Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Starfsemin verður efld
Fréttir 8. ágúst 2018

Starfsemin verður efld

Höfundur: Vilmundur Hansen

Jarðræktarmiðstöð Land­bún­aðar­háskóla Íslands hefur verið formlega opnuð á Hvanneyri. Jarð­ræktar­miðstöðin var áður staðsett á Korpu í Reykjavík en í sumar var starfsemin flutt að Hvanneyri. Til stendur að efla starfsemi miðstöðvarinnar með flutningunum.

Sæmundur Sveinsson, rektor á Hvanneyri, segir færslu Jarð­ræktar­mið­stöðvarinnar að Hvanneyri jákvæða. „Atvinnudeild Háskólans sem var undanfari RALA fékk 18 hektara land úr jörðinni Korpúlfs­stöðum í Mosfellssveit árið 1960 og þar hafa því verið stundaðar jarðræktartilraunir í tæp 60 ár.

Jarðræktarmiðstöðin er komin með nýjan tækjakost, tilrauna- eða reitasláttuvél, sem þarf meira rými til að gagnast sem skyldi og það er nóg af landi á Hvanneyri.

Aðrir kostir sem fylgja því að flytja miðstöðina að Hvanneyri eru meiri tengsl við nemendur  og skólann og svo ýmis samlegðaráhrif af Jarðræktarmiðstöðinni og Hvanneyrarbúinu,“ segir Sæmundur.

Ýmsar tilraunir í gangi

Meðal tilrauna sem nú eru stundaðar hjá Jarðræktarmiðstöðinni að Hvanneyri eru yrkjaprófanir í kornrækt og yrkjaprófanir með grös. Einnig er sláttutímatilraun með vallarfoxgras og tilraunir með ræktun á grænfóðri.

Tilraunasáðvél

Sæmundur segir að til standi að efla starfsemi Jarðræktarmiðstöðvarinnar í framhaldi á flutningnum. „Hugmyndin er að kaupa tilraunasáðvél fljótlega og hefja í framhaldi af því auknar tilraunir með sáningar.
Allt þetta þýðir að hin víðfeðmu landsvæði Hvanneyrar verða í stórauknum mæli notuð undir tilraunir.“

Hugsanlega útivistarsvæði við Korpu

Að sögn Sæmundar er ekki enn búið að taka ákvörðun um hvernig Korpulandið verði nytjað í framtíðinni eða hvort því verði skilað. „Ríkið á stærsta hluta landsins og hugsanlega Reykjavíkurborg hluta þess. Ég veit að það er búið að skipuleggja áframhald á Korputorgi á hluta landsins en einnig eru uppi hugmyndir um grænt svæði með golfvelli og laxveiðiá á öðrum hluta þess,“ segir Sæmundur Sveinsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. 

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...