Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Starfsemin verður efld
Fréttir 8. ágúst 2018

Starfsemin verður efld

Höfundur: Vilmundur Hansen

Jarðræktarmiðstöð Land­bún­aðar­háskóla Íslands hefur verið formlega opnuð á Hvanneyri. Jarð­ræktar­miðstöðin var áður staðsett á Korpu í Reykjavík en í sumar var starfsemin flutt að Hvanneyri. Til stendur að efla starfsemi miðstöðvarinnar með flutningunum.

Sæmundur Sveinsson, rektor á Hvanneyri, segir færslu Jarð­ræktar­mið­stöðvarinnar að Hvanneyri jákvæða. „Atvinnudeild Háskólans sem var undanfari RALA fékk 18 hektara land úr jörðinni Korpúlfs­stöðum í Mosfellssveit árið 1960 og þar hafa því verið stundaðar jarðræktartilraunir í tæp 60 ár.

Jarðræktarmiðstöðin er komin með nýjan tækjakost, tilrauna- eða reitasláttuvél, sem þarf meira rými til að gagnast sem skyldi og það er nóg af landi á Hvanneyri.

Aðrir kostir sem fylgja því að flytja miðstöðina að Hvanneyri eru meiri tengsl við nemendur  og skólann og svo ýmis samlegðaráhrif af Jarðræktarmiðstöðinni og Hvanneyrarbúinu,“ segir Sæmundur.

Ýmsar tilraunir í gangi

Meðal tilrauna sem nú eru stundaðar hjá Jarðræktarmiðstöðinni að Hvanneyri eru yrkjaprófanir í kornrækt og yrkjaprófanir með grös. Einnig er sláttutímatilraun með vallarfoxgras og tilraunir með ræktun á grænfóðri.

Tilraunasáðvél

Sæmundur segir að til standi að efla starfsemi Jarðræktarmiðstöðvarinnar í framhaldi á flutningnum. „Hugmyndin er að kaupa tilraunasáðvél fljótlega og hefja í framhaldi af því auknar tilraunir með sáningar.
Allt þetta þýðir að hin víðfeðmu landsvæði Hvanneyrar verða í stórauknum mæli notuð undir tilraunir.“

Hugsanlega útivistarsvæði við Korpu

Að sögn Sæmundar er ekki enn búið að taka ákvörðun um hvernig Korpulandið verði nytjað í framtíðinni eða hvort því verði skilað. „Ríkið á stærsta hluta landsins og hugsanlega Reykjavíkurborg hluta þess. Ég veit að það er búið að skipuleggja áframhald á Korputorgi á hluta landsins en einnig eru uppi hugmyndir um grænt svæði með golfvelli og laxveiðiá á öðrum hluta þess,“ segir Sæmundur Sveinsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. 

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...