara út í stóreflis skógrækt til að kolefnisjafna alla okkar starfsemi niður í núll á næstu árum. Við erum komin í samvinnu við Skógræktina og Kolvið og höfum fengið úthlutað 100 hekturum norður í Húnavatnssýslu og ætlum að byrja að planta út í vor.“

Kolefnissporið lægra undir gleri

Hafberg segir áhugavert hversu vel ræktun í hefðbundnum gróðurhúsum, þar sem sólar nýtur, hefur komið vel út í erlendum mælingum miðað við lóðrétta ræktun við rafmagnslýsingu.
„Miðað við þær rannsóknir sem ég hef séð er kolefnissporið við lóðrétta raflýsingu allt að hundrað sinnum hærra en við hefðbundna ræktun undir gleri.“

Merkingar á umbúðum

„Í haust ætlum við svo að vera búin að merkja allar okkar framleiðsluvörur með kolefnissporinu næsta haust og þá geta neytendur tekið upplýsta ákvörðun um neyslu salats með tilliti til loftslagmála. Lambhagi framleiddi á síðasta ári rúmlega fjórðung af salatneyslu landsmanna svo enn er umtalsvert rými til þess að auka innlenda framleiðslu fyrir innlendan markað,“ segir Hafberg Þórisson, garðyrkjubóndi í Lambhaga.“

Flateyjarjörðinni á Mýrum í Austur-Skafta­fellssýslu verður skipt upp í tvær jarðir
Fréttir 15. apríl 2021

Flateyjarjörðinni á Mýrum í Austur-Skafta­fellssýslu verður skipt upp í tvær jarðir

Stjórn Selbakka ehf., sem á og rekur Flateyjarbúið á Mýrum í Austur-Skaftafellss...

Styrkir til rannsókna og þróunarverkefna búgreina
Fréttir 15. apríl 2021

Styrkir til rannsókna og þróunarverkefna búgreina

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til ranns...

Mælaborð landbúnaðarins markar tímamót varðandi samantekt og birtingu upplýsinga
Fréttir 15. apríl 2021

Mælaborð landbúnaðarins markar tímamót varðandi samantekt og birtingu upplýsinga

Mælaborði landbúnaðarins var hleypt af stokkunum af Kristjáni Þór Júlíussyni sjá...

Matvælið – Nýtt hlaðvarp Matís um rannsóknir og nýsköpun í matvælaframleiðslu
Fréttir 14. apríl 2021

Matvælið – Nýtt hlaðvarp Matís um rannsóknir og nýsköpun í matvælaframleiðslu

„Matvælið – hlaðvarp Matís“ er nafn á glænýjum hlaðvarpsþætti sem er nú aðgengil...

Er stórsókn í ylrækt fýsileg?
Fréttir 14. apríl 2021

Er stórsókn í ylrækt fýsileg?

Eimur stendur fyrir svokallaðri vefstofu (fjarfundi) á morgun undir yfirskriftin...

BYKO og Lely Center Ísland í samstarf um fjósalausnir
Fréttir 14. apríl 2021

BYKO og Lely Center Ísland í samstarf um fjósalausnir

Nýlega ákváðu BYKO og Lely Center Ísland að hefja samstarf í því að bjóða kúabæn...

Sækja á sjálfbær fjárfestingaverkefni til Íslands
Fréttir 14. apríl 2021

Sækja á sjálfbær fjárfestingaverkefni til Íslands

Í síðasta mánuði undirritaði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, ið...

Samkeppniseftirlit heimilar samruna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH Afurða gegn ákveðnum skilyrðum
Fréttir 13. apríl 2021

Samkeppniseftirlit heimilar samruna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH Afurða gegn ákveðnum skilyrðum

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna fyrirtækjanna Norðlenska, Kjarnafæði...