Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hampur, kannabis,
Hampur, kannabis,
Fréttir 19. september 2017

Stærsta löglega kannabisbýli í heimi er í Bretlandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í Kent skammt frá Kantaraborg á Bretlandseyjum er að finna stærstu löglegu kannabisræktun í heimi. Miðað við götuverð kannabis á Bretlandseyjum er ræktunin metin á um milljarð íslenskra króna.

Í tveimur stórum gróðurhúsum, sem eru vel falin í kyrrlátri breskri sveit, eru ríflega 80.000 kannabisplöntur ræktaðar undir ströngu eftirliti öryggisvarða og öryggismyndavéla. Tólf garðyrkju- og grasafræðingar í hvítum sloppum sjá um plönturnar, vökva og mæla, á vöktum allan sólarhringinn. árleg framleiðsla í gróðurhúsunum er um 20 tonn á ári.

Ræktunin, sem er á ábyrgð breska lyfjafyrirtækisins GW Pharmaceuticals, er þrisvar sinnum umfangsmeiri en stærsta ólöglega ræktun sem komist hefur upp á Bretlandseyjum.

Ræktun lyfjafyrirtækisins hófst árið 1998 og síðan þá hafa um tvær milljónir kannabisplantna verið ræktaðar í gróðurhúsunum. Plönturnar eru notaðar til rannsókna á lyfjum. Lyfið sem kallast Sativex er þegar komið á markað og ætlað til að líkna fólki sem þjáist af MS og banvænu krabbameini. Unnið er að rannsóknum á nýju lyfi gegn flogaveiki, geðklofa og sykursýki. 

Fresta banni við endurnýtingu
Fréttir 21. maí 2024

Fresta banni við endurnýtingu

Bændum verður heimilt að endurnýta örmerki í sláturtíð 2024 og nota þau til 1. n...

Stjórnvaldssekt staðfest
Fréttir 20. maí 2024

Stjórnvaldssekt staðfest

Bændur á Vesturlandi telja jafnræðis ekki hafa verið gætt þegar Matvælastofnun (...

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...