Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Sláturhúsið í Seglbúðum.
Sláturhúsið í Seglbúðum.
Mynd / smh
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Sláturhúsið var tekið í notkun um haustið 2014, en um lítið handverkssláturhús var að ræða sem hafði leyfi til slátrunar á allt að 100 kindum á dag.

Málið enn til rannsóknar

Sláturhúsið var í eigu þeirra Þórunnar Júlíusdóttur og Erlendar Björnssonar í Seglbúðum og í viðtali hér í blaðinu í lok árs 2015 sögðu þau að ákvörðunin um að reisa sláturhús hefði verið að gerjast með þeim alveg frá því að Sláturhús Suðurlands hætti slátrun á Kirkjubæjarklaustri, tíu árum áður.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglustjóranum á Suðurlandi er málið til meðferðar hjá rannsóknardeild lögreglunnar sem hefur farið á vettvang ásamt tæknideild. Metur lögreglan að altjón hafi orðið á húsnæðinu.

Enn er unnið að rannsókn málsins og ekki er vitað um upptök eldsins.

Húsið tilbúið undir slátrun

Erlendur og Þórunn gáfu út yfirlýsingu fyrir sláturtíðina í haust að vegna fyrirhugaðra gjaldskrárhækkana Matvælastofnunar vegna þjónustu dýralækna í sláturhúsum yrði ekki slátrað hjá þeim. Þrátt fyrir að síðan hafi verið hætt við gjaldskrárhækkanirnar var ekki slátrað í Seglbúðum í síðustu sláturtíð.

Var sú skýring gefin að fyrirhuguð verðhækkun hafi verið blásin af of seint. Samkvæmt upplýsingum frá Seglbúðum var það til umræðu að hefja starfsemi næsta haust og hafi húsið verið tilbúið undir slátrun að nýju.

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...