Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hoa Hoi-sólarorkuverið í Hoa Hoi-kommúnu í Phu Yen-héraði miðsvæðis í Víetnam.
Hoa Hoi-sólarorkuverið í Hoa Hoi-kommúnu í Phu Yen-héraði miðsvæðis í Víetnam.
Mynd / vir.com.vn
Fréttir 1. júlí 2020

Sólarorkuverin leggja undir sig dýrmætt ræktarland

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Hoa Hoi-sólarorkuverið í Hoa Hoi-kommúnu í Phu Yen-héraði miðsvæðis í Víetnam hóf raforku­framleiðslu 10. júní 2019. Þetta risastóra raforkuver sýnir glöggt að sólarorkuver eru langt frá því að geta talist náttúruvæn.   
 
Sólarorkuverið í Hoa Hoi er engin smásmíði og kostaði 214,35 milljónir dollara í byggingu. Hún er með framleiðslugetu upp á 257 megavött, en til samanburðar við einingu sem við þekkjum vel er Fljótsdalsstöð (Kárahnjúkavirkjun) 690 megavött. 
 
Í orkuverinu eru 752.640 PV sólarspeglar og undir þá fór dýrmætt ræktunarland sem svarar til 250 hektara. Sólarorkuverið er hið stærsta sinnar tegundar á miðsvæði Víetnam.  
 
Það tók aðalverktaka framkvæmdanna, Shanxi Electric Power Engineering Co Ltd, sem er í eigu China Energy Engineering Group, marga mánuði að finna stað undir orkuverið og að semja við heimamenn. Það olli líka nokkrum áhyggjum að aðalverktakinn við framkvæmdina kemur frá einu mesta kolahéraði í Kína. Þá er endingartími sólarsella í slíkum sólarorkuverum og vindorkuverum ekki sagður vera nema 20–30 ár á meðan starfstími vatnsaflsstöðva er 100 ár. 

Skylt efni: Sólarorka

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...