Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Bandaríkjamenn vonast til að vinna aftur markað fyrir nautakjöt í Kína upp á milljarða dollara.
Bandaríkjamenn vonast til að vinna aftur markað fyrir nautakjöt í Kína upp á milljarða dollara.
Fréttir 3. júlí 2017

Snýst um milljarða dollara fyrir bandarískan nautakjötsútflutning

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Bandarísk stjórnvöld reyna nú að opna fyrir sölu á nautakjöti til Kína eftir innflutningsbann sem sett var á þar í landi í kjölfar kúariðu sem kom upp á búum í Evrópu og Bandaríkjunum 2003. Bandaríkjamenn svöruðu því með banni á innflutningi á kjúklingum frá Kína. 
 
Viðskiptateymi Donalds Trump Bandaríkjaforseta með Wilbur Ross viðskiptaráðherra í fararbroddi hefur þegar stigið ákveðin skref til að leysa þessa deilu að því er fram kom á fréttasíðu USA Today fyrir skömmu. Ljóst er að þetta skiptir bandaríska nautgripabændur mjög miklu máli, en árið 2003 var flutt út nautakjöt frá Bandaríkjunum fyrir 3 milljarða dollara, eða sem svarar um 300 milljarða íslenskra króna. Útflutningsverðmætið hrapaði niður í 1,1 milljarð dollara á árinu 2004 í kjölfar innflutningsbanns Kínverja samkvæmt tölum Food Safety News. 
 
Kínverjar kveiktu vonir sl. haust
 
Bandaríski nautakjötsiðnaðurinn hefur róið að því árum saman að enduropna markaðinn í Kína. Verulegur árangur náðist í september á síðasta ári þegar kínversk stjórnvöld lýstu yfir áhuga á að aflétta innflutningsbanninu, en án þess þó að tiltaka tímasetningu. Í kjölfarið hófust viðræður um tæknilegar útfærslur mögulegrar afléttingar bannsins. 
 
Bandaríkjamenn aflétta banni á kjúklingainnflutningi
 
Það sem talið er geta liðkað fyrir þessum viðskiptum sem möguleika er vilyrði bandarískra yfirvalda fyrir innflutningi á fullelduðum kjúklingum frá Kína sem tilkynnt var um fyrir skömmu. Bandarískir kjötframleiðendur hafa fagnað þessari ákvörðun, enda telja þeir að Kínverjar séu viljugir til að eyða enn meiru fyrir innflutt kjöt frá Bandaríkjunum auk kjöts frá Ástralíu og Brasilíu. 
 
Heimild til að selja kínverskt kjúklingakjöt í Bandaríkjunum mun geta haft umtalsverð áhrif á samkeppni með slíkar afurðir á heimsvísu að mati Jim Sumner, formanns viðskiptaráðs með kjúklingakjöt og egg. Þess má geta að Kínverjar lokuðu einnig fyrir innflutning á kjúklingum frá Bandaríkjunum 2015 í kjölfar ótta við fuglaflensu.  
 
Það vakti enn frekari væntingar í málinu að skoðunarmenn frá bandaríska landbúnaðarráðuneytinu gáfu kínverskum kjúklingasláturhúsum grænt ljós eftir skoðunarferð þangað í maí. Töldu þeir tryggt að matvælaöryggismál í sláturhúsunum væru eins og best væri á kosið. 
 
Þrátt fyrir afléttingu á innflutningsbanni á fullelduðu kjúklingakjöti frá Kína, verður það ekki á boðstólum í verslunum fyrir almenning. Það verður einungis flutt inn fyrir veitingastaði og kjötvinnslur og þá sem hráefni í ýmsa rétti eins og súpur. Mjög strangar reglur munu áfram gilda um allan innflutning á kjúklingi frá Kína og hann mun aðeins fara inn á sérstaklega skilgreindan markað, að sögn Jim Sumners. 
 
Nokkur gagnrýni hefur verið á þessi áform og hefur verið bent á að vinnslan í Kína sé ekki alltaf sem sýnist. Það sýni m.a. ítrekuð tilfelli á fuglaflensusmiti. Þá séu merkingar um uppruna og annað ekki alltaf eins og kröfur gera ráð fyrir. 
 
Milljarða dollara viðskipti í húfi
 
Greinilegt er að mikill þrýstingur er af hálfu nautakjötsútflytjenda í Bandaríkjunum á að liðkað verði til fyrir innflutningi á kínverskum kjúklingi. Enda er til mikils að vinna ef hægt væri að hífa þann útflutning í fyrra horf og auka útflutningstekjur á nautakjöti um 2 milljarða dollara. Þær tekjur gætu jafnvel orðið enn meiri í ljósi stóraukins innflutnings Kínverja á nautakjöti á síðustu árum.
 
„Þetta er nokkuð sem við höfum misst af í mörg ár og höfum verið að reyna að vinna aftur á síðastliðnum 13 árum,“ segir Kent Bacus, yfirmaður alþjóðaviðskipta og markaðsaðgengis hjá National Cattlemen's Beef Association. 
 

Skylt efni: Milliríkjasamningar

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...