Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hampur, kannabis,
Hampur, kannabis,
Fréttir 19. september 2017

Stærsta löglega kannabisbýli í heimi er í Bretlandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í Kent skammt frá Kantaraborg á Bretlandseyjum er að finna stærstu löglegu kannabisræktun í heimi. Miðað við götuverð kannabis á Bretlandseyjum er ræktunin metin á um milljarð íslenskra króna.

Í tveimur stórum gróðurhúsum, sem eru vel falin í kyrrlátri breskri sveit, eru ríflega 80.000 kannabisplöntur ræktaðar undir ströngu eftirliti öryggisvarða og öryggismyndavéla. Tólf garðyrkju- og grasafræðingar í hvítum sloppum sjá um plönturnar, vökva og mæla, á vöktum allan sólarhringinn. árleg framleiðsla í gróðurhúsunum er um 20 tonn á ári.

Ræktunin, sem er á ábyrgð breska lyfjafyrirtækisins GW Pharmaceuticals, er þrisvar sinnum umfangsmeiri en stærsta ólöglega ræktun sem komist hefur upp á Bretlandseyjum.

Ræktun lyfjafyrirtækisins hófst árið 1998 og síðan þá hafa um tvær milljónir kannabisplantna verið ræktaðar í gróðurhúsunum. Plönturnar eru notaðar til rannsókna á lyfjum. Lyfið sem kallast Sativex er þegar komið á markað og ætlað til að líkna fólki sem þjáist af MS og banvænu krabbameini. Unnið er að rannsóknum á nýju lyfi gegn flogaveiki, geðklofa og sykursýki. 

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...