Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
BSE vill vita hver sé handhafi kolefnisbindingar skóga.
BSE vill vita hver sé handhafi kolefnisbindingar skóga.
Mynd / HKr.
Fréttir 30. mars 2021

Skýrt verði hver er handhafi kolefnisbindingar skóga í samningum bænda við Skógræktina

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Það þarf að skýra það í samningum bænda við skógrækt ríkisins að bændur séu handhafar þeirra kolefniseininga sem skógrækt þeirra bindur og stjórni alfarið nýtingu þeirra,“ segir í tillögu sem samþykkt var á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar sem haldinn var í Hlíðarbæ á dögunum.

Skorar fundurinn á umhverfis- og auðlindaráðherra að skýra sem fyrst hver sé handhafi kolefnisbindingar skóga sem ræktaðir eru í gegnum samninga bænda við skógrækt ríkisins.

Ríkið greiði hluta kostnaðar við fornleifaskráningu á skógræktarsvæðum

Aðalfundurinn skorar einnig á sama ráðherra að beita sér fyrir því að íslenska ríkið taki á sig kostnað vegna skráninga fornminja við skipulagningu á skógræktarsvæðum að hluta til eða öllu leyti.

Fram kemur í greinargerð með tillögunni að aukin kolefnisbinding sé nauðsynleg til að íslenska ríkið geti staðið við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum að slæmt sé að mikill kostnaður landeigenda við skráningu fornminja sé farinn að standa í vegi fyrir því að skógræktarsvæði séu skipulögð.

„Ef ríkið tæki á sig þennan kostnað að hluta eða öllu leyti er ljóst að það myndi flýta fyrir aukinni skógrækt og þar af leiðandi aukinni bindingu á kolefni,“ segir í greinargerðinni.

Ólíðandi að sitja undir enda­lausum áróðri hagsmunaafla

Þá var einnig samþykkt tillaga á aðalfundi BSE þar sem stjórn Bændasamtaka Íslands var hvött til að láta rannsaka og reikna út íslenska staðla fyrir kolefnisbindingu íslensks landbúnaðar, úr íslensku umhverfi þar sem gróið land og túnrækt fái rétta niðurstöðu um bindingu kolefnis í jarðvegi.

Einnig verði reiknuð út losun á allri íslenskri framleiðslu landbúnaðarvara miðað við íslenskan raunveruleika og að óheimilt verði að nota erlenda staðla. Þá vill BSE að Bændasamtökin annist frekari út­færslu á málinu og feli RML að vinna verkefnið.

Fram kemur í tillögu með þessari greinargerð að alltof oft hafi komið fram óvandaðar og rangar fullyrðingar um íslenskan landbúnað í umræðunni um loftslagsmál. Bændur verði að taka málið í sínar hendur og vera skrefinu á undan og stýra umræðunni.

„Það er með öllu ólíðandi fyrir landbúnaðinn að sitja undir endalausum áróðri hagsmunaafla, sem oft og tíðum nota erlenda staðla sem ekki eiga við hér á landi,“ segir í greinargerðinni. 

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...