Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Þröstur Aðalbjarnarson og Laufey Bjarnadóttir á Stakkhamri 2.
Þröstur Aðalbjarnarson og Laufey Bjarnadóttir á Stakkhamri 2.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 26. janúar 2023

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Stakkhamar 2 í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi hefur skotist á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin á Íslandi samkvæmt nýju uppgjöri Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins úr skýrsluhaldi síðasta árs. Árið 2021 var búið í 13. sæti sama lista.

Ábúendur á Stakkhamri 2 eru þau Laufey Bjarnadóttir og Þröstur Aðalbjarnarson. Árskýr þar eru 57,4 og skiluðu þær að meðaltali 8.910 kílóum hver, sem er tveimur kílóum meira en var á Búrfelli í Svarfaðardal þegar það var á toppi listans árið 2021. Það ár voru árskýr á Stakkhamri 58,1.

Stakkhamar 2 í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi.

Búrfell fellur niður í sjötta sæti

Búrfell, sem var í efsta sæti listans fyrir árin 2020 og 2021, fellur niður í sjötta sæti með 8.374 kíló mjólkur eftir hverja árskú. Á síðasta ári fjölgaði þar árskúm úr 39,7 í 43,7.
Annað afurðahæsta kúabú landsins er Dalbær 1 í Hruna­ mannahreppi, en það var fjórða árið 2021.

Á síðasta ári skilaði búið 8.672 kílóum að meðaltali á hverja árskú, en þeim fækkaði á milli ára úr 65 í 60,3. Göngustaðir í Svarfaðardal stökkva einnig hátt á listanum, frá 16. sæti árið 2021 í þriðja sætið í fyrra.

Að meðaltali skilaði búið 8.596 kílóum mjólkur að meðaltali á hverja árskú, sem voru 61,6 í fyrra en 60,9 árið 2021.

Fata mjólkaði mest

Fata 2106 var nythæsta kýr landsins árið 2022 en hún er á búi Gunnbjörns ehf. í Gunnbjarnarholti í Eystrihreppi, undan Sjarma 12090, og móðurfaðir hennar er Þrymur 02042. Hún mjólkaði 14.739 kg en hún bar sínum fimmta kálfi 29. janúar á síðasta ári.

Hæsta dagsnyt Fötu á árinu var 55,6 kg, en Fata er fædd í júní 2015.

Fata, á búi Gunnbjörns ehf. í Gunnbjarnarholti, mjólkaði mest.

Meðalinnlegg jókst nokkuð en búum fækkar

Kúabúum fækkaði um sextán á síðasta ári og voru í árslok 496 sem leggja inn mjólk. Fjögur bú til viðbótar hættu framleiðslu í byrjun þessa árs. Meðalbústærð á síðasta ári var 51,2 árskýr, var árið á undan 50 árskýr. Meðalinnlegg á bú jókst nokkuð á milli ára og var 298.655 kg á síðasta ári, samanborið við 288.088 árið á undan.

Af núlifandi kúm hefur Gullbrá 357 á Hóli við Dalvík skilað mestum æviafurðum, eða 102.557 kg við síðustu áramót. Hún er fædd 9. apríl 2004 og hefur borið 11 sinnum. Bleik 995 á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd er þar næst á eftir með 100.097 kg við nýliðin áramót. Hún er fædd 14. ágúst 2009 og hefur borið 10 sinnum.

Sjá nánari umfjöllun  um uppgjör skýrsluhaldsins í mjólkurframleiðslu á blaðsíðum 56‐57 í Bændablaðinu sem kom út í dag.

Heimild: Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram
Fréttir 29. mars 2023

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram

Fimm þingmenn úr fjórum þingflokkum lögðu á dögunum fram frumvarp til laga um br...

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti
Fréttir 29. mars 2023

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti

Í heimsókn sinni til Íraks á dögunum færði Birgir Þórarinsson alþingismaður land...

Endurheimt vistkerfa
Fréttir 29. mars 2023

Endurheimt vistkerfa

Mossy earth er alþjóðleg hreyfing um endurreisn vistkerfa sem er fjármögnuð með ...

Tillaga um dýravelferðarstofu
Fréttir 29. mars 2023

Tillaga um dýravelferðarstofu

Þann 14. mars stóð Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) fyrir málþingi um stöðu dýra...

Landbúnaðarklasinn lagstur í dvala
Fréttir 28. mars 2023

Landbúnaðarklasinn lagstur í dvala

Á aðalfundi Landbúnaðarklasans 9. mars var samþykkt að starfsemi hans yrði lögð ...

Blóðsjúgandi mítill fannst á villtum fugli
Fréttir 27. mars 2023

Blóðsjúgandi mítill fannst á villtum fugli

Fyrir skömmu greindist blóðsjúgandi mítill á smyrli sem fannst nær dauða en lífi...

Páskaútgáfa Bændablaðsins
Fréttir 27. mars 2023

Páskaútgáfa Bændablaðsins

Næsta tölublað Bændablaðsins kemur út 4. apríl, á þriðjudegi.

„Íslenskt lambakjöt“ fær upprunavottun
Fréttir 27. mars 2023

„Íslenskt lambakjöt“ fær upprunavottun

Evrópusambandið hefur nýlega samþykkt umsókn Icelandic lamb um að vörumerkið „Ís...