Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sláturhúsið í Seglbúðum.
Sláturhúsið í Seglbúðum.
Mynd / smh
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Sláturhúsið var tekið í notkun um haustið 2014, en um lítið handverkssláturhús var að ræða sem hafði leyfi til slátrunar á allt að 100 kindum á dag.

Málið enn til rannsóknar

Sláturhúsið var í eigu þeirra Þórunnar Júlíusdóttur og Erlendar Björnssonar í Seglbúðum og í viðtali hér í blaðinu í lok árs 2015 sögðu þau að ákvörðunin um að reisa sláturhús hefði verið að gerjast með þeim alveg frá því að Sláturhús Suðurlands hætti slátrun á Kirkjubæjarklaustri, tíu árum áður.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglustjóranum á Suðurlandi er málið til meðferðar hjá rannsóknardeild lögreglunnar sem hefur farið á vettvang ásamt tæknideild. Metur lögreglan að altjón hafi orðið á húsnæðinu.

Enn er unnið að rannsókn málsins og ekki er vitað um upptök eldsins.

Húsið tilbúið undir slátrun

Erlendur og Þórunn gáfu út yfirlýsingu fyrir sláturtíðina í haust að vegna fyrirhugaðra gjaldskrárhækkana Matvælastofnunar vegna þjónustu dýralækna í sláturhúsum yrði ekki slátrað hjá þeim. Þrátt fyrir að síðan hafi verið hætt við gjaldskrárhækkanirnar var ekki slátrað í Seglbúðum í síðustu sláturtíð.

Var sú skýring gefin að fyrirhuguð verðhækkun hafi verið blásin af of seint. Samkvæmt upplýsingum frá Seglbúðum var það til umræðu að hefja starfsemi næsta haust og hafi húsið verið tilbúið undir slátrun að nýju.

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur
Fréttir 30. janúar 2026

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur

Evrópusambandið og Indland hafa lokið tuttugu ára samningaviðræðum um víðtækan f...

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri
Fréttir 30. janúar 2026

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM)...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...