Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Staðinn verði vörður um stjórnsýslu íslensks landbúnaðar
Mynd / smh
Fréttir 10. október 2018

Staðinn verði vörður um stjórnsýslu íslensks landbúnaðar

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Stjórn Sambands garðyrkjubænda (SG) kom saman til fundar fimmtudaginn 27. september sl. Þar kom til umræðu að hætt hefði verið við ráðningu skrifstofustjóra matvæla og landbúnaðar hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, en þar hefur staðið yfir ráðningarferli síðan í júní sl. Þess í stað hefur verið ákveðið að sameina skrifstofu matvæla og landbúnaðar við skrifstofu alþjóðamála undir stjórn skrifstofustjóra alþjóða­skrifstofunnar.
 
Stjórn Sambands garðyrkjubænda samþykkti að fela framkvæmdastjóra að koma á framfæri áskorun til þingmanna og ráðherra vegna málsins. Auk þess er áskorunin send til allra landshlutasamtaka sveitarfélaga. Í áskorun stjórnarinnar segir m.a.: 
 
„Stjórn Sambands garðyrkju­bænda skorar hér með á alla þingmenn, ráðherra, sveitarstjórnarmenn og landsmenn alla að standa vörð um stjórnsýslu íslensks landbúnaðar. Falla þarf þegar í stað frá þeim áformum að sameina skrifstofu matvæla og landbúnaðar undir skrifstofu alþjóðamála.
 
Margvísleg verkefni bíða nú úrlausnar á sviði landbúnaðar, s.s. endurskoðun búvörusamninga, endurskoðun ýmissa reglugerða og laga er lúta að starfsumhverfi greinarinnar. Auk þess bíða sífellt ný verkefni og áskoranir er varða landbúnað til framtíðar s.s. á sviði umhverfis- og loftslagsmála, menntunar og rannsókna, vöru- og tækniþróunar og byggða- og búsetuþróunar.”
 
Stjórn Sambands garðyrkjubænda, Efri röð frá vinstri; Sigrún Pálsdóttir, Helga Ragna Pálsdóttir, Ragna Sigurðardóttir. Neðri röð frá vinstri; Þorleifur Jóhannesson og Gunnar Þorgeirsson. Til gamans má geta þess að þetta var í fyrsta sinn sem konur voru í meirihluta á fundi stjórnar. Þá má einnig geta þess að þær Helga Ragna Pálsdóttir og Ragna eru afkomendur Sigurðar Sigurðarsonar, fyrrum búnaðarmálastjóra. Mynd / Katrín María Andrésdóttir
 
Háleit markmið ríkisstjórnar um landbúnað
 
Bendir stjórnin á að í stjórnar­sáttmála ríkisstjórnar­innar segi eftirfarandi um landbúnað og þar séu markmiðin háleit:
 
,,Ísland á að vera leiðandi í fram­leiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum. Lögð verður áhersla á nýsköpun og vöruþróun til að stuðla að byggðafestu, auka verðmætasköpun og nýta tækifæri sem byggjast á áhuga á matarmenningu með sjálfbærni og gæði að leiðarljósi.
 
Meginmarkmiðið er að landbúnaður á Íslandi sé sjálfbær og vernd búfjárstofna sé tryggð. Eitt af fyrstu verkefnum ríkisstjórnarinnar verður að bregðast við vanda sauðfjárbænda til skemmri og lengri tíma. Samhliða nýrri kynslóð landbúnaðarsamninga verða innleiddir sérstakir aðlögunarsamningar um nýja starfsemi til sveita. Með þeim verður rudd braut fyrir bændur til að byggja upp nýjar búgreinar eða hasla sér völl á öðrum sviðum. 
 
Slíkir aðlögunarsamningar til búháttabreytinga verða tímabundnir og háðir skilyrðum um byggðafestu, verðmætasköpun og búsetu viðkomandi jarðar og geta stuðlað að nýsköpun, náttúruvernd og nýjum áherslum í rannsóknum og menntun. 
 
Forsenda þess að landbúnaður geti nýtt tækifæri framtíðarinnar er jafnvægi í framleiðslu, skilvirkt eftirlit og nýsköpun. 
 
Ríkisstjórnin ætlar að tryggja betur rétt neytenda til upplýsinga um uppruna, framleiðsluhætti, lyfjanotkun og umhverfisáhrif. 
 
Ríkisstjórnin mun ráðast í aðgerðir til að þróa lífhagkerfið enn frekar, grænar lausnir og aðferðir til að draga úr umhverfisáhrifum matvælaframleiðslu með hvötum og stuðningi sem miði meðal annars að kolefnisjöfnun greinarinnar. Efla þarf sérstaklega lífrænan landbúnað.“
 
Markmiðum  ríkistjórnar verður ekki náð í hliðarverkefni 
 
Stjórn SG telur að þeim markmiðum sem þarna er lýst verði tæplega náð fram með því að gera málefni matvæla og landbúnaðar að hliðarverkefni annarrar skrifstofu.
 
Nauðsynlegt sé að styrkja enn frekar þekkingu og stjórnsýslulega umgjörð sem landbúnaði er búin í atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytinu og mikilvægt er að ganga til þess verks án frekari tafa.
„Landbúnaður og matvæla­framleiðsla er víða hornsteinn atvinnulífs og búsetu í byggðum landsins. Fjölmörg tækifæri má finna til vöruþróunar og atvinnusköpunar á þeim vettvangi.
 
Nú er lag að blása til sóknar, styrkja stjórnsýslu matvæla og landbúnaðar og búa svo um að samstarf atvinnulífs og stjórnvalda greiði fyrir framþróun og velferð um land allt,“ segir stjórn SG.
Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.