Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stærra ræktarland og meiri uppskera
Fréttir 15. desember 2022

Stærra ræktarland og meiri uppskera

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Land til kornræktar á Íslandi var aukið um 12 prósent í ár miðað við umfangið á síðasta ári. Samþykktar jarðræktarumsóknir fyrir kornrækt árið 2022 voru fyrir rúmlega 3.450 hektara lands, miðað við 3.036 hektara árið 2021. Þá var kornuppskera alls um 9.500 tonn af þurru korni, sem er rúmlega tvö þúsund tonnum meira en á síðasta ári. Að meðaltali eru það 3,1 tonn á hektara

Horfa þarf aftur til ársins 2014 til að finna svipað umfang kornræktar. Fordæmalausar hækkanir á kjarnfóðri á síðustu tveimur árum hafa vafalaust haft hvetjandi áhrif á bændur til aukinnar framleiðslu á sínu fóðurbyggi.

Hækkandi fóðurverð og hlýtt sumar 2021

Eiríkur Loftsson, jarðræktarráðunautur Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, segir það líklega rétt að heldur meira umfang kornræktar í ár megi skýra af hækkandi fóðurverði á heimsmörkuðum.

„Það má ætla að hlýtt sumar 2021 hafi hvatt bændur til aukinnar ræktunar. Á undanförnum árum hefur þróunin verið sú að þeir bændur sem hafa náð tökum á kornræktinni og eru með góða aðstöðu til að nýta kornið til fóðurs hafa gert hana að föstum þætti í sinni fóðuröflun og í sumum tilvikum aukið hana að ákveðnu marki. Alltaf bætast þó í hópinn aðilar sem prófa ræktun á korni tímabundið og halda henni svo áfram,“ segir hann.

Betri uppskera sunnanlands

Eiríkur telur að uppskeran hafi almennt verið betri sunnanlands en norðan þetta árið, bæði að magni og gæðum. Miklu skiptir að geta sáð snemma á vorin til að eiga möguleika á góðum árangri að hausti. „Norðanlands var hiti heldur lágur og ekki síður sólarleysi, sem gerði það að verkum að kornið þroskaðist seint.

Því varð tíminn til þess stuttur sem gerði það að verkum að kornið náði sums staðar ekki þroska og á einhverjum stöðum var það slegið sem grænfóður. Í einhverjum tilvikum spillti næturfrost í ágúst einnig kornþroska. Sumir bændur náðu þó góðu korni fyrir norðan. Á haustin er allra veðra von og urðu einhverjir bændur fyrir talsverðum skakkaföllum þar sem korn tapaðist í hvassviðri,“ segir Eiríkur.

Eðlilegt að stefna að meiri kornrækt

Í fæðuöryggisskýrslunni, sem skilað var til stjórnvalda í febrúar á síðasta ári, kemur fram að þótt Ísland sé á jaðarsvæði kornræktar megi rækta hér töluvert af korni til fóðurs og manneldis. Eðlilegt sé að stefna að því að rækta meira til fóðurs en gert hefur verið hingað til og æskilegt sé að hefja kynbætur á korni til manneldis.Í nýrri stöðuskýrslu starfshóps um eflingu kornræktar á Íslandi er lagt til að engar skerðingar verði á jarðræktarstyrkjum vegna kornræktar, svo hvatar séu til staðar til að stækka umfang ræktunar og greinin geti orðið að undirstöðuatvinnugrein í landbúnaði. Fjallað er um stöðuskýrsluna á blaðsíðu 8.

Skylt efni: kornrækt

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...

Ullarvika á Suðurlandi
Fréttir 10. júlí 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi verður haldin í þriðja sinn dagana 29. september til 5. o...

Mesta hamingjan í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði
Fréttir 10. júlí 2024

Mesta hamingjan í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði

Hamingja íbúa í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði mælist mest á landinu í n...

Bænder
12. júlí 2024

Bænder

Skammur aðdragandi að sölunni
11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Svín og korn
12. júlí 2024

Svín og korn

Magnað Landsmót 2024
12. júlí 2024

Magnað Landsmót 2024

Gerum okkur dagamun
12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun