Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
BSE vill vita hver sé handhafi kolefnisbindingar skóga.
BSE vill vita hver sé handhafi kolefnisbindingar skóga.
Mynd / HKr.
Fréttir 30. mars 2021

Skýrt verði hver er handhafi kolefnisbindingar skóga í samningum bænda við Skógræktina

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Það þarf að skýra það í samningum bænda við skógrækt ríkisins að bændur séu handhafar þeirra kolefniseininga sem skógrækt þeirra bindur og stjórni alfarið nýtingu þeirra,“ segir í tillögu sem samþykkt var á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar sem haldinn var í Hlíðarbæ á dögunum.

Skorar fundurinn á umhverfis- og auðlindaráðherra að skýra sem fyrst hver sé handhafi kolefnisbindingar skóga sem ræktaðir eru í gegnum samninga bænda við skógrækt ríkisins.

Ríkið greiði hluta kostnaðar við fornleifaskráningu á skógræktarsvæðum

Aðalfundurinn skorar einnig á sama ráðherra að beita sér fyrir því að íslenska ríkið taki á sig kostnað vegna skráninga fornminja við skipulagningu á skógræktarsvæðum að hluta til eða öllu leyti.

Fram kemur í greinargerð með tillögunni að aukin kolefnisbinding sé nauðsynleg til að íslenska ríkið geti staðið við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum að slæmt sé að mikill kostnaður landeigenda við skráningu fornminja sé farinn að standa í vegi fyrir því að skógræktarsvæði séu skipulögð.

„Ef ríkið tæki á sig þennan kostnað að hluta eða öllu leyti er ljóst að það myndi flýta fyrir aukinni skógrækt og þar af leiðandi aukinni bindingu á kolefni,“ segir í greinargerðinni.

Ólíðandi að sitja undir enda­lausum áróðri hagsmunaafla

Þá var einnig samþykkt tillaga á aðalfundi BSE þar sem stjórn Bændasamtaka Íslands var hvött til að láta rannsaka og reikna út íslenska staðla fyrir kolefnisbindingu íslensks landbúnaðar, úr íslensku umhverfi þar sem gróið land og túnrækt fái rétta niðurstöðu um bindingu kolefnis í jarðvegi.

Einnig verði reiknuð út losun á allri íslenskri framleiðslu landbúnaðarvara miðað við íslenskan raunveruleika og að óheimilt verði að nota erlenda staðla. Þá vill BSE að Bændasamtökin annist frekari út­færslu á málinu og feli RML að vinna verkefnið.

Fram kemur í tillögu með þessari greinargerð að alltof oft hafi komið fram óvandaðar og rangar fullyrðingar um íslenskan landbúnað í umræðunni um loftslagsmál. Bændur verði að taka málið í sínar hendur og vera skrefinu á undan og stýra umræðunni.

„Það er með öllu ólíðandi fyrir landbúnaðinn að sitja undir endalausum áróðri hagsmunaafla, sem oft og tíðum nota erlenda staðla sem ekki eiga við hér á landi,“ segir í greinargerðinni. 

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...