Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þróun á verðlagi aðfanga hefur verið íslenskum bændum mjög óhagstætt og gæti að óbreyttu kippt stoðum undan rekstri þeirra.
Þróun á verðlagi aðfanga hefur verið íslenskum bændum mjög óhagstætt og gæti að óbreyttu kippt stoðum undan rekstri þeirra.
Mynd / smh
Fréttir 3. júní 2022

Spretthópur skipaður til að bregðast við afkomuvanda bænda

Höfundur: smh

Tilkynnt var um það á vef matvælaráðuneytisins í morgun að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefði skipað svokallaðan „spretthóp“, sem eigi að vinna að tillögum til að bregðast við slæmu ástandi varðandi síhækkandi verðlag á aðföngum til íslenskra bænda sem geti haft þær afleiðingar að matvælaframleiðsla kunni að dragast saman.

Hópurinn á að skila af sér tillögum 13. júní og verður niðurstaða vinnunnar kynnt fyrir ríkisstjórn 14. júní.

„Verð á helstu aðföngum hefur hækkað gríðarlega í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og litlar líkur eru á að þær hækkanir gangi til baka á næstu mánuðum eða jafnvel misserum. Þessi þróun mun, að öllu óbreyttu, kippa stoðum undan rekstri bænda m.a. flestra sauðfjár- og nautgripabúa. Þannig kunni framboð á innlendri vöru að dragast verulega saman næstu misseri með tilheyrandi áhrifum á fæðuöryggi,“ segir í tilkynningu.

Greina valkosti í stöðunni

„Það liggur fyrir að áhrif innrásarinnar í Úkraínu verða langvinn og því ljóst taka verður stöðuna alvarlega. Formaður hópsins verður Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi ráðherra, en auk hans sitja í hópnum Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands og Saga Guðmundsdóttir, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Matvælaráðuneytið verður hópnum til aðstoðar. Hópurinn skal greina einstaka valkosti í stöðunni. Huga þarf sérstaklega að fæðuöryggi, verðlagi og hagsmunum neytenda og bænda í þessu samhengi,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

,,Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi er björt, þrátt fyrir að nú þurfum við að yfirstíga tímabundnar áskoranir sem leiða af stríðsrekstri Rússa í Úkraínu,“ er haft eftir Svandísi.

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...

Rauðþörungar í fóðri gætu dregið mjög úr metanlosun nautgripa
Fréttir 24. nóvember 2023

Rauðþörungar í fóðri gætu dregið mjög úr metanlosun nautgripa

Iðragerjun nautgripa er aðalástæðan fyrir illu orðspori nautgriparæktar í loftsl...

Verðmæti hrossakjöts
Fréttir 24. nóvember 2023

Verðmæti hrossakjöts

Útflutningsverðmæti hrossakjöts á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 eru orðin hærri...

Of mikið framboð var af innlendu blómkáli yfir of stuttan tíma
Fréttir 23. nóvember 2023

Of mikið framboð var af innlendu blómkáli yfir of stuttan tíma

Að undanförnu hafa heyrst raddir garðyrkjubænda sem ýmist ætla að hætta blómkáls...

Heimilt að hlífa gripum með verndandi arfgerðir og mögulega verndandi arfgerðir
Fréttir 22. nóvember 2023

Heimilt að hlífa gripum með verndandi arfgerðir og mögulega verndandi arfgerðir

Í nýrri skýrslu sérfræðingahóps eru lagðar til útfærslur á aðgerðum gegn riðuvei...

Verður í sögulegu hámarki á næsta ári
Fréttir 22. nóvember 2023

Verður í sögulegu hámarki á næsta ári

Heildargreiðslumark mjólkur verður í sögulegu hámarki á næsta ári samkvæmt nýleg...

Áskorun frá Skagfirðingum
Fréttir 22. nóvember 2023

Áskorun frá Skagfirðingum

Byggðarráð og Búnaðar­samband Skagfirðinga fagna nýskipuðum starfs­hópi um fjárh...

Arfhreinn ARR-hrútur í fyrsta sinn á sæðingastöð
Fréttir 21. nóvember 2023

Arfhreinn ARR-hrútur í fyrsta sinn á sæðingastöð

Hrútaskrá 2023-­2024 er komin út á stafrænu formi. Hún er aðgengileg á vef Ráðgj...