Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hampur, kannabis,
Hampur, kannabis,
Fréttir 19. september 2017

Stærsta löglega kannabisbýli í heimi er í Bretlandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í Kent skammt frá Kantaraborg á Bretlandseyjum er að finna stærstu löglegu kannabisræktun í heimi. Miðað við götuverð kannabis á Bretlandseyjum er ræktunin metin á um milljarð íslenskra króna.

Í tveimur stórum gróðurhúsum, sem eru vel falin í kyrrlátri breskri sveit, eru ríflega 80.000 kannabisplöntur ræktaðar undir ströngu eftirliti öryggisvarða og öryggismyndavéla. Tólf garðyrkju- og grasafræðingar í hvítum sloppum sjá um plönturnar, vökva og mæla, á vöktum allan sólarhringinn. árleg framleiðsla í gróðurhúsunum er um 20 tonn á ári.

Ræktunin, sem er á ábyrgð breska lyfjafyrirtækisins GW Pharmaceuticals, er þrisvar sinnum umfangsmeiri en stærsta ólöglega ræktun sem komist hefur upp á Bretlandseyjum.

Ræktun lyfjafyrirtækisins hófst árið 1998 og síðan þá hafa um tvær milljónir kannabisplantna verið ræktaðar í gróðurhúsunum. Plönturnar eru notaðar til rannsókna á lyfjum. Lyfið sem kallast Sativex er þegar komið á markað og ætlað til að líkna fólki sem þjáist af MS og banvænu krabbameini. Unnið er að rannsóknum á nýju lyfi gegn flogaveiki, geðklofa og sykursýki. 

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna
Fréttir 25. janúar 2022

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna

Fjögur félagasamtök verða styrkt til verkefna sem lúta að hreinsun strandlengju ...

Riða greindist í skimunarsýni
Fréttir 25. janúar 2022

Riða greindist í skimunarsýni

Matvælastofnun barst fyrir skömmu tilkynning frá Tilraunastöð HÍ að Keldum um að...

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evró...

KFC fékk mest úthlutað
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvó...

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna
Fréttir 24. janúar 2022

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna

Kostnaður við að setja upp nýjar neyðarstöðvar í Vaðlaheiða­r­göng­um nemur 10 t...

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...